Verðlækkun í Rússnesku ánum Karl Lúðvíksson skrifar 13. desember 2011 16:42 Menn sækja í stóru laxana í Rússlandi og nú á lægra verði Á sama tíma og veiðiréttareigendur hérlendis krefjast hækkana á árleigum þá lækka veiðileyfin í hinar heimsfrægu laxveiðiár á Kólaskaga. Rússnesku laxveiðiárnar hafa frá því um síðustu aldamót verið í mikilli samkeppni við þær íslensku, vegna þess að bitist er um sömu viðskiptavinina. Með þeim gengisbreytingum sem urðu á íslensku krónunni samfara hækkandi olíuverði á þyrlur sem notaðar eru á Kolaskaganum þá hefur samkeppnisstaða verið íslensku ánum í vil undanfarin ár. Nú lítur út fyrir að verulegar breytingar verði á, því að á sama tíma og fréttir berast af 20-50% hærra leiguverði á laxveiðiám hérlendis eru rússnesku árnar að lækka í verði á milli ára. Samkvæmt upplýsingum frá rekstraraðila hinar heimsþekktu Yokanga ár þá lækka verðin á vikunum um 5-25% á milli áranna 2011 og 2012. Kemur þetta til vegna þess að söluaðilar eru að aðlaga verð sín að breyttum kaupmætti viðskiptavina, sem að mestu koma frá Evrópu og Bretlandseyjum. Hið sama er upp á teningnum við þær laxveiðiár sem sennilega er einna þekktastar, Kharlovku, Litzu og Ryndu. Þar gaf nýr rekstraraðili út yfirlýsingu fyrir skömmu um að verð myndu lækka um 15-30% á milli áranna 2011 og 2012. Ástæðan er sú sama, en veiðileyfasalar þar í landi óttast verulega þau efnahagslegu umrót sem eiga sér stað beggja vegna Atlantshafsins. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Góð veiði á Skagaheiði Veiði 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Túnin víða svört af gæs Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði
Á sama tíma og veiðiréttareigendur hérlendis krefjast hækkana á árleigum þá lækka veiðileyfin í hinar heimsfrægu laxveiðiár á Kólaskaga. Rússnesku laxveiðiárnar hafa frá því um síðustu aldamót verið í mikilli samkeppni við þær íslensku, vegna þess að bitist er um sömu viðskiptavinina. Með þeim gengisbreytingum sem urðu á íslensku krónunni samfara hækkandi olíuverði á þyrlur sem notaðar eru á Kolaskaganum þá hefur samkeppnisstaða verið íslensku ánum í vil undanfarin ár. Nú lítur út fyrir að verulegar breytingar verði á, því að á sama tíma og fréttir berast af 20-50% hærra leiguverði á laxveiðiám hérlendis eru rússnesku árnar að lækka í verði á milli ára. Samkvæmt upplýsingum frá rekstraraðila hinar heimsþekktu Yokanga ár þá lækka verðin á vikunum um 5-25% á milli áranna 2011 og 2012. Kemur þetta til vegna þess að söluaðilar eru að aðlaga verð sín að breyttum kaupmætti viðskiptavina, sem að mestu koma frá Evrópu og Bretlandseyjum. Hið sama er upp á teningnum við þær laxveiðiár sem sennilega er einna þekktastar, Kharlovku, Litzu og Ryndu. Þar gaf nýr rekstraraðili út yfirlýsingu fyrir skömmu um að verð myndu lækka um 15-30% á milli áranna 2011 og 2012. Ástæðan er sú sama, en veiðileyfasalar þar í landi óttast verulega þau efnahagslegu umrót sem eiga sér stað beggja vegna Atlantshafsins. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Góð veiði á Skagaheiði Veiði 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Túnin víða svört af gæs Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði