Indianapolis Colts hefur gefið það út að leikstjórnandinn Peyton Manning muni ekki spila neitt í vetur. Colts á tvo leiki eftir af tímabilinu.
Þetta var tilkynnt eftir leik liðsins gegn Tennessee í gær. Colts vann þá sinn fyrsta leik í vetur eftir að hafa tapað 13 fyrstu leikjum sínum í NFL-deildinni.
"Læknarnir hafa tekið þessa ákvörðun þar sem Peyton er stutt á veg kominn í endurhæfingarferlinu," sagði í yfirlýsingu Colts.
Manning er byrjaður að æfa á nýjan leik eftir að hafa farið í aðgerð á hálsi. Það var þriðja aðgerðin hans.
Mikil óvissa er um framtíð hans hjá félaginu en Colts gæti losað sig við hann eftir tímabilið og byrjað að byggja upp á nýtt með Andrew Luck sem kemur inn í nýliðavalið. Ákaflega efnilegur leikstjórnandi þar á ferðinni.
