Vill ekki predika yfir fólki 24. febrúar 2011 22:00 pj harvey Áttunda hljóðversplata PJ Harvey, Let England Shake, er nýkomin út. Platan fær mjög góða dóma.nordicphotos/getty f Áttunda plata ensku söngkonunnar PJ Harvey, Let England Shake, er nýkomin út. Í textunum leitar hún í fyrsta sinn út á við í stað þess að kafa ofan í eigið tilfinningalíf. Let England Shake var tekin upp í enskri kirkju síðasta vor með aðstoð Johns Parish, Micks Harvey og upptökustjórans Flood sem hafa allir unnið áður með söngkonunni. Á plötunni ákvað PJ Harvey að leita út á við í textagerð sinni og fjalla um málefni líðandi stundar. Hún gerir sér samt grein fyrir því að hún er fyrst og fremst tónlistarmaður og reynir að syngja eins og einhver sem fylgist með stjórnmálum utan frá. „Mér finnst það betra vegna þess að þegar stjórnmálum er blandað saman við tónlist finnst mér oft eins og verið sé að predika yfir mér og ég hef engan áhuga á að taka þátt í slíku,“ sagði hún í viðtali við BBC. Polly Jean Harvey fæddist 9. október 1969. Hún varð fljótt heltekin af alls konar tónlist. Foreldrar hennar voru miklir aðdáendur bandarískrar blústónlistar og tónlistarmannsins sáluga Captain Beefheart og á yngri árum hlustaði hún á nýrómantísk bönd á borð við Soft Cell, Duran Duran og Spandau Ballet. Á unglingsárunum tóku síðan við bandarískar rokksveitir eins og Pixies, Television og Slint. Árið 1991 stofnaði hún tríó sem hét einfaldlega PJ Harvey og ári síðar kom út fyrsta platan, Dry, sem hlaut mjög góðar viðtökur. Grípandi rokkið þar sem kröftug rödd Harvey fékk að njóta sín féll vel í kramið. Tímaritið NME gaf henni 9 af 10 í einkunn og Rolling Stone kaus Harvey lagahöfund ársins og besta kvenkyns nýliðann. Ári síðar kom út platan Rid Of Me þar sem Steve Albini var upptökustjóri. Útkoman var hrá eins og við er að búast þegar Albini er annars vegar. Dómarnir voru góðir en platan þótti ekki eins aðgengileg og sú síðasta. Tilnefning til bresku Mercury-verðlaunanna sýndi þó að Harvey var að festa sig í sessi í tónlistarbransanum. Næsta plata, To Bring You My Love, var tekin upp af Flood sem hefur starfað með U2, Depeche Mode og Sigur Rós. Í þetta sinn var PJ Harvey-tríóið hætt og söngkonan ein á báti. Hljómurinn var undir bandarískum blúsáhrifum og með plötunni náði Harvey í fyrsta sinn almennum vinsældum. Dómar voru góðir víða um heim og sölutölur þær hæstu til þessa. Sömuleiðis var platan tilnefnd til tvennra Grammy-verðlauna og til Mercury-verðlaunanna í annað sinn. Sumir telja að næsta plata hennar, Stories From the City Stories, From the Sea, sé sú besta frá PJ Harvey til þessa. Þar söng hún um ást sína á New York-borg og seldist platan í einni milljón eintaka. Grammy-tilnefningarnar voru aftur tvær en í þetta sinn hlaut hún Mercury-verðlaunin í þriðju tilraun. Plöturnar Uh Huh Her og White Chalk fylgdu síðan í kjölfarið og núna er röðin komin að Let England Shake. Hún hefur fengið frábæra dóma, þar á meðal fimm stjörnur í tímaritinu Q, og þykir á meðal hennar bestu verka, sem eru sérlega góð meðmæli þegar PJ Harvey er annars vegar. [email protected]f Lífið Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
f Áttunda plata ensku söngkonunnar PJ Harvey, Let England Shake, er nýkomin út. Í textunum leitar hún í fyrsta sinn út á við í stað þess að kafa ofan í eigið tilfinningalíf. Let England Shake var tekin upp í enskri kirkju síðasta vor með aðstoð Johns Parish, Micks Harvey og upptökustjórans Flood sem hafa allir unnið áður með söngkonunni. Á plötunni ákvað PJ Harvey að leita út á við í textagerð sinni og fjalla um málefni líðandi stundar. Hún gerir sér samt grein fyrir því að hún er fyrst og fremst tónlistarmaður og reynir að syngja eins og einhver sem fylgist með stjórnmálum utan frá. „Mér finnst það betra vegna þess að þegar stjórnmálum er blandað saman við tónlist finnst mér oft eins og verið sé að predika yfir mér og ég hef engan áhuga á að taka þátt í slíku,“ sagði hún í viðtali við BBC. Polly Jean Harvey fæddist 9. október 1969. Hún varð fljótt heltekin af alls konar tónlist. Foreldrar hennar voru miklir aðdáendur bandarískrar blústónlistar og tónlistarmannsins sáluga Captain Beefheart og á yngri árum hlustaði hún á nýrómantísk bönd á borð við Soft Cell, Duran Duran og Spandau Ballet. Á unglingsárunum tóku síðan við bandarískar rokksveitir eins og Pixies, Television og Slint. Árið 1991 stofnaði hún tríó sem hét einfaldlega PJ Harvey og ári síðar kom út fyrsta platan, Dry, sem hlaut mjög góðar viðtökur. Grípandi rokkið þar sem kröftug rödd Harvey fékk að njóta sín féll vel í kramið. Tímaritið NME gaf henni 9 af 10 í einkunn og Rolling Stone kaus Harvey lagahöfund ársins og besta kvenkyns nýliðann. Ári síðar kom út platan Rid Of Me þar sem Steve Albini var upptökustjóri. Útkoman var hrá eins og við er að búast þegar Albini er annars vegar. Dómarnir voru góðir en platan þótti ekki eins aðgengileg og sú síðasta. Tilnefning til bresku Mercury-verðlaunanna sýndi þó að Harvey var að festa sig í sessi í tónlistarbransanum. Næsta plata, To Bring You My Love, var tekin upp af Flood sem hefur starfað með U2, Depeche Mode og Sigur Rós. Í þetta sinn var PJ Harvey-tríóið hætt og söngkonan ein á báti. Hljómurinn var undir bandarískum blúsáhrifum og með plötunni náði Harvey í fyrsta sinn almennum vinsældum. Dómar voru góðir víða um heim og sölutölur þær hæstu til þessa. Sömuleiðis var platan tilnefnd til tvennra Grammy-verðlauna og til Mercury-verðlaunanna í annað sinn. Sumir telja að næsta plata hennar, Stories From the City Stories, From the Sea, sé sú besta frá PJ Harvey til þessa. Þar söng hún um ást sína á New York-borg og seldist platan í einni milljón eintaka. Grammy-tilnefningarnar voru aftur tvær en í þetta sinn hlaut hún Mercury-verðlaunin í þriðju tilraun. Plöturnar Uh Huh Her og White Chalk fylgdu síðan í kjölfarið og núna er röðin komin að Let England Shake. Hún hefur fengið frábæra dóma, þar á meðal fimm stjörnur í tímaritinu Q, og þykir á meðal hennar bestu verka, sem eru sérlega góð meðmæli þegar PJ Harvey er annars vegar. [email protected]f
Lífið Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp