Verkamannaflokkurinn bætir við sig talsverðu fylgi í nýrri skoðanakönnun sem birt var í norskum fjölmiðlum í gær. Spurt var um hvaða flokk fólk myndi kjósa ef gengið yrði til þingkosninga nú.
Verkamannaflokkurinn fengi þannig 35,4% fylgi, sem er stökk um 7,4% frá könnun sem gerð var fyrir mánuði. Sú könnun var gerð fyrir fjöldamorðin í Ósló og Útey, en flokkurinn hefur síðan notið samúðarfylgis í könnunum. Norðmenn ganga brátt til sveitarstjórnarkosninga en ekki er sjálfgefið að útkoman þar verði í samræmi við þessa könnun.- þj

