Isavia málið: Tímamótadómur að mati lögfræðings BSRB Símon Birgisson skrifar 9. febrúar 2011 19:34 Tímamótadómur féll í Héraðsdómi Reykjaness í dag þegar ríkisfyrirtækið Ísavía var dæmt til að greiða konu miskabætur vegna kynferðislegrar áreitni af hálfu hátt setts yfirmanns. Lögmaður BSRB segir málið fordæmisgefandi. Yfirmaðurinn er enn við störf. „Við teljum að þetta sé fordæmisgefandi því það hefur ekki áður verið skilgreint hvað sé kynferðisleg áreitni samkvæmt jafnréttislögum og einnig hver viðbrögð atvinnurekenda eiga að vera í kjölfar þess að slík mál koma upp," segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir lögmaður BSRB. Upphaf málsins má rekja til þess að konan fór með tveimur yfirmönnum, framkvæmdastjóra sinnar deildar og svo yfireftirlitsmanni með öryggisatriðum fyrirtækisins, í vinnuferð í sumarbústað í Grímsnesi. Henni var tjáð að í ferðinni ætti að ræða um breytingar á starfi hennar. Um kvöldið reyndu mennirnir að fá konuna með sér ofan í heitan pott og tók konan þá eftir því að annar mannana var nakinn. Hún lokaði sig inn í herbergi. Síðar um kvöldið ruddist framkvæmdastjórinn inn í herbergið, þegar hann sat inn í stofu með konunni bað hann konuna um að taka í hönd sína. Í dómnum er vitnað í viðtal konunnar við lækni. Þar lýsir hún aðstæðum sem ógnandi, hún hafi upplifað algjört hjálparleysi á stað utan mannabyggða. „Í upphafi er málið ekki skilgreint sem kynferðisleg áreitni af hálfu þeirra. Og allt framhald málsins tekur mið af því. Þeir telja nægjanlegt aðgert með því að veita henni sálfræðiþjónustu. Svo rýrnar starf hennar svo um munar og við töldum að það væri lögbrot því það má ekki bitna á kvartanda það að hann hafi borið fram þessa kvörtun," segir Sonja. Viðbót 10. febrúar: Lögfræðingur BSRB hafði samband við fréttastofu og vildi undirstrika mál sitt: „Málið er fordæmisgefandi því í honum er tekin afstaða til þess hvort atvikið sem félagsmaður okkar lenti í teldist vera kynferðisleg áreitni. Þá er einnig fjallað um hvort viðbrögð atvinnurekanda hafi verið rétt. Því hefur málið mikla þýðingu fyrir allt launafólk þar sem í honum er að finna ákveðnar leiðbeiningar um hvernig atvinnurekendur skuli bregðast við kvörtunum vegna kynferðislegrar áreitni." „Atvinnurekandinn taldi að ekki hefði verið um kynferðislega áreitni að ræða og tóku viðbrögð hans og allar ákvarðanir varðandi konuna mið af því. Þeir töldu nægilega aðgert að veita henni sálfræðiþjónustu og töldu ekkert athugavert við að dregið hafi verið úr verkefnum og heimildum hennar í starfi. Í niðurstöðu dómsins kemur skýrt fram að óheimilt er að láta það bitna á starfsmanni að hann hafi kvartað yfir slíku athæfi líkt og var raunin í þessu máli." Fréttir Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira
Tímamótadómur féll í Héraðsdómi Reykjaness í dag þegar ríkisfyrirtækið Ísavía var dæmt til að greiða konu miskabætur vegna kynferðislegrar áreitni af hálfu hátt setts yfirmanns. Lögmaður BSRB segir málið fordæmisgefandi. Yfirmaðurinn er enn við störf. „Við teljum að þetta sé fordæmisgefandi því það hefur ekki áður verið skilgreint hvað sé kynferðisleg áreitni samkvæmt jafnréttislögum og einnig hver viðbrögð atvinnurekenda eiga að vera í kjölfar þess að slík mál koma upp," segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir lögmaður BSRB. Upphaf málsins má rekja til þess að konan fór með tveimur yfirmönnum, framkvæmdastjóra sinnar deildar og svo yfireftirlitsmanni með öryggisatriðum fyrirtækisins, í vinnuferð í sumarbústað í Grímsnesi. Henni var tjáð að í ferðinni ætti að ræða um breytingar á starfi hennar. Um kvöldið reyndu mennirnir að fá konuna með sér ofan í heitan pott og tók konan þá eftir því að annar mannana var nakinn. Hún lokaði sig inn í herbergi. Síðar um kvöldið ruddist framkvæmdastjórinn inn í herbergið, þegar hann sat inn í stofu með konunni bað hann konuna um að taka í hönd sína. Í dómnum er vitnað í viðtal konunnar við lækni. Þar lýsir hún aðstæðum sem ógnandi, hún hafi upplifað algjört hjálparleysi á stað utan mannabyggða. „Í upphafi er málið ekki skilgreint sem kynferðisleg áreitni af hálfu þeirra. Og allt framhald málsins tekur mið af því. Þeir telja nægjanlegt aðgert með því að veita henni sálfræðiþjónustu. Svo rýrnar starf hennar svo um munar og við töldum að það væri lögbrot því það má ekki bitna á kvartanda það að hann hafi borið fram þessa kvörtun," segir Sonja. Viðbót 10. febrúar: Lögfræðingur BSRB hafði samband við fréttastofu og vildi undirstrika mál sitt: „Málið er fordæmisgefandi því í honum er tekin afstaða til þess hvort atvikið sem félagsmaður okkar lenti í teldist vera kynferðisleg áreitni. Þá er einnig fjallað um hvort viðbrögð atvinnurekanda hafi verið rétt. Því hefur málið mikla þýðingu fyrir allt launafólk þar sem í honum er að finna ákveðnar leiðbeiningar um hvernig atvinnurekendur skuli bregðast við kvörtunum vegna kynferðislegrar áreitni." „Atvinnurekandinn taldi að ekki hefði verið um kynferðislega áreitni að ræða og tóku viðbrögð hans og allar ákvarðanir varðandi konuna mið af því. Þeir töldu nægilega aðgert að veita henni sálfræðiþjónustu og töldu ekkert athugavert við að dregið hafi verið úr verkefnum og heimildum hennar í starfi. Í niðurstöðu dómsins kemur skýrt fram að óheimilt er að láta það bitna á starfsmanni að hann hafi kvartað yfir slíku athæfi líkt og var raunin í þessu máli."
Fréttir Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira