Skepnur hafa hrakist í skurði og drukknað 24. maí 2011 07:00 Skepnur hafa ekki drepist í stórum stíl vegna öskufallsins frá Grímsvötnum líkt og bændur óttuðust í fyrstu. Unnið er að því að koma húsdýrum í skjól þar sem því verður við komið og sjá þeim fyrir rennandi vatni og hreinu fóðri. Fréttablaðið/Vilhelm Undir vegg Gunnar Þorkelsson, héraðsdýralæknir Vestur-Skaftafellsumdæmis, bjargaði í gær litlu fuglskríli sem leitað hafði skjóls frá öskurokinu undir þakskegginu hjá honum, en gefist upp og lagt sig á ruslatunnu við húsvegginn.Fréttablaðið/Vilhelm Dæmi eru um að dýr hafi drepist eftir að hafa hrakist í ógöngur vegna blindu frá gosmekkinum úr Grímsvötnum. Gunnar Þorkelsson, héraðsdýralæknir Vestur-Skaftafellsumdæmis, segir slík dæmi þó ekki mörg og hljóð í bændum á svæðinu ótrúlega gott miðað við aðstæður. Þar hafi hjálpað fyrstu fregnir um að tiltölulega lítið flúor mældist í öskunni, en það getur verið skepnunum hættulegt. Í gærmorgun hafði öskufall aukist á ný þannig að vart sá á milli húsa á Kirkjubæjarklaustri. Ástandið var svo enn verra þegar austar dró. „Þetta má samt ekki vara mikið lengur. Þá kæmi mér ekki á óvart þótt bændur yrðu að hella niður mjólk í dag." Mjólk var síðast sótt á bæina á föstudag. Nú segir Gunnar bændur reyna að tryggja dýrum sínum rennandi vatn og fóður. Ekki eru miklar fregnir af felli vegna öskufallsins, þótt vart hafi orðið við einhverjar dauðar skepnur. „En fyrir því geta verið ýmsar orsakir. Það þarf ekki að vera eitthvað í gosefnunum, heldur gæti það til dæmis verið stresstengt," segir Gunnar. Austur á Síðu segir hann vera dæmi um að skepnur hafi hrakist í skurði. „Askan fer í augun og dýrin sjá ekki nokkurn skapaðan hlut frekar en við." Á einum bæ segir hann meri hafa lent ofan í skurði og slasast nokkuð, auk þess sem folald hafi drukknað. Gunnar segir að þrátt fyrir allt hafi ekki enn verið mikið um hjálparbeiðnir frá bændum, hringt hafi verið úr Mýrdalnum þar sem var veik kýr, en útkall á það svæði verði kollegar á Hvolsvelli eða Hellu að annast. „Í öskufallinu núna er vonlaust að komast þessa leið þangað." [email protected] Grímsvötn Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Undir vegg Gunnar Þorkelsson, héraðsdýralæknir Vestur-Skaftafellsumdæmis, bjargaði í gær litlu fuglskríli sem leitað hafði skjóls frá öskurokinu undir þakskegginu hjá honum, en gefist upp og lagt sig á ruslatunnu við húsvegginn.Fréttablaðið/Vilhelm Dæmi eru um að dýr hafi drepist eftir að hafa hrakist í ógöngur vegna blindu frá gosmekkinum úr Grímsvötnum. Gunnar Þorkelsson, héraðsdýralæknir Vestur-Skaftafellsumdæmis, segir slík dæmi þó ekki mörg og hljóð í bændum á svæðinu ótrúlega gott miðað við aðstæður. Þar hafi hjálpað fyrstu fregnir um að tiltölulega lítið flúor mældist í öskunni, en það getur verið skepnunum hættulegt. Í gærmorgun hafði öskufall aukist á ný þannig að vart sá á milli húsa á Kirkjubæjarklaustri. Ástandið var svo enn verra þegar austar dró. „Þetta má samt ekki vara mikið lengur. Þá kæmi mér ekki á óvart þótt bændur yrðu að hella niður mjólk í dag." Mjólk var síðast sótt á bæina á föstudag. Nú segir Gunnar bændur reyna að tryggja dýrum sínum rennandi vatn og fóður. Ekki eru miklar fregnir af felli vegna öskufallsins, þótt vart hafi orðið við einhverjar dauðar skepnur. „En fyrir því geta verið ýmsar orsakir. Það þarf ekki að vera eitthvað í gosefnunum, heldur gæti það til dæmis verið stresstengt," segir Gunnar. Austur á Síðu segir hann vera dæmi um að skepnur hafi hrakist í skurði. „Askan fer í augun og dýrin sjá ekki nokkurn skapaðan hlut frekar en við." Á einum bæ segir hann meri hafa lent ofan í skurði og slasast nokkuð, auk þess sem folald hafi drukknað. Gunnar segir að þrátt fyrir allt hafi ekki enn verið mikið um hjálparbeiðnir frá bændum, hringt hafi verið úr Mýrdalnum þar sem var veik kýr, en útkall á það svæði verði kollegar á Hvolsvelli eða Hellu að annast. „Í öskufallinu núna er vonlaust að komast þessa leið þangað." [email protected]
Grímsvötn Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira