Kokhraustir án Frusciante 25. ágúst 2011 14:30 á tónleikum Red Hot Chili Peppers á tónleikum í Hollywood síðastliðinn mánudag. Tíunda hljóðversplata sveitarinnar er á leiðinni.nordicphotos/getty Tíunda hljóðversplata Red Hot Chili Peppers kemur út á mánudaginn. Josh Klinghoffer hefur tekið við gítarleiknum af hinum óútreiknanlega John Frusciante. Fyrsta plata Red Hot Chili Peppers í fimm ár, I‘m With You, kemur út á mánudaginn. Eftir tveggja ára hlé þar sem Flea stundaði tónlistarnám í Kaliforníu og Kiedis einbeitti sér að nýfæddum syni sínum, hófust upptökur í september í fyrra með Rick Rubin við stjórnvölinn. I"m With You er fyrsta plata Kaliforníu-fönkaranna í fimmtán ár án gítarleikarans óútreiknanlega Johns Frusciante, sem ákvað að segja skilið við bandið í annað sinn. Margir óttast að það sama gerist nú og gerðist síðast þegar Frusciante hætti. Þá gaf út sveitin út hina misheppnuðu One Hot Minute með Dave Navarro á gítarnum en miðað við smáskífulagið The Adventures of Rain Dance og fleiri lög þurfa aðdáendur Chili Peppers ekkert að óttast. Tónlistin hefur lítið breyst og þrátt fyrir að Frusciante hafi átt stóran þátt í vinsældum sveitarinnar virðist hinn ungi Josh Klinghoffer hafa það sem til þarf. I"m With You er tíunda hljóðversplata Red Hot Chili Peppers. Hljómsveitin var stofnuð 1983 af Anthony Kiedis, gítarleikaranum Hillel Slovak (sem lést úr ofneyslu heróíns 1988), Flea og trommaranum Jack Irons. Fyrsta platan, samnefnd sveitinni, kom út 1984. Þrátt fyrir að hún hafi ekki selst vel fékk hún ágæta spilun í bandaríska háskólaútvarpinu. Næsta plata, Freaky Styley, gerði lítið til að auka vinsældir strákanna en sú næsta, The Uplift Mofo Party Plan, varð sú fyrsta til að ná inn á vinsældalista. Fjórða platan Mothers Milk, með nýliðann Frusciante um borð, vakti enn meiri athygli á sveitinni, enda var lögð meiri áhersla á melódíur en taktfast fönkið. Eftir útgáfu Blood Sugar Sex Magik 1991 fóru hjól piparsveinanna að snúast fyrir alvöru og Kiedes og félagar öðluðust heimsfrægð með lögunum Under the Bridge og Give It Away. Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim tuttugu árum sem eru liðin síðan þá. Chili Peppers hefur selt yfir sextíu milljónir platna, unnið sex Grammy-verðlaun og ekki sér fyrir endann á vinsældunum þrátt fyrir brotthvarf Frusciante. En hvernig hljómar svo nýja platan? Aðdáendur sveitarinnar, sem hafa getað hlustað á plötuna á heimasíðu sveitarinnar síðustu daga, virðast nokkuð sáttir. Ráða má af viðbrögðum þeirra að I"m With You sé stútfull af flottum lögum þó platan sé alls ekki gallalaus. Stóru tónlistarblöðin Uncut og Q virðast sama sinnis. Hvort um sig gefur plötunni þrjár stjörnur af fimm mögulegum. [email protected] Lífið Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
Tíunda hljóðversplata Red Hot Chili Peppers kemur út á mánudaginn. Josh Klinghoffer hefur tekið við gítarleiknum af hinum óútreiknanlega John Frusciante. Fyrsta plata Red Hot Chili Peppers í fimm ár, I‘m With You, kemur út á mánudaginn. Eftir tveggja ára hlé þar sem Flea stundaði tónlistarnám í Kaliforníu og Kiedis einbeitti sér að nýfæddum syni sínum, hófust upptökur í september í fyrra með Rick Rubin við stjórnvölinn. I"m With You er fyrsta plata Kaliforníu-fönkaranna í fimmtán ár án gítarleikarans óútreiknanlega Johns Frusciante, sem ákvað að segja skilið við bandið í annað sinn. Margir óttast að það sama gerist nú og gerðist síðast þegar Frusciante hætti. Þá gaf út sveitin út hina misheppnuðu One Hot Minute með Dave Navarro á gítarnum en miðað við smáskífulagið The Adventures of Rain Dance og fleiri lög þurfa aðdáendur Chili Peppers ekkert að óttast. Tónlistin hefur lítið breyst og þrátt fyrir að Frusciante hafi átt stóran þátt í vinsældum sveitarinnar virðist hinn ungi Josh Klinghoffer hafa það sem til þarf. I"m With You er tíunda hljóðversplata Red Hot Chili Peppers. Hljómsveitin var stofnuð 1983 af Anthony Kiedis, gítarleikaranum Hillel Slovak (sem lést úr ofneyslu heróíns 1988), Flea og trommaranum Jack Irons. Fyrsta platan, samnefnd sveitinni, kom út 1984. Þrátt fyrir að hún hafi ekki selst vel fékk hún ágæta spilun í bandaríska háskólaútvarpinu. Næsta plata, Freaky Styley, gerði lítið til að auka vinsældir strákanna en sú næsta, The Uplift Mofo Party Plan, varð sú fyrsta til að ná inn á vinsældalista. Fjórða platan Mothers Milk, með nýliðann Frusciante um borð, vakti enn meiri athygli á sveitinni, enda var lögð meiri áhersla á melódíur en taktfast fönkið. Eftir útgáfu Blood Sugar Sex Magik 1991 fóru hjól piparsveinanna að snúast fyrir alvöru og Kiedes og félagar öðluðust heimsfrægð með lögunum Under the Bridge og Give It Away. Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim tuttugu árum sem eru liðin síðan þá. Chili Peppers hefur selt yfir sextíu milljónir platna, unnið sex Grammy-verðlaun og ekki sér fyrir endann á vinsældunum þrátt fyrir brotthvarf Frusciante. En hvernig hljómar svo nýja platan? Aðdáendur sveitarinnar, sem hafa getað hlustað á plötuna á heimasíðu sveitarinnar síðustu daga, virðast nokkuð sáttir. Ráða má af viðbrögðum þeirra að I"m With You sé stútfull af flottum lögum þó platan sé alls ekki gallalaus. Stóru tónlistarblöðin Uncut og Q virðast sama sinnis. Hvort um sig gefur plötunni þrjár stjörnur af fimm mögulegum. [email protected]
Lífið Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp