Studdi ekki framlag til að halda áfram saksókn gegn Geir 5. desember 2011 10:55 Atli Gíslason, formaður saksóknarnefndar Alþingis, sat hjá. Atli Gíslason alþingismaður studdi ekki 12 miljóna króna framlag til sérstaks saksóknara Alþingis svo hann gæti haldið áfram saksókninni gegn Geir H. Haarde fyrir Landsdómi. Í atkvæðagreiðslu um þennan lið eftir 2. umræðu um fjárlagafrumvarpið var Atli í hópi tólf þingmanna sem sátu hjá en hann var sem kunnugt er formaður þingmannanefndarinnar sem lagði til að Geir yrði ákærður. Tillagan var samþykkt með 28 atkvæðum gegn 14. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sögðu allir nei og gerði Birgir Ármannsson grein fyrir því fyrir hönd þingflokksins: ,,Við greiðum atkvæði um tillögu um fjárveitingu til embættis sérstaks saksóknara Alþingis vegna málaferla sem ákveðin voru á Alþingi fyrir ári. Afstaða okkar sjálfstæðismanna gagnvart þessum málaferlum hefur alltaf legið ljós fyrir og þess vegna munum við greiða atkvæði gegn þessari fjárveitingu þó að hún muni væntanlega ná í gegn. Við viljum undirstrika andstöðu okkar við málaferlin sem, eins og við margítrekuðum á síðasta ári, eru pólitískt leikrit, pólitísk aðför en ekki réttarfarslegt mál." Atli Gíslason útskýrði ekki hjásetu sína í atkvæðagreiðslunni undir þessum lið. Þegar fréttastofan innti hann skýringa sagði Atli í skriflegu svari að hjáseta sín hefði enga þýðingu um afstöðu sína í Landsdómsmálinu og vísaði til almennrar atkvæðaskýringar í upphafi atkvæðagreiðslunnar. Þar minnist Atli engu orði á viðbótarframlagið til saksóknara Alþingis en segist munu sitja hjá um flest atriði nema hvað hann muni styðja allar tillögur sem eru til aukningar á fjárframlögum til heilbrigðiskerfisins og löggæslu og nokkurra fleiri liða. Af þingmönnunum 28 sem studdu tillöguna var aðeins einn úr stjórnarandstöðu, Margrét Tryggvadóttir, en allir viðstaddir stjórnarliðar, 18 þingmenn Samfylkingarinnar og 9 þingmenn VG, studdu fjárveitingu til að halda málaferlum áfram gegn Geir. Auk Atla Gíslasonar sátu hjá þingmennirnir Ásmundur Einar Daðason, Birgitta Jónsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Eygló Harðardóttir, Guðmundur Steingrímsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson, Lilja Mósesdóttir, Siv Friðleifsdóttir, Vigdís Hauksdóttir og Þór Saari. Landsdómur Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Atli Gíslason alþingismaður studdi ekki 12 miljóna króna framlag til sérstaks saksóknara Alþingis svo hann gæti haldið áfram saksókninni gegn Geir H. Haarde fyrir Landsdómi. Í atkvæðagreiðslu um þennan lið eftir 2. umræðu um fjárlagafrumvarpið var Atli í hópi tólf þingmanna sem sátu hjá en hann var sem kunnugt er formaður þingmannanefndarinnar sem lagði til að Geir yrði ákærður. Tillagan var samþykkt með 28 atkvæðum gegn 14. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sögðu allir nei og gerði Birgir Ármannsson grein fyrir því fyrir hönd þingflokksins: ,,Við greiðum atkvæði um tillögu um fjárveitingu til embættis sérstaks saksóknara Alþingis vegna málaferla sem ákveðin voru á Alþingi fyrir ári. Afstaða okkar sjálfstæðismanna gagnvart þessum málaferlum hefur alltaf legið ljós fyrir og þess vegna munum við greiða atkvæði gegn þessari fjárveitingu þó að hún muni væntanlega ná í gegn. Við viljum undirstrika andstöðu okkar við málaferlin sem, eins og við margítrekuðum á síðasta ári, eru pólitískt leikrit, pólitísk aðför en ekki réttarfarslegt mál." Atli Gíslason útskýrði ekki hjásetu sína í atkvæðagreiðslunni undir þessum lið. Þegar fréttastofan innti hann skýringa sagði Atli í skriflegu svari að hjáseta sín hefði enga þýðingu um afstöðu sína í Landsdómsmálinu og vísaði til almennrar atkvæðaskýringar í upphafi atkvæðagreiðslunnar. Þar minnist Atli engu orði á viðbótarframlagið til saksóknara Alþingis en segist munu sitja hjá um flest atriði nema hvað hann muni styðja allar tillögur sem eru til aukningar á fjárframlögum til heilbrigðiskerfisins og löggæslu og nokkurra fleiri liða. Af þingmönnunum 28 sem studdu tillöguna var aðeins einn úr stjórnarandstöðu, Margrét Tryggvadóttir, en allir viðstaddir stjórnarliðar, 18 þingmenn Samfylkingarinnar og 9 þingmenn VG, studdu fjárveitingu til að halda málaferlum áfram gegn Geir. Auk Atla Gíslasonar sátu hjá þingmennirnir Ásmundur Einar Daðason, Birgitta Jónsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Eygló Harðardóttir, Guðmundur Steingrímsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson, Lilja Mósesdóttir, Siv Friðleifsdóttir, Vigdís Hauksdóttir og Þór Saari.
Landsdómur Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira