Íslenskar útgerðir á umdeildu hafsvæði 23. febrúar 2011 10:15 Þorsteinn Már Baldvinsson Íslensk útgerðarfyrirtæki hafa um árabil stundað fiskveiðar á umdeildu hafsvæði út frá ströndum Vestur-Sahara. Evrópusambandið (ESB) hefur löngum haft veiðiheimildir á svæðinu í krafti samnings við Marokkó, sem hefur stjórnað Vestur-Sahara frá árinu 1975 í óþökk flestra landsmanna og ýmissa ríkja og alþjóðastofnana. Samningur ESB og Marokkó, sem útilokar ekki að veitt sé á landgrunni Vestur-Sahara, rennur út í lok mánaðar, en sjávarútvegsráðherrar ESB samþykktu á fundi á mánudag að ganga til samninga við Marokkó á ný. Þar var ekki minnst á stöðuna í Vestur-Sahara. Ekki var þó einhugur meðal aðildarríkja því að Svíþjóð, Danmörk og Bretland kusu gegn því að ganga til samninga við Marokkó, og Þýskaland og Finnland sátu hjá. Um er að ræða hagsmunamál fyrir ESB þar sem ellefu aðildarríki stunda veiðar innan svæðis Marokkó, þar með talið á hafsvæði Vestur-Sahara. Í gegnum árin hafa íslensk útgerðarfyrirtæki haslað sér völl á hafsvæðinu út frá vesturströnd Afríku og sum þeirra á hafsvæðinu umdeilda. Þeirra á meðal er Sæblóm, sem var með mikil umsvif í borginni Laayoune, en er nú gjaldþrota. Einn af fyrrum forsvarsmönnum Sæblóms, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði í samtali við Fréttablaðið að hann hafi vitað af deilum, en hafi sjálfur ekki orðið var við þær á sínum tíma.Þá voru skip frá Samherja á umræddu svæði við veiðar á makríl, hestamakríl og sardínu. Heildarafli síðasta árs var 60.000 tonn, en Samherjaskip hafa hins vegar ekki verið þar síðustu mánuði, að sögn forstjórans Þorsteins Más Baldvinssonar. Í samtali við Fréttablaðið segir Þorsteinn Már að þó að málið sé pólitískt umdeilt séu fjölmargir að veiðum á svæðinu. Skip Samherja hafi verið þrjú talsins fram á síðasta ár og bæði veitt úr kvóta ESB og samkvæmt samningi við stjórnvöld í Marokkó. Spurður hvort þeir hygðu á frekari veiðar á svæðinu í framtíðinni sagði Þorsteinn að málið væri í skoðun. Hann sagði deilurnar ekki munu hafa áhrif á framtíðarstefnu Samherja á svæðinu. „Nei. Við erum ekki að blanda okkur í innanríkismál." [email protected] Fréttir Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Íslensk útgerðarfyrirtæki hafa um árabil stundað fiskveiðar á umdeildu hafsvæði út frá ströndum Vestur-Sahara. Evrópusambandið (ESB) hefur löngum haft veiðiheimildir á svæðinu í krafti samnings við Marokkó, sem hefur stjórnað Vestur-Sahara frá árinu 1975 í óþökk flestra landsmanna og ýmissa ríkja og alþjóðastofnana. Samningur ESB og Marokkó, sem útilokar ekki að veitt sé á landgrunni Vestur-Sahara, rennur út í lok mánaðar, en sjávarútvegsráðherrar ESB samþykktu á fundi á mánudag að ganga til samninga við Marokkó á ný. Þar var ekki minnst á stöðuna í Vestur-Sahara. Ekki var þó einhugur meðal aðildarríkja því að Svíþjóð, Danmörk og Bretland kusu gegn því að ganga til samninga við Marokkó, og Þýskaland og Finnland sátu hjá. Um er að ræða hagsmunamál fyrir ESB þar sem ellefu aðildarríki stunda veiðar innan svæðis Marokkó, þar með talið á hafsvæði Vestur-Sahara. Í gegnum árin hafa íslensk útgerðarfyrirtæki haslað sér völl á hafsvæðinu út frá vesturströnd Afríku og sum þeirra á hafsvæðinu umdeilda. Þeirra á meðal er Sæblóm, sem var með mikil umsvif í borginni Laayoune, en er nú gjaldþrota. Einn af fyrrum forsvarsmönnum Sæblóms, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði í samtali við Fréttablaðið að hann hafi vitað af deilum, en hafi sjálfur ekki orðið var við þær á sínum tíma.Þá voru skip frá Samherja á umræddu svæði við veiðar á makríl, hestamakríl og sardínu. Heildarafli síðasta árs var 60.000 tonn, en Samherjaskip hafa hins vegar ekki verið þar síðustu mánuði, að sögn forstjórans Þorsteins Más Baldvinssonar. Í samtali við Fréttablaðið segir Þorsteinn Már að þó að málið sé pólitískt umdeilt séu fjölmargir að veiðum á svæðinu. Skip Samherja hafi verið þrjú talsins fram á síðasta ár og bæði veitt úr kvóta ESB og samkvæmt samningi við stjórnvöld í Marokkó. Spurður hvort þeir hygðu á frekari veiðar á svæðinu í framtíðinni sagði Þorsteinn að málið væri í skoðun. Hann sagði deilurnar ekki munu hafa áhrif á framtíðarstefnu Samherja á svæðinu. „Nei. Við erum ekki að blanda okkur í innanríkismál." [email protected]
Fréttir Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira