Belgingur fylgist með hamfarasvæðum 18. mars 2011 06:00 ólafur Björgunarsveitir víða um heim geta bætt áætlanagerð sína með veðurspágögnum Belgings.Fréttablaðið/GVA Íslenski veðurspávefurinn Belgingur hefur síðastliðna viku reiknað veðurspár í þéttu neti fyrir átakasvæði í Tripólí, höfuðborg Líbíu, og hamfarasvæðið við Fukushima-kjarnorkuverið í Japan. Veðurspárnar eru reiknaðar í nýju veðurspákerfi sem nefnist SARWeather (Search And Rescue Weather) og lýsa staðbundnu veðri af mikilli nákvæmni. Þær eru unnar í samvinnu við ýmsar alþjóðlegar stofnanir, þar á meðal Sameinuðu þjóðirnar, og nýtast björgunarsveitum á svæðunum við áætlanagerð. Ef illa fer í Fukushima má nýta gögnin til að áætla dreifingu geislavirkni í næsta nágrenni kjarnorkuversins. Framkvæmdastjórinn Ólafur Rögnvaldsson segir spákerfi Belgings hafa verið í þróað í nánu samstarfi við Almannavarnir og Slysavarnafélagið Landsbjörgu frá 2007. „Þegar Gísli Ólafsson, liðsstjóri íslensku rústabjörgunarsveitarinnar á Haítí, bað okkur um veðurspá fyrir svæðið, þá tók það okkur innan við tvo tíma að vinna hana. Þá fyrst áttuðum við okkur á því hversu öflugt tæki við vorum með í höndunum,“ segir Ólafur. Við spágerðina notar Belgingur opin gögn og hugbúnað frá Bandarísku veðurstofunni og bandaríska háskólasamfélaginu. Annað nýnæmi SARWeather-spákerfisins er að nauðsynlegur tölvubúnaður er leigður af tölvuskýi GreenQloud í Hafnarfirði. Með því móti er nægt reikniafl alltaf tryggt. Reiknistofa í veðurfræði og GreenQloud verða á meðal þátttakenda í upplýsingatæknimessu sem hefst á morgun. - jab Fréttir Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira
Íslenski veðurspávefurinn Belgingur hefur síðastliðna viku reiknað veðurspár í þéttu neti fyrir átakasvæði í Tripólí, höfuðborg Líbíu, og hamfarasvæðið við Fukushima-kjarnorkuverið í Japan. Veðurspárnar eru reiknaðar í nýju veðurspákerfi sem nefnist SARWeather (Search And Rescue Weather) og lýsa staðbundnu veðri af mikilli nákvæmni. Þær eru unnar í samvinnu við ýmsar alþjóðlegar stofnanir, þar á meðal Sameinuðu þjóðirnar, og nýtast björgunarsveitum á svæðunum við áætlanagerð. Ef illa fer í Fukushima má nýta gögnin til að áætla dreifingu geislavirkni í næsta nágrenni kjarnorkuversins. Framkvæmdastjórinn Ólafur Rögnvaldsson segir spákerfi Belgings hafa verið í þróað í nánu samstarfi við Almannavarnir og Slysavarnafélagið Landsbjörgu frá 2007. „Þegar Gísli Ólafsson, liðsstjóri íslensku rústabjörgunarsveitarinnar á Haítí, bað okkur um veðurspá fyrir svæðið, þá tók það okkur innan við tvo tíma að vinna hana. Þá fyrst áttuðum við okkur á því hversu öflugt tæki við vorum með í höndunum,“ segir Ólafur. Við spágerðina notar Belgingur opin gögn og hugbúnað frá Bandarísku veðurstofunni og bandaríska háskólasamfélaginu. Annað nýnæmi SARWeather-spákerfisins er að nauðsynlegur tölvubúnaður er leigður af tölvuskýi GreenQloud í Hafnarfirði. Með því móti er nægt reikniafl alltaf tryggt. Reiknistofa í veðurfræði og GreenQloud verða á meðal þátttakenda í upplýsingatæknimessu sem hefst á morgun. - jab
Fréttir Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira