Undanþága Nubos á borði Ögmundar 1. september 2011 04:00 Karl Axelsson Ögmundur Jónasson Beiðni um að kínverski fjárfestirinn Huang Nubo fái undanþágu frá banni við fjárfestingu útlendinga utan EES í fasteignum er komin inn á borð innanríkis-ráðherra. Nubo hefur samið um kaup á 72 prósentum af landi Grímsstaða á Fjöllum. „Hún verður nú tekin til efnislegrar umfjöllunar,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. „Við eigum eftir að fara yfir málin og vega þau og meta í ljósi gagna sem okkur berast. Síðan þarf að ræða þessa grunnspurningu, hvort við erum reiðubúin að selja stóran hluta af Íslandi í hendur erlendra aðila? Það er spurning sem verður ekki svarað í einu vetfangi.“ Ögmundur segir að kaup Nubos á Grímsstöðum séu ekki heimil samkvæmt íslenskum lögum. Hin almenna regla sé sú að jarðakaup erlendra aðila utan EES séu ekki heimiluð. Hins vegar sé hægt að leita eftir undanþágu frá þeirri lagareglu. Og það sé nú á borði ráðuneytisins. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hafa báðar lýst því yfir að engin ástæða sé til þess að óttast kaup Nubos á jörðinni. Lagalegt umhverfi hér á landi sé of sterkt. Ögmundur er ekki eins bjartsýnn. „Ég hef lýst því yfir að ég tel óráðlegt að kyngja þessu ómeltu eða snöggsoðnu,“ segir Ögmundur. „Ég ítreka það að oft hefur okkur verið sagt að það sé ekkert að óttast – það var til að mynda sagt í aðdraganda hrunsins.“ Innanríkisráðherra bendir einnig á að eignarhaldi á landi fylgi ýmis mikilvæg réttindi sem snúa að auðlindum og nýtingu þeirra. Hann undirstrikar að málið sé ekki einfalt og hafi fleiri en eina hlið. „Mér ber lagaleg og siðferðisleg skylda til að standa vörð um hagsmuni okkar samfélags og lands og það ætla ég mér að gera.“ Veiti innanríkisráðuneytið undanþágu til kaupa Nubos á jörðinni, mun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið fara með forræði á fjórðungshlut ríkisins í Grímsstöðum. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að engin áform séu uppi um að selja þann hlut, enda hafi slíkt erindi ekki borist ráðuneytinu. „Fari slíkt ferli í gang verður ráðuneytið að óska eftir heimildum Alþingis og það er meirihluti Alþingis sem tekur ákvörðun um það hvort slíkt skuli gert, segir Jón. „Ef hingað berst erindi um kaup á þessari jörð þá er alls ekki sjálfgefið að ráðuneytið geri tillögu um sölu og það mál verður að skoða í tengslum við önnur lög í landinu og hvaða meðferð lands er hér um að ræða.“ [email protected]Jón Bjarnason Fréttir Jarðakaup útlendinga Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Ögmundur Jónasson Beiðni um að kínverski fjárfestirinn Huang Nubo fái undanþágu frá banni við fjárfestingu útlendinga utan EES í fasteignum er komin inn á borð innanríkis-ráðherra. Nubo hefur samið um kaup á 72 prósentum af landi Grímsstaða á Fjöllum. „Hún verður nú tekin til efnislegrar umfjöllunar,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. „Við eigum eftir að fara yfir málin og vega þau og meta í ljósi gagna sem okkur berast. Síðan þarf að ræða þessa grunnspurningu, hvort við erum reiðubúin að selja stóran hluta af Íslandi í hendur erlendra aðila? Það er spurning sem verður ekki svarað í einu vetfangi.“ Ögmundur segir að kaup Nubos á Grímsstöðum séu ekki heimil samkvæmt íslenskum lögum. Hin almenna regla sé sú að jarðakaup erlendra aðila utan EES séu ekki heimiluð. Hins vegar sé hægt að leita eftir undanþágu frá þeirri lagareglu. Og það sé nú á borði ráðuneytisins. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hafa báðar lýst því yfir að engin ástæða sé til þess að óttast kaup Nubos á jörðinni. Lagalegt umhverfi hér á landi sé of sterkt. Ögmundur er ekki eins bjartsýnn. „Ég hef lýst því yfir að ég tel óráðlegt að kyngja þessu ómeltu eða snöggsoðnu,“ segir Ögmundur. „Ég ítreka það að oft hefur okkur verið sagt að það sé ekkert að óttast – það var til að mynda sagt í aðdraganda hrunsins.“ Innanríkisráðherra bendir einnig á að eignarhaldi á landi fylgi ýmis mikilvæg réttindi sem snúa að auðlindum og nýtingu þeirra. Hann undirstrikar að málið sé ekki einfalt og hafi fleiri en eina hlið. „Mér ber lagaleg og siðferðisleg skylda til að standa vörð um hagsmuni okkar samfélags og lands og það ætla ég mér að gera.“ Veiti innanríkisráðuneytið undanþágu til kaupa Nubos á jörðinni, mun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið fara með forræði á fjórðungshlut ríkisins í Grímsstöðum. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að engin áform séu uppi um að selja þann hlut, enda hafi slíkt erindi ekki borist ráðuneytinu. „Fari slíkt ferli í gang verður ráðuneytið að óska eftir heimildum Alþingis og það er meirihluti Alþingis sem tekur ákvörðun um það hvort slíkt skuli gert, segir Jón. „Ef hingað berst erindi um kaup á þessari jörð þá er alls ekki sjálfgefið að ráðuneytið geri tillögu um sölu og það mál verður að skoða í tengslum við önnur lög í landinu og hvaða meðferð lands er hér um að ræða.“ [email protected]Jón Bjarnason
Fréttir Jarðakaup útlendinga Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira