66° í New York: Allsherjar landkynning 28. janúar 2011 18:00 Eins og sjá má af myndunum heppnaðist sýningin prýðilega. „Viðtökurnar fóru fram úr björtustu vonum, við erum enn í skýjunum yfir þessu öllu saman," segir Helga Viðarsdóttir, markaðsstjóri 66°Norður. Fyrirtækið efndi á dögunum til tískusýningar í New York þar sem haust- og vetrarlína fyrirtækisins árið 2011 var sýnd. Fullt var út úr dyrum meðan á tískusýningunni stóð og varð að vísa mörgum frá. Þetta er í fyrsta sinn sem 66°Norður stendur fyrir tískusýningu af þessu tagi utan landsteinanna.„Við tjölduðum þarna öllu til, sýndum línuna eins og hún leggur sig, allt frá kuldaúlpum niður í ullarklæðnað," segir Helga og bendir á að undanfarið hafi verið birtast jákvæðar umsagnir um fatalínuna í fjölmiðlum og á tískubloggsíðum ytra. „Einn tók svo skemmtilega til orða að nú væri loks hægt að taka á móti vetrinum vel búinn og flottur til fara, í hátískufatnaði frá 66°Norður," segir Helga. Fjöldi blaðamanna lét sjá sig á sýningunni, þar á meðal frá The Huffington Post og tímaritinu W, sem og stjörnur á borð við Josh Strickland úr raunveruleikaþættinum Holly's World, og stórir endursöluaðilar.Fleira íslenskt var þó á sýningunni en klæðnaður. Boðið var upp á drykki frá Reyka Vodka og mat frá Lava, veitingastað Bláa lónsins og íslenska tónlist. „Þetta var ekki aðeins verið tískusýning heldur allsherjar landkynning," bendir Helga á og segir stefnt að því að endurtaka leikinn að ári. [email protected] Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Viðtökurnar fóru fram úr björtustu vonum, við erum enn í skýjunum yfir þessu öllu saman," segir Helga Viðarsdóttir, markaðsstjóri 66°Norður. Fyrirtækið efndi á dögunum til tískusýningar í New York þar sem haust- og vetrarlína fyrirtækisins árið 2011 var sýnd. Fullt var út úr dyrum meðan á tískusýningunni stóð og varð að vísa mörgum frá. Þetta er í fyrsta sinn sem 66°Norður stendur fyrir tískusýningu af þessu tagi utan landsteinanna.„Við tjölduðum þarna öllu til, sýndum línuna eins og hún leggur sig, allt frá kuldaúlpum niður í ullarklæðnað," segir Helga og bendir á að undanfarið hafi verið birtast jákvæðar umsagnir um fatalínuna í fjölmiðlum og á tískubloggsíðum ytra. „Einn tók svo skemmtilega til orða að nú væri loks hægt að taka á móti vetrinum vel búinn og flottur til fara, í hátískufatnaði frá 66°Norður," segir Helga. Fjöldi blaðamanna lét sjá sig á sýningunni, þar á meðal frá The Huffington Post og tímaritinu W, sem og stjörnur á borð við Josh Strickland úr raunveruleikaþættinum Holly's World, og stórir endursöluaðilar.Fleira íslenskt var þó á sýningunni en klæðnaður. Boðið var upp á drykki frá Reyka Vodka og mat frá Lava, veitingastað Bláa lónsins og íslenska tónlist. „Þetta var ekki aðeins verið tískusýning heldur allsherjar landkynning," bendir Helga á og segir stefnt að því að endurtaka leikinn að ári. [email protected]
Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira