Húsnæðisskortur ríkir á Tálknafirði 3. ágúst 2011 09:30 Tálknfirðingar þurfa nú að grípa til einhverra aðgerða svo að þeir komi vinnuafli sínu undir þak. Svo eru þeir að vinna að því að koma sér upp heitavatnskyndingu í stað rafmagnskyndingar. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir Eftir tuttugu ára samdráttarskeið á Tálknafirði er nú svo komið að mikil eftirspurn er eftir húsnæði í bænum. Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Fjarðarlax sem rekur ört vaxandi laxeldi á staðnum, hefur til að mynda lýst yfir áhyggjum sínum af því að ekki verði til leiguhúsnæði fyrir starfsfólk á staðnum í nánustu framtíð. Að sögn Eyrúnar Ingibjargar Sigþórsdóttur oddvita hyggst hreppurinn bregðast við þessu með því að kanna hvort grundvöllur sé fyrir því að reisa íbúðir fyrir aldraða á Tálknafirði. „Við teljum að ef eldra fólk geti hugsað sér að flytja í slíkar íbúðir þá sé sú leið betri fyrir okkur til að létta á þessu, frekar en að fara að byggja íbúðarhús,“ segir hún. Aðeins eitt íbúðarhús hefur verið reist á Tálknafirði frá aldamótum. Hún segir enn fremur að mest sé eftirspurnin eftir leiguhúsnæði enda vilji fólk fyrst leigja áður en það festi kaup á húsnæði. Næg atvinna er á Tálknafirði en Eyrún Ingibjörg segist þó undrast, í ljósi þess atvinnuleysis sem ríkir í landinu, að Íslendingar skuli ekki hafa sótt um né spurst fyrir um vinnu í fiskvinnslu á staðnum. „Það er eins og það hvarfli ekki að Íslendingum að fara að vinna í fiski en ég er nú þeirrar skoðunar að það sé alltaf betra fyrir sálartetrið að hafa atvinnu en að sitja heima við,“ segir hún. Það kemur þó ekki að sök fyrir fiskvinnslu á staðnum því Pólverjar sækjast eftir þessum störfum. Eins hefur orðið mikil ásókn í sjóstangveiði á Tálknafirði og sagði Finnur Jónsson, stjórnarformaður Sumarbyggðar, í Fréttablaðinu í síðasta mánuði að um helmings aukning hefði orðið á komu ferðamanna þangað miðað við árið í fyrra. Eyrún Ingibjörg segir að stundum hafi verið erfitt að koma öllu ferðamönnunum á svæðið. „Það sem háir okkur hér á sunnanverðum Vestfjörðum er að okkur vantar lengri flugbraut en Fokkerinn getur ekki lent á flugbrautinni á Bíldudal fulllestaður. Við höfum því þurft að leita til Flugfélagsins Ernis til að koma öllum ferðamönnunum á svæðið en það hafa reynst okkur mjög vel í gegnum tíðina,“ segir hún. Þar að auki stendur fyrir dyrum að bora eftir heitu vatni á Tálknafirði nú á haustdögum en eins og gengur á Vestfjörðum verða Tálknafirðingar að láta sér nægja rafmagnskyndingu. Eyrún segir það því mikið hagræði ef hægt verði að leysa hana af hólmi með heitavatnskyndingu. [email protected] Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir Eftir tuttugu ára samdráttarskeið á Tálknafirði er nú svo komið að mikil eftirspurn er eftir húsnæði í bænum. Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Fjarðarlax sem rekur ört vaxandi laxeldi á staðnum, hefur til að mynda lýst yfir áhyggjum sínum af því að ekki verði til leiguhúsnæði fyrir starfsfólk á staðnum í nánustu framtíð. Að sögn Eyrúnar Ingibjargar Sigþórsdóttur oddvita hyggst hreppurinn bregðast við þessu með því að kanna hvort grundvöllur sé fyrir því að reisa íbúðir fyrir aldraða á Tálknafirði. „Við teljum að ef eldra fólk geti hugsað sér að flytja í slíkar íbúðir þá sé sú leið betri fyrir okkur til að létta á þessu, frekar en að fara að byggja íbúðarhús,“ segir hún. Aðeins eitt íbúðarhús hefur verið reist á Tálknafirði frá aldamótum. Hún segir enn fremur að mest sé eftirspurnin eftir leiguhúsnæði enda vilji fólk fyrst leigja áður en það festi kaup á húsnæði. Næg atvinna er á Tálknafirði en Eyrún Ingibjörg segist þó undrast, í ljósi þess atvinnuleysis sem ríkir í landinu, að Íslendingar skuli ekki hafa sótt um né spurst fyrir um vinnu í fiskvinnslu á staðnum. „Það er eins og það hvarfli ekki að Íslendingum að fara að vinna í fiski en ég er nú þeirrar skoðunar að það sé alltaf betra fyrir sálartetrið að hafa atvinnu en að sitja heima við,“ segir hún. Það kemur þó ekki að sök fyrir fiskvinnslu á staðnum því Pólverjar sækjast eftir þessum störfum. Eins hefur orðið mikil ásókn í sjóstangveiði á Tálknafirði og sagði Finnur Jónsson, stjórnarformaður Sumarbyggðar, í Fréttablaðinu í síðasta mánuði að um helmings aukning hefði orðið á komu ferðamanna þangað miðað við árið í fyrra. Eyrún Ingibjörg segir að stundum hafi verið erfitt að koma öllu ferðamönnunum á svæðið. „Það sem háir okkur hér á sunnanverðum Vestfjörðum er að okkur vantar lengri flugbraut en Fokkerinn getur ekki lent á flugbrautinni á Bíldudal fulllestaður. Við höfum því þurft að leita til Flugfélagsins Ernis til að koma öllum ferðamönnunum á svæðið en það hafa reynst okkur mjög vel í gegnum tíðina,“ segir hún. Þar að auki stendur fyrir dyrum að bora eftir heitu vatni á Tálknafirði nú á haustdögum en eins og gengur á Vestfjörðum verða Tálknafirðingar að láta sér nægja rafmagnskyndingu. Eyrún segir það því mikið hagræði ef hægt verði að leysa hana af hólmi með heitavatnskyndingu. [email protected]
Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira