Sjö tilkynningar hjá söfnuði Votta Jehóva Sunna Valgerðardóttir skrifar 5. september 2011 07:00 Öldungaráð Votta Jehóva hefur fengið sjö tilkynningar um kynferðisbrot inn á borð til sín síðan árið 1960. Eitt málið var kært til lögreglu, en var vísað frá. Er þetta töluvert meiri fjöldi heldur en tilgreindur er hjá hinum fjórum trúfélögunum sem segja í svari sínu til fagráðs innanríkisráðuneytisins um kynferðisbrot innan trúfélaga að mál af þessu tagi hafi verið tilkynnt. Þetta er að Krossinum undanskildum, en sjö konur kærðu Gunnar Þorsteinsson, fyrrum forstöðumann Krossins, fyrir kynferðisbrot gegn sér. Því máli var einnig vísað frá. Tilkynnt hefur verið um kynferðisbrot hjá fimm af þeim fjórtán trúarsöfnuðum sem hafa svarað fyrirspurninni og hefur Fréttablaðið afrit af svörunum undir höndum. Í bréfi Votta Jehóva til fagráðsins segir að ef komi fram ásökun um kynferðisbrot gegn barni innan safnaðarins sé málinu strax vísað til yfirvalda. Hins vegar ef ásökunin er gerð af fullorðnum einstaklingi verði þau mál ekki tilkynnt. Bjarni Jónsson, forstöðumaður Votta Jehóva á Íslandi, getur þó ekki svarað því hversu mörg af þeim sjö málum sem hafa komið upp, séu kynferðisbrot gegn börnum. Hann telur þó fullvíst að það sé ekki í öllum tilvikum. „Það er ekki haldið neitt bókhald, slíkt er ekki heimilt samkvæmt persónuverndarlögum. Því er ekki hægt að vita hversu mörg brotanna voru gegn börnum," útskýrir Bjarni. Ef meðlimur safnaðarins telur að á sér hafi verið brotið er viðkomandi hvattur til að ræða við þann sem á honum braut. Virki það ekki, er brotaþoli hvattur til að taka annan með sér á fundinn. Bjarni telur ólíklegt að Vottar Jehóva setji á fót fagráð um meðferð kynferðisbrota. Spurður hvort hann telji rétt að söfnuðurinn komi á fót fagráði um meðferð kynferðis-brota segir Bjarni að slíkt gæti reynst afar erfitt hjá svo smáum söfnuði. Um 300 manns eru virkir innan hans en 700 skráðir. Einnig telur hann að erfitt sé að skilgreina fagráð sem slíkt. „Það er túlkunaratriði hvernig svona fagráð er skilgreint. Ef maður flettir því upp í orðabók er það ekki einu sinni til," segir Bjarni. „Það virðist vera vaxandi tilhneiging til þess að setja svokölluð kynferðisbrot, sem er líka svolítið óljóst hvernig eru skilgreind, í svona ferli." Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Öldungaráð Votta Jehóva hefur fengið sjö tilkynningar um kynferðisbrot inn á borð til sín síðan árið 1960. Eitt málið var kært til lögreglu, en var vísað frá. Er þetta töluvert meiri fjöldi heldur en tilgreindur er hjá hinum fjórum trúfélögunum sem segja í svari sínu til fagráðs innanríkisráðuneytisins um kynferðisbrot innan trúfélaga að mál af þessu tagi hafi verið tilkynnt. Þetta er að Krossinum undanskildum, en sjö konur kærðu Gunnar Þorsteinsson, fyrrum forstöðumann Krossins, fyrir kynferðisbrot gegn sér. Því máli var einnig vísað frá. Tilkynnt hefur verið um kynferðisbrot hjá fimm af þeim fjórtán trúarsöfnuðum sem hafa svarað fyrirspurninni og hefur Fréttablaðið afrit af svörunum undir höndum. Í bréfi Votta Jehóva til fagráðsins segir að ef komi fram ásökun um kynferðisbrot gegn barni innan safnaðarins sé málinu strax vísað til yfirvalda. Hins vegar ef ásökunin er gerð af fullorðnum einstaklingi verði þau mál ekki tilkynnt. Bjarni Jónsson, forstöðumaður Votta Jehóva á Íslandi, getur þó ekki svarað því hversu mörg af þeim sjö málum sem hafa komið upp, séu kynferðisbrot gegn börnum. Hann telur þó fullvíst að það sé ekki í öllum tilvikum. „Það er ekki haldið neitt bókhald, slíkt er ekki heimilt samkvæmt persónuverndarlögum. Því er ekki hægt að vita hversu mörg brotanna voru gegn börnum," útskýrir Bjarni. Ef meðlimur safnaðarins telur að á sér hafi verið brotið er viðkomandi hvattur til að ræða við þann sem á honum braut. Virki það ekki, er brotaþoli hvattur til að taka annan með sér á fundinn. Bjarni telur ólíklegt að Vottar Jehóva setji á fót fagráð um meðferð kynferðisbrota. Spurður hvort hann telji rétt að söfnuðurinn komi á fót fagráði um meðferð kynferðis-brota segir Bjarni að slíkt gæti reynst afar erfitt hjá svo smáum söfnuði. Um 300 manns eru virkir innan hans en 700 skráðir. Einnig telur hann að erfitt sé að skilgreina fagráð sem slíkt. „Það er túlkunaratriði hvernig svona fagráð er skilgreint. Ef maður flettir því upp í orðabók er það ekki einu sinni til," segir Bjarni. „Það virðist vera vaxandi tilhneiging til þess að setja svokölluð kynferðisbrot, sem er líka svolítið óljóst hvernig eru skilgreind, í svona ferli."
Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira