Jólahús SVFR föstudaginn 2. des Karl Lúðvíksson skrifar 30. nóvember 2011 16:20 Mynd af www.svfr.is Fyrsta "Opna hús" vetrarins verður haldið föstudaginn 2. desember í sal SVFR að Háaleitisbraut 68. Húsið opnar klukkan 20.00. Það fjölbreytt dagskrá hjá SVFR á aðventunni. Líkt og undanfarna áratugi mun séra Pálmi Matthíasson mæta með sína árlegu jólahugvekju. Jólabækur stangaveiðimanna verða kynntar svo um munar. Einar Falur Ingólfsson mun kynna þýðingu sína á hinni mögnuðu bók "Íslenskar Laxveiðiár", eða "Rivers of Iceland" eins og hún hét á frummálinu eftir R.N. Stewart. Auk þess mun hann kynna nýja bók um Grímsá í Borgarfirði. Bubbi Morthens mun kynna nýútkomna bók sína Veiðisögur og enginn annar en Gunnar Bender mætir ásamt Þór Jónssyni með bók þeirra félaga sem ber nafnið "Stórlaxar". Sé það ekki nóg, þá mun Gunnar Helgason birta svipmyndir úr nýjum mynddiski sem ber nafnið "Leitin að stórlaxinum" sem gefin er út samhliða bók um eftirlætis veiðiflugur kunnra veiðimanna. Bjarni Júlíusson formaður SVFR mætir og fer yfir ýmislegt sem snýr að ársvæðum og þeim breytingum sem eru á döfinni. Meðal efnis sem verður kynnt er Dunká í Dalasýslu. Happahylurinn og Myndagetraunin verða á sínum stað með jólaívafi. Að þessu sinni verður Happahylurinn einkar glæsilegur og í boði Intersport. Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta. Stangveiði Mest lesið Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Skæður í urriða og jafnvel lax Veiði Fékk eftirminnilegasta fiskinn einn uppi í gljúfri Veiði Góð veiði á Skagaheiði Veiði Fín veiði í Veiðivötnum Veiði
Fyrsta "Opna hús" vetrarins verður haldið föstudaginn 2. desember í sal SVFR að Háaleitisbraut 68. Húsið opnar klukkan 20.00. Það fjölbreytt dagskrá hjá SVFR á aðventunni. Líkt og undanfarna áratugi mun séra Pálmi Matthíasson mæta með sína árlegu jólahugvekju. Jólabækur stangaveiðimanna verða kynntar svo um munar. Einar Falur Ingólfsson mun kynna þýðingu sína á hinni mögnuðu bók "Íslenskar Laxveiðiár", eða "Rivers of Iceland" eins og hún hét á frummálinu eftir R.N. Stewart. Auk þess mun hann kynna nýja bók um Grímsá í Borgarfirði. Bubbi Morthens mun kynna nýútkomna bók sína Veiðisögur og enginn annar en Gunnar Bender mætir ásamt Þór Jónssyni með bók þeirra félaga sem ber nafnið "Stórlaxar". Sé það ekki nóg, þá mun Gunnar Helgason birta svipmyndir úr nýjum mynddiski sem ber nafnið "Leitin að stórlaxinum" sem gefin er út samhliða bók um eftirlætis veiðiflugur kunnra veiðimanna. Bjarni Júlíusson formaður SVFR mætir og fer yfir ýmislegt sem snýr að ársvæðum og þeim breytingum sem eru á döfinni. Meðal efnis sem verður kynnt er Dunká í Dalasýslu. Happahylurinn og Myndagetraunin verða á sínum stað með jólaívafi. Að þessu sinni verður Happahylurinn einkar glæsilegur og í boði Intersport. Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta.
Stangveiði Mest lesið Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Skæður í urriða og jafnvel lax Veiði Fékk eftirminnilegasta fiskinn einn uppi í gljúfri Veiði Góð veiði á Skagaheiði Veiði Fín veiði í Veiðivötnum Veiði