Lögreglan í Osló krafðist átta vikna gæsluvarðhalds yfir fjöldamorðingjanum Anders Breivik í dómþinginu fyrr í dag. Hann var fluttur í dómþingið í brynvörðum og fyllstu öryggis gætt í hvívetna. Breivik hafði óskað eftir því að réttarhöldin yrðu opin en því var hafnað.
