Tvær hagnýtar námskeiðslínur á sviði reksturs og þjónustu 9. ágúst 2011 12:23 "Kennararnir eru framúrskarandi og leggja áherslu á að þegar námskeiði er lokið komi þátttakendur út með þekkingu og tæki og tól sem hægt er að nýta strax,“ segir Erna Guðrún Agnarsdóttir, námstjóri Endurmenntunar Háskóla Íslands. Mynd/Valli Endurmenntun Íslands býður upp á tvær spennandi og hagnýtar námskeiðslínur. Þessar línur sem við bjóðum nú eru: Rekstur, stjórnun og markaðssetning smáfyrirtækja – markviss leið, sem er 90 klukkustunda nám, og Lykilþættir þjónustu – markviss leið, sem er 50 klukkustunda nám," segir Erna Guðrún Agnarsdóttir, námsstjóri Endurmenntunar Háskóla Íslands. „Það sem er sameiginlegt með þessum línum er að það eru engin inntökuskilyrði, kennt er í staðbundnum lotum þar sem hverju námskeiði lýkur áður en það næsta hefst. Kennararnir eru framúrskarandi og leggja áherslu á að þegar námskeiði er lokið komi þátttakendur út með þekkingu og tæki og tól sem hægt er að nýta strax. Þetta er í annað skipti sem við förum af stað með Rekstur, stjórnun og markaðssetningu smáfyrirtækja og það er skemmtilegt að verða vitni að því þegar hugmynd fæðist og verður að veruleika eftir þátttöku í slíku námi. Fólk hefur einnig sótt námið til efla sig í sínu starfi og þá um leið auka samkeppnishæfni sína þannig að ástæður þátttakenda er mismunandi. Við erum að fara af stað í fyrsta sinn með línuna Lykilþættir þjónustu – markviss leið en við höfum orðið vör við að nám af þessu tagi vantar þannig að það er spennandi að byrja í haust. Viljum við ekki alltaf veita sem besta þjónustu svo ekki sé talað um að fá ætíð góða þjónustu," segir Erna Guðrún og brosir.Rekstur, stjórnun og markaðssetning smáfyrirtækja Námið er ætlað öllum þeim sem vilja kynna sér uppbyggingu og mismunandi rekstrarform smáfyrirtækja. Þar er meðal annars farið í algeng skattaleg mistök í fyrirtækjarekstri og reikningshaldi og reikningsskilum. Þá er farið í markaðssetningu og hvernig megi nota samspil samfélagsmiðla og vefmiðla við markaðssetningu og einnig hvernig leggja skuli grunninn að fyrstu auglýsingaherferð fyrirtækisins, svo eitthvað sé upp talið. Námið er kennt á haustmisseri 2011 og er kennt í þremur lotum en hver lota nær yfir tvær helgar, frá fimmtudegi til laugardags. Námskeiðsgjald er 245.000 krónur. Umsóknarfrestur er til 9. september 2011.Lykilþættir þjónustu Námsleið sem er ætluð öllum þeim sem starfa við þjónustu í fyrirtækjum og stofnunum og þeim sem hafa áhuga á að auka þekkingu sína á því sviði. Markmiðið er að þátttakendur öðlist hagnýta grunnþekkingu og færni í framúrskarandi þjónustu. Þeir læri um grunnatriði þjónustufræða, geri sér grein fyrir tengslum siðferðis og þjónustu, efli samskiptahæfni sína og sjálfstraust og þekki leiðir til að auka eigið öryggi við lausn ágreiningsmála, sem og að takast á við álag og streitu í starfi. Námið er kennt á haustmisseri 2011 og er kennt í þremur lotum en hver lota nær yfir tvær helgar, frá fimmtudegi til laugardags. Námskeiðsgjald er 145.000 krónur. Umsóknarfrestur er til 29. september 2011. Sérblöð Tengdar fréttir Gróska í Forsælu Hlín Gunnarsdóttir sótti námskeiðslínuna Rekstur, stjórnun og markaðssetning smáfyrirtækja – markviss leið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands, og sér ekki eftir því. 9. ágúst 2011 12:23 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Fleiri fréttir Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Endurmenntun Íslands býður upp á tvær spennandi og hagnýtar námskeiðslínur. Þessar línur sem við bjóðum nú eru: Rekstur, stjórnun og markaðssetning smáfyrirtækja – markviss leið, sem er 90 klukkustunda nám, og Lykilþættir þjónustu – markviss leið, sem er 50 klukkustunda nám," segir Erna Guðrún Agnarsdóttir, námsstjóri Endurmenntunar Háskóla Íslands. „Það sem er sameiginlegt með þessum línum er að það eru engin inntökuskilyrði, kennt er í staðbundnum lotum þar sem hverju námskeiði lýkur áður en það næsta hefst. Kennararnir eru framúrskarandi og leggja áherslu á að þegar námskeiði er lokið komi þátttakendur út með þekkingu og tæki og tól sem hægt er að nýta strax. Þetta er í annað skipti sem við förum af stað með Rekstur, stjórnun og markaðssetningu smáfyrirtækja og það er skemmtilegt að verða vitni að því þegar hugmynd fæðist og verður að veruleika eftir þátttöku í slíku námi. Fólk hefur einnig sótt námið til efla sig í sínu starfi og þá um leið auka samkeppnishæfni sína þannig að ástæður þátttakenda er mismunandi. Við erum að fara af stað í fyrsta sinn með línuna Lykilþættir þjónustu – markviss leið en við höfum orðið vör við að nám af þessu tagi vantar þannig að það er spennandi að byrja í haust. Viljum við ekki alltaf veita sem besta þjónustu svo ekki sé talað um að fá ætíð góða þjónustu," segir Erna Guðrún og brosir.Rekstur, stjórnun og markaðssetning smáfyrirtækja Námið er ætlað öllum þeim sem vilja kynna sér uppbyggingu og mismunandi rekstrarform smáfyrirtækja. Þar er meðal annars farið í algeng skattaleg mistök í fyrirtækjarekstri og reikningshaldi og reikningsskilum. Þá er farið í markaðssetningu og hvernig megi nota samspil samfélagsmiðla og vefmiðla við markaðssetningu og einnig hvernig leggja skuli grunninn að fyrstu auglýsingaherferð fyrirtækisins, svo eitthvað sé upp talið. Námið er kennt á haustmisseri 2011 og er kennt í þremur lotum en hver lota nær yfir tvær helgar, frá fimmtudegi til laugardags. Námskeiðsgjald er 245.000 krónur. Umsóknarfrestur er til 9. september 2011.Lykilþættir þjónustu Námsleið sem er ætluð öllum þeim sem starfa við þjónustu í fyrirtækjum og stofnunum og þeim sem hafa áhuga á að auka þekkingu sína á því sviði. Markmiðið er að þátttakendur öðlist hagnýta grunnþekkingu og færni í framúrskarandi þjónustu. Þeir læri um grunnatriði þjónustufræða, geri sér grein fyrir tengslum siðferðis og þjónustu, efli samskiptahæfni sína og sjálfstraust og þekki leiðir til að auka eigið öryggi við lausn ágreiningsmála, sem og að takast á við álag og streitu í starfi. Námið er kennt á haustmisseri 2011 og er kennt í þremur lotum en hver lota nær yfir tvær helgar, frá fimmtudegi til laugardags. Námskeiðsgjald er 145.000 krónur. Umsóknarfrestur er til 29. september 2011.
Sérblöð Tengdar fréttir Gróska í Forsælu Hlín Gunnarsdóttir sótti námskeiðslínuna Rekstur, stjórnun og markaðssetning smáfyrirtækja – markviss leið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands, og sér ekki eftir því. 9. ágúst 2011 12:23 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Fleiri fréttir Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Gróska í Forsælu Hlín Gunnarsdóttir sótti námskeiðslínuna Rekstur, stjórnun og markaðssetning smáfyrirtækja – markviss leið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands, og sér ekki eftir því. 9. ágúst 2011 12:23