Lögreglan hefur ekki undan við rannsókn kynferðisbrota 11. maí 2011 05:00 Lögreglustöðin við Hverfisgötu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki haft undan við rannsóknir á öllum þeim fjölda ofbeldisbrota sem kærð hafa verið til hennar á undanförnum mánuðum. Nær áttatíu kærur vegna kynferðisbrota bárust kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs, samtals 76 mál. Um var að ræða 33 kærur vegna nauðgunar, tuttugu kærur vegna brota gegn börnum, fjögur barnaklámsmál frá Europol og Interpol og nítján blygðunarsemisbrot. Auk þessa bárust nítján mál vegna heimilisofbeldis til deildarinnar. Athygli hefur vakið hversu mörg kynferðisbrot hafa komið upp á síðustu vikum og mánuðum. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að yfirleitt hafi þessi mál komið í bylgjum en nú sé það sérstakt áhyggjuefni hversu stöðug aukningin virðist vera. „Þá veldur þetta okkur hjá lögreglunni miklum áhyggjum því við höfum hreinlega ekki undan,“ segir hann. Auk rannsóknar lögreglu á þeim málum sem komið hafa upp á undanförnum mánuðum hefur hún haft með höndum vinnu að kröfu um framlengingu gæsluvarðhalds yfir þeim brotamönnum sem þörf hefur verið talin á að halda inni vegna rannsóknarhagsmuna eða hagsmuna almennings. Rannsókn mála hefur þó miðað nokkuð vel miðað við aðstæður, að sögn Björgvins. Rannsókn máls tveggja frænda sem grunaðir voru um að hafa beitt son annars þeirra, á áttunda ári, kynferðisofbeldi er þannig langt komin. Frændurnir eru lausir úr gæsluvarðhaldi. Einn karlmaður situr nú inni eftir að tvær ungar konur kærðu hann fyrir nauðgun í síðasta mánuði. Hann er í gæslu til 3. júní vegna almannahagsmuna. Einnig situr í gæslu til 3. júní karlmaður sem kærður hefur verið fyrir að níðast á dreng. Hann hefur hlotið dóm fyrir vörslu efnis sem sýnir kynferðisofbeldi gegn börnum. Þá er maður í farbanni sem grunaður er um að hafa brotið gegn ungri fósturdóttur sinni. Karlmaður sem fyrrverandi sambýliskona kærði fyrir nauðgun í apríl er laus úr haldi og sama máli gildir um mann sem stúlka kærði fyrir kynferðisbrot á Austurvelli um þarsíðustu helgi.- jss Fréttir Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Nær áttatíu kærur vegna kynferðisbrota bárust kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs, samtals 76 mál. Um var að ræða 33 kærur vegna nauðgunar, tuttugu kærur vegna brota gegn börnum, fjögur barnaklámsmál frá Europol og Interpol og nítján blygðunarsemisbrot. Auk þessa bárust nítján mál vegna heimilisofbeldis til deildarinnar. Athygli hefur vakið hversu mörg kynferðisbrot hafa komið upp á síðustu vikum og mánuðum. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að yfirleitt hafi þessi mál komið í bylgjum en nú sé það sérstakt áhyggjuefni hversu stöðug aukningin virðist vera. „Þá veldur þetta okkur hjá lögreglunni miklum áhyggjum því við höfum hreinlega ekki undan,“ segir hann. Auk rannsóknar lögreglu á þeim málum sem komið hafa upp á undanförnum mánuðum hefur hún haft með höndum vinnu að kröfu um framlengingu gæsluvarðhalds yfir þeim brotamönnum sem þörf hefur verið talin á að halda inni vegna rannsóknarhagsmuna eða hagsmuna almennings. Rannsókn mála hefur þó miðað nokkuð vel miðað við aðstæður, að sögn Björgvins. Rannsókn máls tveggja frænda sem grunaðir voru um að hafa beitt son annars þeirra, á áttunda ári, kynferðisofbeldi er þannig langt komin. Frændurnir eru lausir úr gæsluvarðhaldi. Einn karlmaður situr nú inni eftir að tvær ungar konur kærðu hann fyrir nauðgun í síðasta mánuði. Hann er í gæslu til 3. júní vegna almannahagsmuna. Einnig situr í gæslu til 3. júní karlmaður sem kærður hefur verið fyrir að níðast á dreng. Hann hefur hlotið dóm fyrir vörslu efnis sem sýnir kynferðisofbeldi gegn börnum. Þá er maður í farbanni sem grunaður er um að hafa brotið gegn ungri fósturdóttur sinni. Karlmaður sem fyrrverandi sambýliskona kærði fyrir nauðgun í apríl er laus úr haldi og sama máli gildir um mann sem stúlka kærði fyrir kynferðisbrot á Austurvelli um þarsíðustu helgi.- jss
Fréttir Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent