Vara Lýsis um allan heim 23. júní 2011 11:00 Oil4Life vörurnar fást í völdum heilsubúðum og apótekum á Íslandi. Fréttablaðið/GVA Norska fyrirtækið Oil4Life sem selur lýsisafurðir um allan heim hefur gert samning við Lýsi hf. um framleiðslu á vöru fyrir fyrirtækið. „Við völdum Lýsi vegna gæðaframleiðslu þeirra. Við erum mjög ánægðir með þá," segir Ola Eide, framkvæmda- og rannsóknarstjóri Oil4Life. „Lýsi er að mínu mati líklega besti framleiðandi á lýsisvörum, gæðalega séð." Adolf Ólason, markaðsstjóri Lýsis, segir að samvinnan sé á byrjunarstigi og gangi mjög vel. „Við erum að blanda vöru fyrir Oil4Life sem mun verða seld út um allan heim," segir Adolf og bætir við að lítil skref séu tekin í byrjun. „Þetta er jákvætt að öllu leyti. Við erum að berjast fyrir auknum útflutningi." Varan sem Lýsi framleiðir fyrir Oil4Life er blanda af ólívuolíu og íslensku lýsi. „Ástæðan fyrir notkun ólívuolíu með lýsinu er til að verja lýsið fyrir þráa sem oft vill verða. Þetta virkar líka innan líkamans og kemur í veg fyrir oxun omega 3 fitusýra. Við fáum góðu áhrif omega 3 fitusýranna en höldum neikvæðu áhrifunum í burtu," segir Eide og bætir við að varan sé nokkurs konar næsta kynslóð omega 3 vara. Að sögn Eide hefur fyrirtækið einnig þróað lýsi í duftformi sem hugsað er fyrir fólk sem finnst lýsisbragð vont. „Sumum finnst lýsi í fljótandi formi gott og það er allt í lagi. Öðrum finnst það ekki og taka þess í stað lýsishylki," útskýrir Eide. „Þess vegna þróuðum við lýsi í duftformi sem hægt verður að bæta við mat." Oil4Life á í viðræðum við Matís um að prófa lýsi í duftformi í mismunandi mat. „Við ætlum að kanna virkni vörunnar. Við vitum að hún inniheldur jafnmikið af Omega 3 og lýsi í vökvaformi. Við vitum líka að líkaminn tekur það upp. Núna langar okkur að kanna framleiðslumöguleika," upplýsir Eide sem segir næstu skref verða að ræða við Lýsi um framleiðslu vörunnar. [email protected] Heilsa Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Norska fyrirtækið Oil4Life sem selur lýsisafurðir um allan heim hefur gert samning við Lýsi hf. um framleiðslu á vöru fyrir fyrirtækið. „Við völdum Lýsi vegna gæðaframleiðslu þeirra. Við erum mjög ánægðir með þá," segir Ola Eide, framkvæmda- og rannsóknarstjóri Oil4Life. „Lýsi er að mínu mati líklega besti framleiðandi á lýsisvörum, gæðalega séð." Adolf Ólason, markaðsstjóri Lýsis, segir að samvinnan sé á byrjunarstigi og gangi mjög vel. „Við erum að blanda vöru fyrir Oil4Life sem mun verða seld út um allan heim," segir Adolf og bætir við að lítil skref séu tekin í byrjun. „Þetta er jákvætt að öllu leyti. Við erum að berjast fyrir auknum útflutningi." Varan sem Lýsi framleiðir fyrir Oil4Life er blanda af ólívuolíu og íslensku lýsi. „Ástæðan fyrir notkun ólívuolíu með lýsinu er til að verja lýsið fyrir þráa sem oft vill verða. Þetta virkar líka innan líkamans og kemur í veg fyrir oxun omega 3 fitusýra. Við fáum góðu áhrif omega 3 fitusýranna en höldum neikvæðu áhrifunum í burtu," segir Eide og bætir við að varan sé nokkurs konar næsta kynslóð omega 3 vara. Að sögn Eide hefur fyrirtækið einnig þróað lýsi í duftformi sem hugsað er fyrir fólk sem finnst lýsisbragð vont. „Sumum finnst lýsi í fljótandi formi gott og það er allt í lagi. Öðrum finnst það ekki og taka þess í stað lýsishylki," útskýrir Eide. „Þess vegna þróuðum við lýsi í duftformi sem hægt verður að bæta við mat." Oil4Life á í viðræðum við Matís um að prófa lýsi í duftformi í mismunandi mat. „Við ætlum að kanna virkni vörunnar. Við vitum að hún inniheldur jafnmikið af Omega 3 og lýsi í vökvaformi. Við vitum líka að líkaminn tekur það upp. Núna langar okkur að kanna framleiðslumöguleika," upplýsir Eide sem segir næstu skref verða að ræða við Lýsi um framleiðslu vörunnar. [email protected]
Heilsa Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira