Samkeppnisbrotasektir 2,3 milljarðar á þremur árum - fréttaskýring 16. mars 2011 21:00 Húsleit Halldór Guðbjarnason forstjóri greinir fjölmiðlum frá viðbrögðum sínum við húsleit samkeppnisyfirvalda í Visa sumarið 2006. Í kjölfar hennar samdi fyrirtækið um að greiða 385 milljónir í stjórnvaldssekt.fréttablaðið/E.Ól. Hvaða fyrirtæki og samtök hafa orðið uppvís að brotum á samkeppnislögum á síðustu árum og hvað hafa þau greitt í sektir? Fyrirtækjum og samtökum var gert, eða þau sömdu um, að greiða samtals rúmlega 2,3 milljarða króna vegna brota á samkeppnislögum á árunum 2008 til 2010. Skipti, móðurfélag Símans og Tæknivara, greiddu hæstu einstöku sektina á þessu árabili, 400 milljónir vegna ólögmæts samráðs árið 2010. Árið áður var Símanum gert að greiða 150 milljónir í sekt vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Hagar hafa á hinn bóginn greitt hæstu samanlögðu fjárhæðina á árunum 2008 til 2010. Fyrstnefnda árið var fyrirtækið sektað um 315 milljónir vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu, um 20 milljónir 2009 vegna brots á banni við framkvæmd samruna og um 270 milljónir í fyrra vegna ólögmæts samráðs. Samtals hefur Högum því verið gert að greiða 605 milljónir vegna brota á samkeppnislögum á þessum þremur árum. Hæsta sekt í einu máli varðaði brot stóru kortafyrirtækjanna sem samið var um lausn á 2008. Var þeim gert að greiða samtals 735 milljónir. Það er lægri fjárhæð en olíufélögin voru sektuð um vegna samráðsmáls þeirra. Sekt þeirra var í fyrstu ákveðin samtals 2,6 milljarðar en áfrýjunarnefnd lækkaði fjárhæðina í um einn og hálfan milljarð. Á þessum þremur árum voru fimm samtök fundin sek um brot á samkeppnislögum. Það eru Samtök atvinnurekenda í raf- og tölvuiðnaði, Félag íslenskra stórkaupamanna (nú Félag atvinnurekenda), Bændasamtökin, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu. [email protected] Fréttir Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira
Hvaða fyrirtæki og samtök hafa orðið uppvís að brotum á samkeppnislögum á síðustu árum og hvað hafa þau greitt í sektir? Fyrirtækjum og samtökum var gert, eða þau sömdu um, að greiða samtals rúmlega 2,3 milljarða króna vegna brota á samkeppnislögum á árunum 2008 til 2010. Skipti, móðurfélag Símans og Tæknivara, greiddu hæstu einstöku sektina á þessu árabili, 400 milljónir vegna ólögmæts samráðs árið 2010. Árið áður var Símanum gert að greiða 150 milljónir í sekt vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Hagar hafa á hinn bóginn greitt hæstu samanlögðu fjárhæðina á árunum 2008 til 2010. Fyrstnefnda árið var fyrirtækið sektað um 315 milljónir vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu, um 20 milljónir 2009 vegna brots á banni við framkvæmd samruna og um 270 milljónir í fyrra vegna ólögmæts samráðs. Samtals hefur Högum því verið gert að greiða 605 milljónir vegna brota á samkeppnislögum á þessum þremur árum. Hæsta sekt í einu máli varðaði brot stóru kortafyrirtækjanna sem samið var um lausn á 2008. Var þeim gert að greiða samtals 735 milljónir. Það er lægri fjárhæð en olíufélögin voru sektuð um vegna samráðsmáls þeirra. Sekt þeirra var í fyrstu ákveðin samtals 2,6 milljarðar en áfrýjunarnefnd lækkaði fjárhæðina í um einn og hálfan milljarð. Á þessum þremur árum voru fimm samtök fundin sek um brot á samkeppnislögum. Það eru Samtök atvinnurekenda í raf- og tölvuiðnaði, Félag íslenskra stórkaupamanna (nú Félag atvinnurekenda), Bændasamtökin, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu. [email protected]
Fréttir Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira