Sumir ennþá að gera góða veiði í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 17. október 2011 09:24 Mynd af www.lax-a.is Við á Veiðivísi kíktum í gær í Ytri Rangá og tókum stöðuna á þeim mönnum sem voru þar við veiðar. Dagurinn í gær var frekar rólegur vegna kulda en þó komu nokkrir laxar á land. Meðal veiðimanna var ung stúlka í fylgd með föður sínum og gerði hún sér lítið fyrir og setti í 5 laxa á Klöppinni og landaði einum 10 punda. Kom hún á eftir vanari mönnum sem urðu ekki varir á sama stað. Annars virðist vera lúmskt mikið af laxi á sumum stöðum. Tjarnarbreiðan gaf t.d. 17 laxa á föstudeginum og menn voru að missa mikið. Allt var þetta tekið á flugu. Þeir staðir sem virðast gefa vel þessa dagana eru t.d. Tjarnarbreiðan, Sandhólar (17a), Klöpp og Gaddstaðaflöt. En það er týnast upp fiskur á eiginlega öllum stöðum þó svo að það sé ekki í miklu magni en engu að síður prýðisgóð veiði miðað við árstíma. Og það sem vakti furðu er líka að sjá bjarta laxa sem eru nýlega gengnir í ánna. Það er tæpar 2 vikur eftir af veiðitímanum og nokkuð víst að haldist veðrið í lagi fari áin yfir 5000 laxa á þessu tímabili. Stangveiði Mest lesið Túnin víða svört af gæs Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði Veiði sumarsins á hátíðarborðið Veiði Fleiri net á land í Ölfusá Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Laxinn er mættur Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Kvíslaveitur að gefa góða veiði þessa dagana Veiði
Við á Veiðivísi kíktum í gær í Ytri Rangá og tókum stöðuna á þeim mönnum sem voru þar við veiðar. Dagurinn í gær var frekar rólegur vegna kulda en þó komu nokkrir laxar á land. Meðal veiðimanna var ung stúlka í fylgd með föður sínum og gerði hún sér lítið fyrir og setti í 5 laxa á Klöppinni og landaði einum 10 punda. Kom hún á eftir vanari mönnum sem urðu ekki varir á sama stað. Annars virðist vera lúmskt mikið af laxi á sumum stöðum. Tjarnarbreiðan gaf t.d. 17 laxa á föstudeginum og menn voru að missa mikið. Allt var þetta tekið á flugu. Þeir staðir sem virðast gefa vel þessa dagana eru t.d. Tjarnarbreiðan, Sandhólar (17a), Klöpp og Gaddstaðaflöt. En það er týnast upp fiskur á eiginlega öllum stöðum þó svo að það sé ekki í miklu magni en engu að síður prýðisgóð veiði miðað við árstíma. Og það sem vakti furðu er líka að sjá bjarta laxa sem eru nýlega gengnir í ánna. Það er tæpar 2 vikur eftir af veiðitímanum og nokkuð víst að haldist veðrið í lagi fari áin yfir 5000 laxa á þessu tímabili.
Stangveiði Mest lesið Túnin víða svört af gæs Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði Veiði sumarsins á hátíðarborðið Veiði Fleiri net á land í Ölfusá Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Laxinn er mættur Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Kvíslaveitur að gefa góða veiði þessa dagana Veiði