Jón mætti ekki á fund með SA og LÍÚ 30. mars 2011 07:00 Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mætti ekki til fundar sem hann hafði verið boðaður á með forsætisráðherra, fjármálaráðherra og forystumönnum Samtaka atvinnulífsins og útvegsmanna síðdegis á mánudag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kom fjarvera Jóns á fundinum samráðherrum hans á óvart, en mikil áhersla hafði verið lögð á það mánuðum saman af hálfu forsvarsmanna í atvinnulífinu að fá fund með þessum þremur ráðherrum saman til að ræða áformaðar breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Heimildir Fréttablaðsins herma að fulltrúar SA og Landssambands íslenskra útvegsmanna hafi verið mættir til fundar við ráðherrana þegar kom upp úr dúrnum að Jón Bjarnason væri farinn til Kaupmannahafnar á fund sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Norðurlandaríkja, en fundarefnið er samstarf ríkjanna um erfðaauðlindir. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra munu hafa gert ráð fyrir að Jón mætti til fundarins, en fréttu utan að sér að hann væri farinn til Kaupmannahafnar. Fjarvera sjávarútvegsráðherrans og þau svör sem fengust af hálfu hinna ráðherranna munu vera ein meginástæða þess að Samtök atvinnulífsins hafa lýst því yfir að lokakafla samningaviðræðna við Alþýðusambandið um nýjan kjarasamning hafi verið slegið á frest um óákveðinn tíma. Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að óvissa væri um aðkomu ríkisvaldsins að mörgum málum, þar á meðal sjávarútvegsmálum. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, sagði í samtali við Fréttablaðið að boð um þennan fund lægi ekki fyrir í ráðuneytinu. „Það var enginn slíkur fundur haldinn hér í ráðuneytinu né heldur að það liggi fyrir hér boð um slíkan fund. Hafi verið ákveðið að halda slíkan fund eftir að ráðherra fór utan er auðvitað ekkert við því að segja, en það má benda á að utanfarir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafa ekki verið margar á síðustu misserum og þetta er hans fyrsta utanferð á þessu ári.“ [email protected] Fréttir Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mætti ekki til fundar sem hann hafði verið boðaður á með forsætisráðherra, fjármálaráðherra og forystumönnum Samtaka atvinnulífsins og útvegsmanna síðdegis á mánudag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kom fjarvera Jóns á fundinum samráðherrum hans á óvart, en mikil áhersla hafði verið lögð á það mánuðum saman af hálfu forsvarsmanna í atvinnulífinu að fá fund með þessum þremur ráðherrum saman til að ræða áformaðar breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Heimildir Fréttablaðsins herma að fulltrúar SA og Landssambands íslenskra útvegsmanna hafi verið mættir til fundar við ráðherrana þegar kom upp úr dúrnum að Jón Bjarnason væri farinn til Kaupmannahafnar á fund sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Norðurlandaríkja, en fundarefnið er samstarf ríkjanna um erfðaauðlindir. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra munu hafa gert ráð fyrir að Jón mætti til fundarins, en fréttu utan að sér að hann væri farinn til Kaupmannahafnar. Fjarvera sjávarútvegsráðherrans og þau svör sem fengust af hálfu hinna ráðherranna munu vera ein meginástæða þess að Samtök atvinnulífsins hafa lýst því yfir að lokakafla samningaviðræðna við Alþýðusambandið um nýjan kjarasamning hafi verið slegið á frest um óákveðinn tíma. Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að óvissa væri um aðkomu ríkisvaldsins að mörgum málum, þar á meðal sjávarútvegsmálum. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, sagði í samtali við Fréttablaðið að boð um þennan fund lægi ekki fyrir í ráðuneytinu. „Það var enginn slíkur fundur haldinn hér í ráðuneytinu né heldur að það liggi fyrir hér boð um slíkan fund. Hafi verið ákveðið að halda slíkan fund eftir að ráðherra fór utan er auðvitað ekkert við því að segja, en það má benda á að utanfarir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafa ekki verið margar á síðustu misserum og þetta er hans fyrsta utanferð á þessu ári.“ [email protected]
Fréttir Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira