Lét drauminn rætast og gerði plötu með pabba 18. mars 2011 09:00 Oddur Snær Magnússon lét drauminn rætast og tók upp sólóplötu fyrir þrítugsafmæli sitt. „Þetta er hlutur sem ég þurfti að gera áður en ég varð þrítugur," segir Oddur Snær Magnússon, sonur tónlistarmannsins Magnúsar Kjartanssonar. Oddur Snær heldur útgáfuhóf í kvöld, daginn fyrir þrítugsafmælið sitt, í tilefni af sinni fyrstu sólóplötu, Tækifæri. Hún hefur að geyma tökulög sem hafa lengi verið í uppáhaldi hjá honum og verða þau afhjúpuð í útgáfuhófinu í kvöld. „Þetta var seinasti séns til að gera eitthvað svona og þá var náttúrulega slegið til. Ég byrjaði að vinna í þessu í janúar," segir Oddur Snær, sem er ekki þekktur fyrir sönghæfileika sína. Hann ákvað að ganga alla leið með „grínið" því hann pantaði hljóðverstíma hjá föður sínum, lét útbúa plötuumslag með mynd af sér og sendi út fréttatilkynningu til vina og vandamanna, sem komu algjörlega af fjöllum.Umslag plötunnar Tækifæri sem Oddur lét útbúa vegna afmælisins.Aðspurður segir hann að kostulegt hafi verið að vinna með föður sínum í fyrsta sinn. „Þarna var ég með einn reyndasta upptökustjóra Íslands sem hefur unnið með Geirmundi Valtýssyni, Megasi og Hallbirni Hjartarsyni. Ég var þarna í góðra manna hópi undir hans leiðsögn," segir hann léttur og telur sig hafa hitt í mark hjá föður sínum. „Ég held ég hafi komið honum einstaklega á óvart með leyndum sönghæfileikum sem ég er búinn að liggja á eins og ormur á gulli í þrjátíu ár." Oddur Snær hefur lengi staðið í skugganum af systur sinni Margréti Gauju hvað sönghæfileika varðar því hann var fjögurra ára þegar hún söng Sólarsömbu með föður þeirra í Eurovision-keppninni. „Það mætti segja að ég sé að hefna mín núna. Hún er augljóslega að farast úr öfundsýki út af þessari plötu."Magnús Kjartansson.Oddur á reyndar stuttan feril að baki sem tónlistarmaður því hann vann Músíktilraunir með hljómsveitinni Stæner árið 1998 þar sem hann spilaði á hljómborð. Einnig syngur hann með karlakór Kaffibarsins. „Þetta blundar þarna undir niðri. Það er bara spurning um að virkja það." Maggi Kjartans hafði gaman af því að vinna með syni sínum og er sérlega ánægður með bassarödd hans. „Þegar hann tilkynnti mér að hann væri kominn í kór hélt ég að ég væri að heyra vitlaust því ég hafði aldrei heyrt hann syngja," segir hann. „Ég ætla ekki að fella neinn dóm um sönghæfileika hans nema bara að hann heldur lagi og er með þessa bassarödd. En diskurinn og öll þessi uppákoma er ein stór kómedía sem hann er að búa til." [email protected] Lífið Tónlist Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Sjá meira
„Þetta er hlutur sem ég þurfti að gera áður en ég varð þrítugur," segir Oddur Snær Magnússon, sonur tónlistarmannsins Magnúsar Kjartanssonar. Oddur Snær heldur útgáfuhóf í kvöld, daginn fyrir þrítugsafmælið sitt, í tilefni af sinni fyrstu sólóplötu, Tækifæri. Hún hefur að geyma tökulög sem hafa lengi verið í uppáhaldi hjá honum og verða þau afhjúpuð í útgáfuhófinu í kvöld. „Þetta var seinasti séns til að gera eitthvað svona og þá var náttúrulega slegið til. Ég byrjaði að vinna í þessu í janúar," segir Oddur Snær, sem er ekki þekktur fyrir sönghæfileika sína. Hann ákvað að ganga alla leið með „grínið" því hann pantaði hljóðverstíma hjá föður sínum, lét útbúa plötuumslag með mynd af sér og sendi út fréttatilkynningu til vina og vandamanna, sem komu algjörlega af fjöllum.Umslag plötunnar Tækifæri sem Oddur lét útbúa vegna afmælisins.Aðspurður segir hann að kostulegt hafi verið að vinna með föður sínum í fyrsta sinn. „Þarna var ég með einn reyndasta upptökustjóra Íslands sem hefur unnið með Geirmundi Valtýssyni, Megasi og Hallbirni Hjartarsyni. Ég var þarna í góðra manna hópi undir hans leiðsögn," segir hann léttur og telur sig hafa hitt í mark hjá föður sínum. „Ég held ég hafi komið honum einstaklega á óvart með leyndum sönghæfileikum sem ég er búinn að liggja á eins og ormur á gulli í þrjátíu ár." Oddur Snær hefur lengi staðið í skugganum af systur sinni Margréti Gauju hvað sönghæfileika varðar því hann var fjögurra ára þegar hún söng Sólarsömbu með föður þeirra í Eurovision-keppninni. „Það mætti segja að ég sé að hefna mín núna. Hún er augljóslega að farast úr öfundsýki út af þessari plötu."Magnús Kjartansson.Oddur á reyndar stuttan feril að baki sem tónlistarmaður því hann vann Músíktilraunir með hljómsveitinni Stæner árið 1998 þar sem hann spilaði á hljómborð. Einnig syngur hann með karlakór Kaffibarsins. „Þetta blundar þarna undir niðri. Það er bara spurning um að virkja það." Maggi Kjartans hafði gaman af því að vinna með syni sínum og er sérlega ánægður með bassarödd hans. „Þegar hann tilkynnti mér að hann væri kominn í kór hélt ég að ég væri að heyra vitlaust því ég hafði aldrei heyrt hann syngja," segir hann. „Ég ætla ekki að fella neinn dóm um sönghæfileika hans nema bara að hann heldur lagi og er með þessa bassarödd. En diskurinn og öll þessi uppákoma er ein stór kómedía sem hann er að búa til." [email protected]
Lífið Tónlist Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Sjá meira