Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, buðu Daliu Grybauskaitë, forseta Litháens, í heimsókn í Höfða í gærmorgun. Þá voru tuttugu ár liðin frá því að viðurkenning Íslands á sjálfstæði Eystrasaltsþjóðanna þriggja var staðfest með athöfn í Höfða.
Athöfnin í Höfða var hluti af dagskrá opinberrar heimsóknar Grybauskaitë hingað til lands, en heimsókninni lauk formlega með kvöldverðarboði Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Þingvöllum í gær. - bj
20 ár frá staðfestingu á sjálfstæði
