Óvissa um hvað er á seyði í kjarnaofnum 17. mars 2011 01:00 Akihito Japanskeisari ávarpaði þjóð sína í gær og hvatti fólk til að gefast ekki upp, þrátt fyrir erfiðleika í kjölfar náttúruhamfaranna. Þetta er í fyrsta sinn sem keisarinn kemur fram opinberlega með ávarp sem fyrir fram er hugsað til útsendingar í sjónvarpi. „Ég hef miklar áhyggjur af kjarnorkuástandinu vegna þess að það er óútreiknanlegt,“ sagði hann hátíðlegri röddu. „Með hjálp þeirra sem hlut eiga að máli vona ég að ástandið versni ekki.“ Hver ótíðindin á fætur öðrum hafa komið frá kjarnorkuverinu í Fukushima, þar sem sprengingar hafa orðið í þremur af sex kjarnaofnum og eldsvoði í þeim fjórða auk þess sem geislavirk efni hafa sloppið út í andrúmsloftið. Starfsmönnum versins var í gær skipað að forða sér þegar styrkur geislamengunar jókst skyndilega. Þar með þurfti tímabundið að hætta öllum tilraunum til að kæla niður kjarnaofna versins, sem hafa ofhitnað eftir að kælikerfin brugðust. Starfsmenn fengu að snúa aftur til vinnu síðar um daginn, en á meðan þeir voru fjarverandi glataðist dýrmætur tími í baráttu þeirra við að koma í veg fyrir kjarnabráðnun, sem hefði í för með sér alvarlega geislamengun í Japan og jafnvel víðar. Alls hafa um sjötíu verkamenn unnið að því að kæla niður ofnana, en þeir skiptust á að fara í verið til að minnka hættuna á að verða fyrir geislamengun. Hvorki stjórnvöld né yfirmenn í verinu hafa látið mikið uppi um hvað hefur farið úrskeiðis í verinu. Ástandið virtist þó hafa versnað. Hvít gufa steig upp af einum kjarnaofninum og eldur braust út í öðrum, annan daginn í röð. Greinileg óvissa ríkti um það til hvaða ráða ætti að grípa til að kæla verið niður. Reynt hefur verið að nota sjó til að kæla ofnana. Ýmislegt bendir einnig til að vatn hafi verið tekið úr ofni 2, sem ekki var í notkun, til að kæla niður annan ofn, með þeim afleiðingum að eldur braust út í ofni 2. Í eitt skipti voru þyrlur sendar á loft og leit út fyrir að nota ætti þær til að varpa vatni niður á einn eða fleiri ofna. Hætt var við það vegna geislamengunarinnar, sem hefði getað valdið flugmönnum þyrlunnar alvarlegu heilsutjóni. Yukiya Amano, yfirmaður Kjarnorkustofnunar Sameinuðu þjóðanna, sagðist í gær ætla að halda hið fyrsta til Japans til að kynna sér af eigin raun hvað væri á seyði í verinu og til þess að bæta upplýsingaflæðið frá japönskum stjórnvöldum. [email protected] Fréttir Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Akihito Japanskeisari ávarpaði þjóð sína í gær og hvatti fólk til að gefast ekki upp, þrátt fyrir erfiðleika í kjölfar náttúruhamfaranna. Þetta er í fyrsta sinn sem keisarinn kemur fram opinberlega með ávarp sem fyrir fram er hugsað til útsendingar í sjónvarpi. „Ég hef miklar áhyggjur af kjarnorkuástandinu vegna þess að það er óútreiknanlegt,“ sagði hann hátíðlegri röddu. „Með hjálp þeirra sem hlut eiga að máli vona ég að ástandið versni ekki.“ Hver ótíðindin á fætur öðrum hafa komið frá kjarnorkuverinu í Fukushima, þar sem sprengingar hafa orðið í þremur af sex kjarnaofnum og eldsvoði í þeim fjórða auk þess sem geislavirk efni hafa sloppið út í andrúmsloftið. Starfsmönnum versins var í gær skipað að forða sér þegar styrkur geislamengunar jókst skyndilega. Þar með þurfti tímabundið að hætta öllum tilraunum til að kæla niður kjarnaofna versins, sem hafa ofhitnað eftir að kælikerfin brugðust. Starfsmenn fengu að snúa aftur til vinnu síðar um daginn, en á meðan þeir voru fjarverandi glataðist dýrmætur tími í baráttu þeirra við að koma í veg fyrir kjarnabráðnun, sem hefði í för með sér alvarlega geislamengun í Japan og jafnvel víðar. Alls hafa um sjötíu verkamenn unnið að því að kæla niður ofnana, en þeir skiptust á að fara í verið til að minnka hættuna á að verða fyrir geislamengun. Hvorki stjórnvöld né yfirmenn í verinu hafa látið mikið uppi um hvað hefur farið úrskeiðis í verinu. Ástandið virtist þó hafa versnað. Hvít gufa steig upp af einum kjarnaofninum og eldur braust út í öðrum, annan daginn í röð. Greinileg óvissa ríkti um það til hvaða ráða ætti að grípa til að kæla verið niður. Reynt hefur verið að nota sjó til að kæla ofnana. Ýmislegt bendir einnig til að vatn hafi verið tekið úr ofni 2, sem ekki var í notkun, til að kæla niður annan ofn, með þeim afleiðingum að eldur braust út í ofni 2. Í eitt skipti voru þyrlur sendar á loft og leit út fyrir að nota ætti þær til að varpa vatni niður á einn eða fleiri ofna. Hætt var við það vegna geislamengunarinnar, sem hefði getað valdið flugmönnum þyrlunnar alvarlegu heilsutjóni. Yukiya Amano, yfirmaður Kjarnorkustofnunar Sameinuðu þjóðanna, sagðist í gær ætla að halda hið fyrsta til Japans til að kynna sér af eigin raun hvað væri á seyði í verinu og til þess að bæta upplýsingaflæðið frá japönskum stjórnvöldum. [email protected]
Fréttir Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira