Langur kafli ævinnar að baki 16. mars 2011 05:30 Þórir kvaddi marga trausta viðskiptavini í Vísi í gær. Í þeim hópi var Sigurveig Káradóttir. Hún hefur skipt lengi við Þóri og fyrir nokkrum árum urðu viðskiptin gagnkvæm þegar hún hóf að framleiða hollustukökur sem seldar eru í Vísi og víðar. Fréttablaðið/GVA Þórir Sigurbjörnsson, kaupmaður í versluninni Vísi við Laugaveg, afgreiddi viðskiptavini sína í síðasta sinn í gær. Hann ætlar að setjast í helgan stein eftir langa vakt. „Það stendur margt til. Við hjónin höfum komið okkur upp ýmsum áhugamálum eins og að ferðast um landið, leika golf og veiða silung og við ætlum að sinna þeim," sagði Þórir. Langur kafli ævi hans og raunar fjölskyldunnar allrar er að baki. Vísir var stofnaður 1915 en Sigurbjörn Björnsson, faðir Þóris, keypti verslunina 1948. Á barnsaldri byrjaði Þórir að sendast og annast önnur léttaverk fyrir föður sinn. 1959 tók hann við rekstrinum og eignaðist svo búðina 1974. „Ég hætti mjög sáttur enda hefur þetta verið afbragðstími. Bæði hef ég verið heppinn með samstarfsfólk og eins hafa viðskiptavinirnir skemmt mér alveg stórkostlega. Síðustu árin hafa svo barnabörnin mín unnið hérna með mér og það hefur gefið mér mikið og þeim vonandi líka margt gott." Þórir býr í efri byggðum borgarinnar en ætlar að halda áfram að koma í miðborgina þótt ekki sæki hann þangað vinnu. „Ég þarf að heimsækja þá sem ég þekki og hef verið kunnugur áratugum saman. Það er ekki hægt að slíta því sambandi." Þótt Þórir hafi kvatt heldur Vísir áfram. „Það tekur afbragðsfólk við," segir Þórir en Sigurður Guðmundsson kaupmaður hefur fest kaup á Vísi og hyggst reka í óbreyttri mynd. - bþs Fréttir Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira
Þórir Sigurbjörnsson, kaupmaður í versluninni Vísi við Laugaveg, afgreiddi viðskiptavini sína í síðasta sinn í gær. Hann ætlar að setjast í helgan stein eftir langa vakt. „Það stendur margt til. Við hjónin höfum komið okkur upp ýmsum áhugamálum eins og að ferðast um landið, leika golf og veiða silung og við ætlum að sinna þeim," sagði Þórir. Langur kafli ævi hans og raunar fjölskyldunnar allrar er að baki. Vísir var stofnaður 1915 en Sigurbjörn Björnsson, faðir Þóris, keypti verslunina 1948. Á barnsaldri byrjaði Þórir að sendast og annast önnur léttaverk fyrir föður sinn. 1959 tók hann við rekstrinum og eignaðist svo búðina 1974. „Ég hætti mjög sáttur enda hefur þetta verið afbragðstími. Bæði hef ég verið heppinn með samstarfsfólk og eins hafa viðskiptavinirnir skemmt mér alveg stórkostlega. Síðustu árin hafa svo barnabörnin mín unnið hérna með mér og það hefur gefið mér mikið og þeim vonandi líka margt gott." Þórir býr í efri byggðum borgarinnar en ætlar að halda áfram að koma í miðborgina þótt ekki sæki hann þangað vinnu. „Ég þarf að heimsækja þá sem ég þekki og hef verið kunnugur áratugum saman. Það er ekki hægt að slíta því sambandi." Þótt Þórir hafi kvatt heldur Vísir áfram. „Það tekur afbragðsfólk við," segir Þórir en Sigurður Guðmundsson kaupmaður hefur fest kaup á Vísi og hyggst reka í óbreyttri mynd. - bþs
Fréttir Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira