Aldrei verið sóst eftir mælingum á mengun 23. febrúar 2011 06:00 Niðurrif Um 800 íbúðir í eigu Félagsbústaða voru reistar á þeim tíma sem PCB var notað í byggingarefni.fréttablaðið/hari Stefán Gíslason Hvorki verktakar né eigendur gamalla bygginga hafa nokkru sinni leitað eftir því að kannað sé hvort PCB-efni, sem flokkast sem krabbameinsvaldandi, leynist í húsum vegna niðurrifs eða viðhalds. Engin rannsókn hefur heldur verið gerð á því hvort, og þá í hversu miklu magni, PCB leynist í gömlum byggingum. Þeir sem taka mengunarhættuna alvarlega hafa engar upplýsingar um hvert á að leita. Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur hjá UMÍS ehf. Environice, hefur vakið athygli á því að fyrst ekki hefur verið sýnt fram á að efnin finnist ekki í skaðlegu magni sé ástæða til að óttast að svo sé. Rannsókn Stefáns árið 2004 á PCB-mengun sýndi að tugi tonna af eiturefnunum er að öllum líkindum að finna í byggingum sem reistar voru hér á árabilinu 1956 til 1980. Það hafa sérfræðingar Umhverfisráðuneytisins staðfest, og telja enga ástæðu til að halda að minna sé af efnunum en í nágrannalöndunum. Kristín Ólafsdóttir, deildarstjóri eiturefnadeildar hjá Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði Háskóla Íslands, segir að stofan gæti annast rannsókn á PCB-efnum í byggingum og úrgangi vegna niðurrifs eða viðhalds. Hins vegar hafi aldrei verið farið fram á slíkt. „Það værum við sem myndum gera slík próf ef það væri einhver eftirspurn eftir því.“ Kristín segir að klárlega sé PCB að finna í gömlum byggingum hér á landi en ekki liggi fyrir rannsóknir á því í hversu miklu magni. Stefán Gíslason telur hins vegar að návist við efnin hafi mikla heilsufarsáhættu í för með sér og það sé ástæðan fyrir því byggingaverkamenn sem vinna við viðhald og niðurrif séu taldir í sérstakri hættu. Félagsbústaðir, hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar sem á og rekur félagslegar leiguíbúðir, hafa um árabil haft þá vinnureglu að umgangast gamlar byggingar í þeirra eigu með það í huga að af þeim stafi mengunarhætta, þar á meðal vegna PCB. Þórarinn Magnússon, forstöðumaður framkvæmdadeildar Félagsbústaða, segir að prufur hafi verið teknar til að kanna efnainnihald við viðhald bygginga Félagsbústaða. Þær séu hins vegar enn í geymslu. „Við gáfumst upp á að láta rannsaka þetta hérna heima og gefum okkur það að þetta sé mengað.“ [email protected] Fréttir Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Stefán Gíslason Hvorki verktakar né eigendur gamalla bygginga hafa nokkru sinni leitað eftir því að kannað sé hvort PCB-efni, sem flokkast sem krabbameinsvaldandi, leynist í húsum vegna niðurrifs eða viðhalds. Engin rannsókn hefur heldur verið gerð á því hvort, og þá í hversu miklu magni, PCB leynist í gömlum byggingum. Þeir sem taka mengunarhættuna alvarlega hafa engar upplýsingar um hvert á að leita. Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur hjá UMÍS ehf. Environice, hefur vakið athygli á því að fyrst ekki hefur verið sýnt fram á að efnin finnist ekki í skaðlegu magni sé ástæða til að óttast að svo sé. Rannsókn Stefáns árið 2004 á PCB-mengun sýndi að tugi tonna af eiturefnunum er að öllum líkindum að finna í byggingum sem reistar voru hér á árabilinu 1956 til 1980. Það hafa sérfræðingar Umhverfisráðuneytisins staðfest, og telja enga ástæðu til að halda að minna sé af efnunum en í nágrannalöndunum. Kristín Ólafsdóttir, deildarstjóri eiturefnadeildar hjá Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði Háskóla Íslands, segir að stofan gæti annast rannsókn á PCB-efnum í byggingum og úrgangi vegna niðurrifs eða viðhalds. Hins vegar hafi aldrei verið farið fram á slíkt. „Það værum við sem myndum gera slík próf ef það væri einhver eftirspurn eftir því.“ Kristín segir að klárlega sé PCB að finna í gömlum byggingum hér á landi en ekki liggi fyrir rannsóknir á því í hversu miklu magni. Stefán Gíslason telur hins vegar að návist við efnin hafi mikla heilsufarsáhættu í för með sér og það sé ástæðan fyrir því byggingaverkamenn sem vinna við viðhald og niðurrif séu taldir í sérstakri hættu. Félagsbústaðir, hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar sem á og rekur félagslegar leiguíbúðir, hafa um árabil haft þá vinnureglu að umgangast gamlar byggingar í þeirra eigu með það í huga að af þeim stafi mengunarhætta, þar á meðal vegna PCB. Þórarinn Magnússon, forstöðumaður framkvæmdadeildar Félagsbústaða, segir að prufur hafi verið teknar til að kanna efnainnihald við viðhald bygginga Félagsbústaða. Þær séu hins vegar enn í geymslu. „Við gáfumst upp á að láta rannsaka þetta hérna heima og gefum okkur það að þetta sé mengað.“ [email protected]
Fréttir Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira