Heitt súkkulaði 1. nóvember 2011 00:01 Uppskriftin er fyrir tvo. Þeir sem á annað borð velta kaffi eitthvað fyrir sér vita að kaffi er ekki það sama og kaffi. Tinna Jóhannsdóttir í Kaffifélaginu lærði sína kaffilist af Ítölum, en ítalska kaffigerðarhefðin leggur mikið upp úr nákvæmni. Hér gefur hún upskrift að hinum fullkomna súkkulaðibolla sem gott er að dreypa á á aðventunni. Tinna Jóhannsdóttir og Ben Stanley James Cockerill, kaffibarþjónn á Kaffifélaginu. Ég nota tvenns konar súkkulaði þegar ég útbý heitt súkkulaði. Af gömlum vana nota ég Siríus, en aðrar tegundir eru eflaust ágætar líka. 70% súkkulaðið gefur aukakraft og dýpt sem mér finnst ekki nást ef notað er eingöngu Konsúm eða annað sambærilegt. 300 ml nýmjólk 10-12 bitar Siríus Konsúm 5-6 bitar Síríus 70% Súkkulaðið er borið fram með þeyttum rjóma. Þegar ég geri fáa bolla finnst mér best að þeyta mjólkina og súkkulaðið saman með cappuccino-stútnum á espresso-vélinni minni því þá verður drykkurinn léttari. Annars nota ég súkkulaðipottinn hennar ömmu sem ég fékk fyrirfram í arf. Borið fram með þeyttum rjóma og skreytt með kakódufti. Jóladrykkir Jólafréttir Mest lesið Jólamatur frá Miðjarðarhafinu Jól Sálmur 89 - Sjá morgunstjarnan blikar blíð Jól Rjómalöguð sveppasúpa Jólin Elli í Jeff who?: Pakkar eru must Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 6. desember Jól Blandaður jólamatur - Gæsabollur og reykt gæsasalat Jólin Viðheldur týndri hefð Jól Helga Möller: Vill hafa alla fjölskylduna hjá sér á jólunum Jól Sálmur 88 - Sjá, himins opnast hlið Jól Sálmur 86 - Heiðra skulum vér Herran Krist Jól
Þeir sem á annað borð velta kaffi eitthvað fyrir sér vita að kaffi er ekki það sama og kaffi. Tinna Jóhannsdóttir í Kaffifélaginu lærði sína kaffilist af Ítölum, en ítalska kaffigerðarhefðin leggur mikið upp úr nákvæmni. Hér gefur hún upskrift að hinum fullkomna súkkulaðibolla sem gott er að dreypa á á aðventunni. Tinna Jóhannsdóttir og Ben Stanley James Cockerill, kaffibarþjónn á Kaffifélaginu. Ég nota tvenns konar súkkulaði þegar ég útbý heitt súkkulaði. Af gömlum vana nota ég Siríus, en aðrar tegundir eru eflaust ágætar líka. 70% súkkulaðið gefur aukakraft og dýpt sem mér finnst ekki nást ef notað er eingöngu Konsúm eða annað sambærilegt. 300 ml nýmjólk 10-12 bitar Siríus Konsúm 5-6 bitar Síríus 70% Súkkulaðið er borið fram með þeyttum rjóma. Þegar ég geri fáa bolla finnst mér best að þeyta mjólkina og súkkulaðið saman með cappuccino-stútnum á espresso-vélinni minni því þá verður drykkurinn léttari. Annars nota ég súkkulaðipottinn hennar ömmu sem ég fékk fyrirfram í arf. Borið fram með þeyttum rjóma og skreytt með kakódufti.
Jóladrykkir Jólafréttir Mest lesið Jólamatur frá Miðjarðarhafinu Jól Sálmur 89 - Sjá morgunstjarnan blikar blíð Jól Rjómalöguð sveppasúpa Jólin Elli í Jeff who?: Pakkar eru must Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 6. desember Jól Blandaður jólamatur - Gæsabollur og reykt gæsasalat Jólin Viðheldur týndri hefð Jól Helga Möller: Vill hafa alla fjölskylduna hjá sér á jólunum Jól Sálmur 88 - Sjá, himins opnast hlið Jól Sálmur 86 - Heiðra skulum vér Herran Krist Jól