Fréttaskýring: Stórfyrirtæki vega þungt í tekjunum 24. febrúar 2011 20:00 Álver Fjarðaáls er meðal þess sem leitt hefur til tekjuauka fyrir Fjarðabyggð, sem nú hefur tekið fram úr Garðabæ í útreiknuðum meðaltekjum sveitarfélaga miðað við íbúafjölda. Fréttablaðið/Pjetur Hverjar eru tekjur sveitarfélaga í hlutfalli við íbúafjölda? Fjarðabyggð og Garðabær eru tekjuhæstu sveitarfélög landsins árið 2010 ef miðað er við meðaltekjur þéttbýlissveitarfélaga með fleiri en 650 íbúa. Samkvæmt tölum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga námu meðaltekjur á hvern íbúa í Fjarðabyggð 537.150 krónum og 536.933 krónum í Garðabæ. Í þriðja sæti er svo Sandgerði með rúmar 535 þúsund krónur á hvern íbúa. Undanfarin ár hefur Garðabær verið með hæstu tekjur sveitarfélaga miðað við íbúafjölda en Fjarðabyggð hefur nú náð fyrsta sætinu. Þá hafa tekjur Fjarðabyggðar aukist á undanförnum árum, meðal annars með tilkomu álvers Fjarðaáls á Reyðarfirði. Til samanburðar má nefna að Reykjavík er í sjötta sæti listans með meðaltekjur á hvern íbúa upp á 486.427 krónur. Borgin trónir hins vegar eðlilega hæst á listanum yfir tekjuhæstu sveitarfélögin, enda með langflesta íbúa. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, segir spila inn í góða niðurstöðu sveitarfélagsins að í því séu útsvarstekjur á mann góðar. „Svo njótum við þess að hér eru sterk fyrirtæki, svo sem álverið, sjávarútvegsfyrirtæki og ýmis fyrirtæki önnur, sem borga fasteignaskatta. Af þessu skýrist þetta." Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð, segir góðar tekjur sveitarfélagins hjálpa til við tiltölulega þungan rekstur, enda sé sveitarfélagið stórt og landfræðin setji því hömlur í hagræðingu.Ef horft er til fámennari sveitarfélaga, þar sem íbúar eru færri en 650, er Fljótsdalshreppur tekjuhæstur með 1.424.511 krónur á hvern íbúa. Sveitarfélagið, sem telur 89 íbúa, nýtur góðs af háum tekjum vegna Kárahnjúkavirkjunar. Í öðru sæti kemur svo Grímsnes- og Grafningshreppur með tekur upp 1.041.165 krónur fyrir hvern sinna 415 íbúa. Þar nýtur sveitarfélagið tekna af virkjunum, margvíslegri atvinnustarfsemi og umfangsmikilli sumarhúsabyggð. Í útreikningum vegna tekjujöfnunarframlaga 2010 er miðað við íbúafjölda sveitarfélaga 1. desember 2009, en sjóðurinn birti endanlega úthlutun tekjujöfnunarframlaga vegna síðasta árs undir lok desember síðastliðins. Við útreikninginn er horft til tekna miðað við hámarksálagningu útsvars og fasteignagjalda og tekna sveitarfélaga af meiriháttar fasteignaálagningu og framleiðslugjaldi. Útreikningar einstakra sveitarfélaga á meðaltekjum á íbúa geta því verið lægri tölur, þar sem þau fullnýta ekki öll heimild til álagningar útsvars og fasteignaskatts. [email protected] Fréttir Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira
Hverjar eru tekjur sveitarfélaga í hlutfalli við íbúafjölda? Fjarðabyggð og Garðabær eru tekjuhæstu sveitarfélög landsins árið 2010 ef miðað er við meðaltekjur þéttbýlissveitarfélaga með fleiri en 650 íbúa. Samkvæmt tölum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga námu meðaltekjur á hvern íbúa í Fjarðabyggð 537.150 krónum og 536.933 krónum í Garðabæ. Í þriðja sæti er svo Sandgerði með rúmar 535 þúsund krónur á hvern íbúa. Undanfarin ár hefur Garðabær verið með hæstu tekjur sveitarfélaga miðað við íbúafjölda en Fjarðabyggð hefur nú náð fyrsta sætinu. Þá hafa tekjur Fjarðabyggðar aukist á undanförnum árum, meðal annars með tilkomu álvers Fjarðaáls á Reyðarfirði. Til samanburðar má nefna að Reykjavík er í sjötta sæti listans með meðaltekjur á hvern íbúa upp á 486.427 krónur. Borgin trónir hins vegar eðlilega hæst á listanum yfir tekjuhæstu sveitarfélögin, enda með langflesta íbúa. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, segir spila inn í góða niðurstöðu sveitarfélagsins að í því séu útsvarstekjur á mann góðar. „Svo njótum við þess að hér eru sterk fyrirtæki, svo sem álverið, sjávarútvegsfyrirtæki og ýmis fyrirtæki önnur, sem borga fasteignaskatta. Af þessu skýrist þetta." Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð, segir góðar tekjur sveitarfélagins hjálpa til við tiltölulega þungan rekstur, enda sé sveitarfélagið stórt og landfræðin setji því hömlur í hagræðingu.Ef horft er til fámennari sveitarfélaga, þar sem íbúar eru færri en 650, er Fljótsdalshreppur tekjuhæstur með 1.424.511 krónur á hvern íbúa. Sveitarfélagið, sem telur 89 íbúa, nýtur góðs af háum tekjum vegna Kárahnjúkavirkjunar. Í öðru sæti kemur svo Grímsnes- og Grafningshreppur með tekur upp 1.041.165 krónur fyrir hvern sinna 415 íbúa. Þar nýtur sveitarfélagið tekna af virkjunum, margvíslegri atvinnustarfsemi og umfangsmikilli sumarhúsabyggð. Í útreikningum vegna tekjujöfnunarframlaga 2010 er miðað við íbúafjölda sveitarfélaga 1. desember 2009, en sjóðurinn birti endanlega úthlutun tekjujöfnunarframlaga vegna síðasta árs undir lok desember síðastliðins. Við útreikninginn er horft til tekna miðað við hámarksálagningu útsvars og fasteignagjalda og tekna sveitarfélaga af meiriháttar fasteignaálagningu og framleiðslugjaldi. Útreikningar einstakra sveitarfélaga á meðaltekjum á íbúa geta því verið lægri tölur, þar sem þau fullnýta ekki öll heimild til álagningar útsvars og fasteignaskatts. [email protected]
Fréttir Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira