Krumpaður löber á veisluborði Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 19. júlí 2011 06:00 Það vakti nokkra athygli þegar fregnir bárust af því að mögulega þyrfti að grípa til nýrrar gjaldtöku eða að hækka þau gjöld sem fyrir eru til að standa undir vegakerfi landsins. Í ljós hefur komið að í fyrsta skipti í háa herrans tíð stóðu gjöld af bílum og olíu undir vegaframkvæmdum. Og ástæðan kemur ekki til af góðu; skorið hefur verið ótæpilega niður í vegaframkvæmdum. Á tíu árum margfaldaðist bílaeign Íslendinga. Árið 2004 voru bílar á höfuðborgarsvæðinu á hvern íbúa 33 prósentum fleiri en þeir höfðu verið árið 1995. Þá var bílaeign í höfuðborginni svipuð og í borgum Vestur-Evrópu. Árið 2004 var hún komin í flokk með því sem gerist í bandarískum borgum. Með óbreyttum ferðavenjum mun bílaumferð á hverjum byggðum hektara aukast um þriðjung fram til ársins 2024. Bílastæðaþörf stofnana og fyrirtækja vestan Kringlumýrarbrautar kallar á 80 milljarða króna framkvæmdir. Fyrrtaldar upplýsingar koma úr fréttaskýringu um almenningssamgöngur sem rituð var rétt fyrir hrun, nánar tiltekið í september 2008. Trauðla hefur aukningin í bílaeign orði jafn gríðarleg og hún var þar á undan. Engum blöðum er hins vegar um það að fletta að Íslendingar eru bílaþjóð og það kostar sitt. Kaflaskil þurfa að verða í þessari þróun. Það er einfaldlega ekki hægt að fjölga bílum endalaust og hrópa sig síðan hásan þegar kemur að því að greiða þann kostnað sem hlýst af því að keyra bílana um landið og leggja þeim við áfangastað. Hyggja þarf að öðrum leiðum til að sinna þeirri þörf að komast frá A til B. Hvaða vit er til dæmis í því að það kosti 11 þúsund krónur að taka rútu til Akureyrar? Og annað eins að koma sér til baka. Af hverju er ekki meira hagræði í því að safna fólki saman í einn stóran bíl heldur en það verð sýnir? Olíuverð er vissulega hátt hér á landi, þó það sé ekki úr takti við það sem gerist í öðrum löndum. Jafnvel ódýrara en annars staðar. Heimsmarkaðsverð á olíu er hins vegar varla að fara að lækka. Því þarf að leita í aðra orkugjafa, líkt og gera á í áætlun um orkuskipti í samgöngum, eða horfa til annarra tekjustofna. Vel má vera að breyta þurfi hlutfalli olíugjalda sem fer til vegaframkvæmda, en það getur ekki verið stóri sannleikurinn í þessu. Verði ekki eitthvað að gert líður vegakerfið fyrir, drabbast niður og endar eins og krumpaður, blettóttur löber í fermingarveislu. Eðlilegasta leiðin er einfaldlega að hugsa fararvenjur okkar upp á nýtt. Minnka kostnað almennings við samgöngur við hann kenndan og beita þeim tækjum sem stjórnvöld hafa til að efla þær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun
Það vakti nokkra athygli þegar fregnir bárust af því að mögulega þyrfti að grípa til nýrrar gjaldtöku eða að hækka þau gjöld sem fyrir eru til að standa undir vegakerfi landsins. Í ljós hefur komið að í fyrsta skipti í háa herrans tíð stóðu gjöld af bílum og olíu undir vegaframkvæmdum. Og ástæðan kemur ekki til af góðu; skorið hefur verið ótæpilega niður í vegaframkvæmdum. Á tíu árum margfaldaðist bílaeign Íslendinga. Árið 2004 voru bílar á höfuðborgarsvæðinu á hvern íbúa 33 prósentum fleiri en þeir höfðu verið árið 1995. Þá var bílaeign í höfuðborginni svipuð og í borgum Vestur-Evrópu. Árið 2004 var hún komin í flokk með því sem gerist í bandarískum borgum. Með óbreyttum ferðavenjum mun bílaumferð á hverjum byggðum hektara aukast um þriðjung fram til ársins 2024. Bílastæðaþörf stofnana og fyrirtækja vestan Kringlumýrarbrautar kallar á 80 milljarða króna framkvæmdir. Fyrrtaldar upplýsingar koma úr fréttaskýringu um almenningssamgöngur sem rituð var rétt fyrir hrun, nánar tiltekið í september 2008. Trauðla hefur aukningin í bílaeign orði jafn gríðarleg og hún var þar á undan. Engum blöðum er hins vegar um það að fletta að Íslendingar eru bílaþjóð og það kostar sitt. Kaflaskil þurfa að verða í þessari þróun. Það er einfaldlega ekki hægt að fjölga bílum endalaust og hrópa sig síðan hásan þegar kemur að því að greiða þann kostnað sem hlýst af því að keyra bílana um landið og leggja þeim við áfangastað. Hyggja þarf að öðrum leiðum til að sinna þeirri þörf að komast frá A til B. Hvaða vit er til dæmis í því að það kosti 11 þúsund krónur að taka rútu til Akureyrar? Og annað eins að koma sér til baka. Af hverju er ekki meira hagræði í því að safna fólki saman í einn stóran bíl heldur en það verð sýnir? Olíuverð er vissulega hátt hér á landi, þó það sé ekki úr takti við það sem gerist í öðrum löndum. Jafnvel ódýrara en annars staðar. Heimsmarkaðsverð á olíu er hins vegar varla að fara að lækka. Því þarf að leita í aðra orkugjafa, líkt og gera á í áætlun um orkuskipti í samgöngum, eða horfa til annarra tekjustofna. Vel má vera að breyta þurfi hlutfalli olíugjalda sem fer til vegaframkvæmda, en það getur ekki verið stóri sannleikurinn í þessu. Verði ekki eitthvað að gert líður vegakerfið fyrir, drabbast niður og endar eins og krumpaður, blettóttur löber í fermingarveislu. Eðlilegasta leiðin er einfaldlega að hugsa fararvenjur okkar upp á nýtt. Minnka kostnað almennings við samgöngur við hann kenndan og beita þeim tækjum sem stjórnvöld hafa til að efla þær.