Reyna að bregðast við áhlaupi á bankakerfið 6. febrúar 2011 12:11 Frá mótmælunum í Egyptalandi. Mynd/AFP Viðræður hefjast milli stjórnarandstöðuafla og varaforseta Egyptalands í dag. Ástandið í landinu er viðkvæmt, en Seðlabanki landsins hefur dælt hátt í hundrað milljörðum í banka landsins til að bregðast við áhlaupi á bankakerfið. Þrettándi dagur mótmæla í Kaíró og öðrum stórborgum Egyptalands er risinn, og enn er þess krafist að Hosni Mubarak, forseti landsins, fari frá völdum. Hann situr enn sem fastast, en ýmsir hátt settir leiðtogar stjórnmálaflokks forsetans sögðu af sér í gær, þeirra á meðal sonur Mubaraks og ýmsir ráðgjafar hans. Eftir það lýsti Bræðralag múslima sig reiðubúið að setjast til viðræðna við varaforseta landsins, en það er stærsta stjórnarandstöðuafl landsins og er skipað íslamistum. Bræðralagið hafði áður neitað að eiga nein samskipti við yfirvöld fyrr en Mubarak væri farinn frá völdum. Þeir hafa þó lýst því yfir að þeir muni hvergi hvika frá kröfum sínum þar um. Búist er við að fundir þeirra hefjist þegar í dag, en ýmsir mennta- og kaupsýslumenn koma einnig að viðræðunum. Egypskt yfirvöld reyna nú að koma aftur á reglu í landinu og vonast til að fólk taki að snúa aftur til vinnu, þótt fátt bendi til þess að mótmælendur séu að gefast upp eins og staðan er núna. Hagkerfi landsins er lamað, en bankar opnuðu þar í dag í fyrsta skipti í um viku. Seðlabanki landsins lagði þeim til lausafé að andvirði tæplega 100 milljarða króna til að mæta áhlaupi sem búist var við, en hundruð egypta biðu í röðum til að taka út sparifé sitt að því er Bloomberg fréttaveitan greinir frá. Egypska pundið féll um leið, og hefur ekki verið lægra gagnvart dollar í sex ár. Þá hefur ávöxtunarkrafa á egypsk skuldabréf hækkað og gæti farið upp í allt að þrjátíu prósent, en hlutabréfamarkaðir eru enn lokaðir eftir að aðalvísitala landsins féll um 16 prósent í vikunni sem mótmælin hófust. Þá er tekið að bera á vöruskorti og hækkun vöruverðs, þó það sé litið jákvæðum augum að umferð virðist vera að færast í eðlilegt horf. Áfram verður mótmælt á Tahrir torgi í dag, en þar hefur miðstöð mótmælanna verið. Þar verður kristileg messa haldin síðdegis, en múslimar í hópi mótmælenda hafa heitið því að mynda hring umhverfis kristnu mótmælendurna til að verja þá á meðan. Engar fregnir hafa borist af verulegum ófrið eða átökum um helgina. Fréttir Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Viðræður hefjast milli stjórnarandstöðuafla og varaforseta Egyptalands í dag. Ástandið í landinu er viðkvæmt, en Seðlabanki landsins hefur dælt hátt í hundrað milljörðum í banka landsins til að bregðast við áhlaupi á bankakerfið. Þrettándi dagur mótmæla í Kaíró og öðrum stórborgum Egyptalands er risinn, og enn er þess krafist að Hosni Mubarak, forseti landsins, fari frá völdum. Hann situr enn sem fastast, en ýmsir hátt settir leiðtogar stjórnmálaflokks forsetans sögðu af sér í gær, þeirra á meðal sonur Mubaraks og ýmsir ráðgjafar hans. Eftir það lýsti Bræðralag múslima sig reiðubúið að setjast til viðræðna við varaforseta landsins, en það er stærsta stjórnarandstöðuafl landsins og er skipað íslamistum. Bræðralagið hafði áður neitað að eiga nein samskipti við yfirvöld fyrr en Mubarak væri farinn frá völdum. Þeir hafa þó lýst því yfir að þeir muni hvergi hvika frá kröfum sínum þar um. Búist er við að fundir þeirra hefjist þegar í dag, en ýmsir mennta- og kaupsýslumenn koma einnig að viðræðunum. Egypskt yfirvöld reyna nú að koma aftur á reglu í landinu og vonast til að fólk taki að snúa aftur til vinnu, þótt fátt bendi til þess að mótmælendur séu að gefast upp eins og staðan er núna. Hagkerfi landsins er lamað, en bankar opnuðu þar í dag í fyrsta skipti í um viku. Seðlabanki landsins lagði þeim til lausafé að andvirði tæplega 100 milljarða króna til að mæta áhlaupi sem búist var við, en hundruð egypta biðu í röðum til að taka út sparifé sitt að því er Bloomberg fréttaveitan greinir frá. Egypska pundið féll um leið, og hefur ekki verið lægra gagnvart dollar í sex ár. Þá hefur ávöxtunarkrafa á egypsk skuldabréf hækkað og gæti farið upp í allt að þrjátíu prósent, en hlutabréfamarkaðir eru enn lokaðir eftir að aðalvísitala landsins féll um 16 prósent í vikunni sem mótmælin hófust. Þá er tekið að bera á vöruskorti og hækkun vöruverðs, þó það sé litið jákvæðum augum að umferð virðist vera að færast í eðlilegt horf. Áfram verður mótmælt á Tahrir torgi í dag, en þar hefur miðstöð mótmælanna verið. Þar verður kristileg messa haldin síðdegis, en múslimar í hópi mótmælenda hafa heitið því að mynda hring umhverfis kristnu mótmælendurna til að verja þá á meðan. Engar fregnir hafa borist af verulegum ófrið eða átökum um helgina.
Fréttir Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira