Pistillinn: Að skora á sjálfan sig Helga Margrét Þorsteinsdóttir skrifar 16. apríl 2011 07:00 Helga Margrét Þorsteinsdóttir, frjálsíþróttakona. Karolina Klüft er ein besta frjálsíþróttakona sem uppi hefur verið. Ég hef verið svo ótrúlega heppin að fá að kynnast henni og það hefur vakið mig til umhugsunar um hvað það er sem aðgreinir framúrskarandi afreksíþróttamenn frá þeim sem ná ekki jafn góðum árangri. Það vakti hjá mér mikla aðdáun þegar Klüft sagði mér frá því að hún gengist reglulega undir það sem hún kallaði „andlegt próf“. Síðasta haust ákvað hún t.d. að fara alein út í skóg og gista í afskekktu timburhúsi. Í eyrum margra hljómar það ekki merkilegt en þegar maður óttast ekkert meira en myrkrið og einmanaleikann, eins og raunin var í hennar tilviki, þá er heilmikil áskorun fólgin í þessu uppátæki. Hún einbeitti sér að því að halda ró sinni, hafa fulla stjórn á huganum og leyfa ekki þruski og dýrahljóðum að hafa áhrif á sig. Hún prófaði sjálfa sig, horfðist í augu við óttann og sigraði að lokum! Það er þessi sigurþorsti og óendanlegi vilji til þess að bæta sig sífellt á öllum sviðum sem einkennir afreksfólk! Afreksíþróttamenn láta sér ekki nægja að sigra andstæðinga sína heldur verða þeir einnig að sigra sjálfa sig. Afreksíþróttafólk nærist á áskorunum og í augum þess er ekkert ómögulegt. Sjálfstraustið og trúin á eigin getu er óbilandi. Ef íþróttamaður er ekki sannfærður um að hann geti náð þeim árangri sem hann hefur einseitt sér að ná er ólíklegt að honum takist það. Að skora á sjálfan sig, stíga út fyrir þægindahringinn og prófa eitthvað nýtt er því góð aðferð til þess að auka sjálfstraustið og trúna á eigin getu. Ef það er eitthvað sem þú óttast eða telur þig ekki vera færa/n um að gera skaltu horfast í augu við það og skora á sjálfa/n þig. Þegar þú hefur svo sigrað áskorunina stendur þú uppi sem sigurvegari, uppfull/ur af sjálfstrausti og handviss um að ekkert sé þér ómögulegt! Innlendar Pistillinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira
Karolina Klüft er ein besta frjálsíþróttakona sem uppi hefur verið. Ég hef verið svo ótrúlega heppin að fá að kynnast henni og það hefur vakið mig til umhugsunar um hvað það er sem aðgreinir framúrskarandi afreksíþróttamenn frá þeim sem ná ekki jafn góðum árangri. Það vakti hjá mér mikla aðdáun þegar Klüft sagði mér frá því að hún gengist reglulega undir það sem hún kallaði „andlegt próf“. Síðasta haust ákvað hún t.d. að fara alein út í skóg og gista í afskekktu timburhúsi. Í eyrum margra hljómar það ekki merkilegt en þegar maður óttast ekkert meira en myrkrið og einmanaleikann, eins og raunin var í hennar tilviki, þá er heilmikil áskorun fólgin í þessu uppátæki. Hún einbeitti sér að því að halda ró sinni, hafa fulla stjórn á huganum og leyfa ekki þruski og dýrahljóðum að hafa áhrif á sig. Hún prófaði sjálfa sig, horfðist í augu við óttann og sigraði að lokum! Það er þessi sigurþorsti og óendanlegi vilji til þess að bæta sig sífellt á öllum sviðum sem einkennir afreksfólk! Afreksíþróttamenn láta sér ekki nægja að sigra andstæðinga sína heldur verða þeir einnig að sigra sjálfa sig. Afreksíþróttafólk nærist á áskorunum og í augum þess er ekkert ómögulegt. Sjálfstraustið og trúin á eigin getu er óbilandi. Ef íþróttamaður er ekki sannfærður um að hann geti náð þeim árangri sem hann hefur einseitt sér að ná er ólíklegt að honum takist það. Að skora á sjálfan sig, stíga út fyrir þægindahringinn og prófa eitthvað nýtt er því góð aðferð til þess að auka sjálfstraustið og trúna á eigin getu. Ef það er eitthvað sem þú óttast eða telur þig ekki vera færa/n um að gera skaltu horfast í augu við það og skora á sjálfa/n þig. Þegar þú hefur svo sigrað áskorunina stendur þú uppi sem sigurvegari, uppfull/ur af sjálfstrausti og handviss um að ekkert sé þér ómögulegt!
Innlendar Pistillinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira