Segir þrjá kosti í stöðunni eftir skipunina 5. apríl 2011 05:00 Sigríður Friðjónsdóttir landsdómur saksóknari vararíkissaksóknari geyma í safni Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skipaði í gær Sigríði J. Friðjónsdóttur, saksóknara Alþingis, í embætti ríkissaksóknara. Sigríður hefur undanfarið verið í leyfi frá starfi sínu sem vararíkissaksóknari. Sigríður segir að nú séu þrír kostir í stöðunni. Sá fyrsti sé að hún segi sig frá máli Alþingis á hendur Geir H. Haarde. „En það er nú kannski ekkert einfalt því ég er kosin í þetta starf. Það er talað um það í lögunum að það skuli kosinn varasaksóknari og hann á að taka við ef maður forfallast, en það er ekki hægt að segja að maður forfallist ef maður fær nýtt starf,“ útskýrir Sigríður. Auk þess sé hún komin á kaf í málið og því sé kannski ekki gott að yfirgefa það núna. Annar kosturinn sé að setja annan ríkissaksóknara tímabundið þangað til málarekstrinum fyrir landsdómi sé lokið. „En auðvitað vil ég sjálf koma að þessu sem allra fyrst. Það er margt sem þarf að gera.“ Þriðji kosturinn sé að hún sinni störfunum einfaldlega samhliða. Málið gegn Geir sé bara eitt mál sem hún hafi tekið að sér og það sé algengt að fólk sinni aukaverkum með aðalstarfi. „Það er spurning hvort það horfir eitthvað öðruvísi við með þetta mál. Ég þarf að fara yfir það með fleirum en sjálfri mér,“ segir hún. Sigríður ræddi í gær við Atla Gíslason, formann þingmannanefndarinnar, sem er henni til halds og trausts, og hann bjóst við að kalla nefndina saman og fá Sigríði á fundinn til að ræða stöðuna. Sigríður segir að málareksturinn fyrir landsdómi þurfi ekki að taka nema nokkrar vikur eftir að ákæran verði gefin út, sem verði vonandi fyrir páska.- sh Landsdómur Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skipaði í gær Sigríði J. Friðjónsdóttur, saksóknara Alþingis, í embætti ríkissaksóknara. Sigríður hefur undanfarið verið í leyfi frá starfi sínu sem vararíkissaksóknari. Sigríður segir að nú séu þrír kostir í stöðunni. Sá fyrsti sé að hún segi sig frá máli Alþingis á hendur Geir H. Haarde. „En það er nú kannski ekkert einfalt því ég er kosin í þetta starf. Það er talað um það í lögunum að það skuli kosinn varasaksóknari og hann á að taka við ef maður forfallast, en það er ekki hægt að segja að maður forfallist ef maður fær nýtt starf,“ útskýrir Sigríður. Auk þess sé hún komin á kaf í málið og því sé kannski ekki gott að yfirgefa það núna. Annar kosturinn sé að setja annan ríkissaksóknara tímabundið þangað til málarekstrinum fyrir landsdómi sé lokið. „En auðvitað vil ég sjálf koma að þessu sem allra fyrst. Það er margt sem þarf að gera.“ Þriðji kosturinn sé að hún sinni störfunum einfaldlega samhliða. Málið gegn Geir sé bara eitt mál sem hún hafi tekið að sér og það sé algengt að fólk sinni aukaverkum með aðalstarfi. „Það er spurning hvort það horfir eitthvað öðruvísi við með þetta mál. Ég þarf að fara yfir það með fleirum en sjálfri mér,“ segir hún. Sigríður ræddi í gær við Atla Gíslason, formann þingmannanefndarinnar, sem er henni til halds og trausts, og hann bjóst við að kalla nefndina saman og fá Sigríði á fundinn til að ræða stöðuna. Sigríður segir að málareksturinn fyrir landsdómi þurfi ekki að taka nema nokkrar vikur eftir að ákæran verði gefin út, sem verði vonandi fyrir páska.- sh
Landsdómur Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Sjá meira