Glötuð æska Atli Fannar Bjarkason skrifar 7. maí 2011 08:00 Körfuboltamaðurinn Derrick Rose var í vikunni valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar. Rose er yngsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar til að hljóta þennan heiður, en hann er aðeins 22 ára gamall – fæddur í oktbóber árið 1988. Ég man eftir 1988. Ég var fjögurra ára gamall og fór til Spánar með fjölskyldu minni. Ég lék mér á sundskýlunni í garðinum við húsið sem við tókum á leigu og sá ýmislegt í fyrsta skipti – til dæmis slímugan frosk. Þá fékk ég snigil að gjöf og hann varð gæludýrið mitt í skamma stund. Þangað til hann strauk. Það er óþolandi að lesa fréttir um jafn ungt og hæfileikaríkt fólk og Derrick Rose. Hann er á þeim aldri þar sem flestir rembast við að hanga í háskóla þrátt fyrir að fæstum hafi tekist að ákveða hvað þeir vilja gera í lífinu. Hann valdi starf sem færir honum gríðarleg auðæfi, þannig að þegar líkaminn gefur sig eftir áratug eða svo getur hann sest í helgan stein og talið peninga þar til yfir lýkur. Þegar ég var 22 ára hefði þurft ofurnáttúrulegt kraftaverk til að gera mig að verðmætasta leikmanninum í fyrstu deildinni í körfubolta á Íslandi. Ég lagði fyrst og fremst metnað í að komast í Ríkið áður en það lokaði á föstudögum og stórar ákvarðanir á borð við hvort ein dolla af Vogaídýfu myndi duga eða hvort ég ætti að kaupa tvær til öryggis. Það er auðvitað ósanngjarnt að bera sjálfan sig saman við hæfileikamann á borð við Rose á körfuboltavellinum. En snefill af metnaði hans hefði eflaust fleytt mér á toppinn í því sem ég var að gera. Sem var reyndar ekkert. En ég hefði eflaust farið í Ríkið fyrir hádegi á fimmtudögum og keypt tvær dollur af Vogaídýfu án þess að hugsa mig tvisvar um! Ég er á þeim aldri þar sem ég neyðist til að horfa á eftir glataðri æskunni, vegna þess að ég er ekki orðinn nógu gamall til að gleyma henni. Það væri auðvitað einfaldast. En fólki gæti ekki verið meira sama um 27 ára mann með aldurskomplex. Orð mín öðlast eflaust trúverðugleika eftir einn eða tvo áratugi. Þangað til fylgist ég stúrinn með ungu fólki gera miklu betur en mér tókst nokkurn tíma á meðan ég reyni að hámarka metnaðinn fyrir því sem ég geri í dag: Borða þessa köku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun
Körfuboltamaðurinn Derrick Rose var í vikunni valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar. Rose er yngsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar til að hljóta þennan heiður, en hann er aðeins 22 ára gamall – fæddur í oktbóber árið 1988. Ég man eftir 1988. Ég var fjögurra ára gamall og fór til Spánar með fjölskyldu minni. Ég lék mér á sundskýlunni í garðinum við húsið sem við tókum á leigu og sá ýmislegt í fyrsta skipti – til dæmis slímugan frosk. Þá fékk ég snigil að gjöf og hann varð gæludýrið mitt í skamma stund. Þangað til hann strauk. Það er óþolandi að lesa fréttir um jafn ungt og hæfileikaríkt fólk og Derrick Rose. Hann er á þeim aldri þar sem flestir rembast við að hanga í háskóla þrátt fyrir að fæstum hafi tekist að ákveða hvað þeir vilja gera í lífinu. Hann valdi starf sem færir honum gríðarleg auðæfi, þannig að þegar líkaminn gefur sig eftir áratug eða svo getur hann sest í helgan stein og talið peninga þar til yfir lýkur. Þegar ég var 22 ára hefði þurft ofurnáttúrulegt kraftaverk til að gera mig að verðmætasta leikmanninum í fyrstu deildinni í körfubolta á Íslandi. Ég lagði fyrst og fremst metnað í að komast í Ríkið áður en það lokaði á föstudögum og stórar ákvarðanir á borð við hvort ein dolla af Vogaídýfu myndi duga eða hvort ég ætti að kaupa tvær til öryggis. Það er auðvitað ósanngjarnt að bera sjálfan sig saman við hæfileikamann á borð við Rose á körfuboltavellinum. En snefill af metnaði hans hefði eflaust fleytt mér á toppinn í því sem ég var að gera. Sem var reyndar ekkert. En ég hefði eflaust farið í Ríkið fyrir hádegi á fimmtudögum og keypt tvær dollur af Vogaídýfu án þess að hugsa mig tvisvar um! Ég er á þeim aldri þar sem ég neyðist til að horfa á eftir glataðri æskunni, vegna þess að ég er ekki orðinn nógu gamall til að gleyma henni. Það væri auðvitað einfaldast. En fólki gæti ekki verið meira sama um 27 ára mann með aldurskomplex. Orð mín öðlast eflaust trúverðugleika eftir einn eða tvo áratugi. Þangað til fylgist ég stúrinn með ungu fólki gera miklu betur en mér tókst nokkurn tíma á meðan ég reyni að hámarka metnaðinn fyrir því sem ég geri í dag: Borða þessa köku.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun