Fleiri svið hafa íhugað inntökupróf eða skilyrði - Fréttaskýring 15. september 2011 05:15 Fréttaskýring: Er munur á námsgetu nemenda eftir því úr hvaða framhaldsskólum þeir komu og er tímabært að endurskoða skilyrði fyrir inngöngu? „Eftir að skólum fjölgaði er alveg ljóst að geta þeirra sem útskrifast frá mismunandi skólum virðist vera mjög ólík,“ segir Sigurður Guðmundsson, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Sviðið er það eina sem notar inntökupróf, en þreyta þarf slíkt próf í læknisfræði og sjúkraþjálfun. Greint var frá því í Fréttablaðinu á þriðjudag að hagfræðideild HÍ hygðist taka upp inntökupróf næsta haust. Markmiðið er að fækka þeim nemendum sem standast ekki kröfurnar í deildinni. Daði Már Kristófersson, dósent við deildina, sagði þá að stúdentspróf væru orðin svo mismunandi eftir skólum að ekki væri lengur nægilega mikið að marka þau. „Við þekkjum þetta vel hér og horfum til þess hvaðan fólk kemur inn í deildirnar hjá okkur, sumir skólar eru meira áberandi en aðrir,“ segir Sigurður. Ástráður Eysteinsson, forseti hugvísindasviðs, segir fólk finna verulega fyrir breytingum á framhaldsskólastiginu og hafa áhyggjur af þróuninni þar. „Það hafa verið fundir, bæði almennir og sérstakir fundir hjá okkur, þar sem við höfum reynt að átta okkur á nákvæmlega hvaða mynd þetta er að taka á sig í framhaldsskólunum.“ „Við höfum rætt það hvort ástæða væri til þess að taka upp inntökupróf eða sérstakar kröfur,“ segir Jón Torfi Jónasson, forseti menntavísindasviðs. Hann segir það til dæmis hafa verið rætt hvort setja ætti sérstök viðmið í íslensku eða stærðfræði hjá kennaranemum, en það hafi ekki orðið ofan á. „Hins vegar er spurning hvort ekki ætti að nýta stöðupróf miklu meira í kerfinu. Mér finnst að það mætti huga miklu meira að því í skólakerfinu í heild sinni.“ Hann segir að ekki sé flókið að framkvæma slík próf. Jón Torfi segist hafa gert rannsókn fyrir nokkrum árum þar sem kannað hafi verið úr hvaða skólum þeir nemendur kæmu sem útskrifuðust fyrst úr háskólum. „Og ef ég leiðrétti fyrir einkunnir á grunnskólaprófi, sem ég hugsaði að myndi leiðrétta fyrir námsgetu í einhverjum skilningi, þá var ekkert svo ofboðslegur munur. Þessir svokölluðu góðu skólar voru ekki að skila nemendum fyrr í gegn.“ „Það er alveg ljóst að við þurfum að íhuga vandlega hvort við gerum einhvers konar sérstakar inntökukröfur, það hefur ekki verið rætt um inntökupróf,“ segir Ástráður. Hann segir að til séu próf sem notuð séu til dæmis í erlendum tungumálum sem stöðupróf. Hægt væri að taka slíkt upp í íslensku líka. Svolítið umstang gæti orðið af því að kanna bakgrunn nemenda ef hætt yrði að hafa stúdentspróf sem almennt viðmið. Ástráður segir umræðuna mikla þessi misserin, annars vegar vegna breytinga í framhaldsskólunum og hins vegar vegna mikils fjölda nemenda. „Á okkar sviði, eins og í mörgum félagsvísindagreinum, hafa verið teknir inn töluvert fleiri nemendur en gert er ráð fyrir í samningum við ráðuneytið. Þetta er erfitt að gera til lengdar þegar verið er að skera niður um leið.“ Sigurður er hlynntur inntökuprófum þótt hann geri sér grein fyrir því að skoðanir séu skiptar um málið. „Mér finnst að þetta sé atriði sem við eigum mjög ákveðið að íhuga.“ Hann segir ástæðurnar fyrir skoðun sinni á inntökuprófum vera nokkrar. „Í fyrsta lagi er brottfallið í sumum deildum mjög mikið. Í sálfræðinni hjá okkur er hægt að tala um fimmtíu prósent eða meira á fyrsta ári. Hvaða skilaboð erum við að senda ungu fólki með þessu, að það komi inn í skóla þar sem við vitum að stór hluti þess muni aldrei útskrifast? Erum við ekki að senda svolítið röng skilaboð? Eigum við ekki frekar að reyna að mæta nemendum öðruvísi, með öðru námi eða gefa þeim kost á öðrum undirbúningi?“ Önnur ástæða er kostnaður. „Er það skynsamlegt, hvort sem er í hallæri eða góðæri, að kosta miklu til menntunar fólks sem mun ekki útskrifast hjá okkur?“ Hann segir að auðvitað sé menntun alltaf góð en spurning sé hversu mikinn kost eigi að gefa fólki á menntun sem muni jafnvel ekki nýtast eða leiða til neins, í það minnsta ekki til útskriftar. Fréttir Tengdar fréttir Nemendur misvel undirbúnir eftir skólum Nemendur sögðust vera misvel búnir fyrir nám í háskóla eftir því hvaða framhaldsskólum þeir komu úr, samkvæmt könnun sem Háskóli Íslands og Stúdentaráð unnu í fyrra og var fjallað um í Fréttablaðinu. 15. september 2011 05:30 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fleiri fréttir „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Sjá meira
Fréttaskýring: Er munur á námsgetu nemenda eftir því úr hvaða framhaldsskólum þeir komu og er tímabært að endurskoða skilyrði fyrir inngöngu? „Eftir að skólum fjölgaði er alveg ljóst að geta þeirra sem útskrifast frá mismunandi skólum virðist vera mjög ólík,“ segir Sigurður Guðmundsson, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Sviðið er það eina sem notar inntökupróf, en þreyta þarf slíkt próf í læknisfræði og sjúkraþjálfun. Greint var frá því í Fréttablaðinu á þriðjudag að hagfræðideild HÍ hygðist taka upp inntökupróf næsta haust. Markmiðið er að fækka þeim nemendum sem standast ekki kröfurnar í deildinni. Daði Már Kristófersson, dósent við deildina, sagði þá að stúdentspróf væru orðin svo mismunandi eftir skólum að ekki væri lengur nægilega mikið að marka þau. „Við þekkjum þetta vel hér og horfum til þess hvaðan fólk kemur inn í deildirnar hjá okkur, sumir skólar eru meira áberandi en aðrir,“ segir Sigurður. Ástráður Eysteinsson, forseti hugvísindasviðs, segir fólk finna verulega fyrir breytingum á framhaldsskólastiginu og hafa áhyggjur af þróuninni þar. „Það hafa verið fundir, bæði almennir og sérstakir fundir hjá okkur, þar sem við höfum reynt að átta okkur á nákvæmlega hvaða mynd þetta er að taka á sig í framhaldsskólunum.“ „Við höfum rætt það hvort ástæða væri til þess að taka upp inntökupróf eða sérstakar kröfur,“ segir Jón Torfi Jónasson, forseti menntavísindasviðs. Hann segir það til dæmis hafa verið rætt hvort setja ætti sérstök viðmið í íslensku eða stærðfræði hjá kennaranemum, en það hafi ekki orðið ofan á. „Hins vegar er spurning hvort ekki ætti að nýta stöðupróf miklu meira í kerfinu. Mér finnst að það mætti huga miklu meira að því í skólakerfinu í heild sinni.“ Hann segir að ekki sé flókið að framkvæma slík próf. Jón Torfi segist hafa gert rannsókn fyrir nokkrum árum þar sem kannað hafi verið úr hvaða skólum þeir nemendur kæmu sem útskrifuðust fyrst úr háskólum. „Og ef ég leiðrétti fyrir einkunnir á grunnskólaprófi, sem ég hugsaði að myndi leiðrétta fyrir námsgetu í einhverjum skilningi, þá var ekkert svo ofboðslegur munur. Þessir svokölluðu góðu skólar voru ekki að skila nemendum fyrr í gegn.“ „Það er alveg ljóst að við þurfum að íhuga vandlega hvort við gerum einhvers konar sérstakar inntökukröfur, það hefur ekki verið rætt um inntökupróf,“ segir Ástráður. Hann segir að til séu próf sem notuð séu til dæmis í erlendum tungumálum sem stöðupróf. Hægt væri að taka slíkt upp í íslensku líka. Svolítið umstang gæti orðið af því að kanna bakgrunn nemenda ef hætt yrði að hafa stúdentspróf sem almennt viðmið. Ástráður segir umræðuna mikla þessi misserin, annars vegar vegna breytinga í framhaldsskólunum og hins vegar vegna mikils fjölda nemenda. „Á okkar sviði, eins og í mörgum félagsvísindagreinum, hafa verið teknir inn töluvert fleiri nemendur en gert er ráð fyrir í samningum við ráðuneytið. Þetta er erfitt að gera til lengdar þegar verið er að skera niður um leið.“ Sigurður er hlynntur inntökuprófum þótt hann geri sér grein fyrir því að skoðanir séu skiptar um málið. „Mér finnst að þetta sé atriði sem við eigum mjög ákveðið að íhuga.“ Hann segir ástæðurnar fyrir skoðun sinni á inntökuprófum vera nokkrar. „Í fyrsta lagi er brottfallið í sumum deildum mjög mikið. Í sálfræðinni hjá okkur er hægt að tala um fimmtíu prósent eða meira á fyrsta ári. Hvaða skilaboð erum við að senda ungu fólki með þessu, að það komi inn í skóla þar sem við vitum að stór hluti þess muni aldrei útskrifast? Erum við ekki að senda svolítið röng skilaboð? Eigum við ekki frekar að reyna að mæta nemendum öðruvísi, með öðru námi eða gefa þeim kost á öðrum undirbúningi?“ Önnur ástæða er kostnaður. „Er það skynsamlegt, hvort sem er í hallæri eða góðæri, að kosta miklu til menntunar fólks sem mun ekki útskrifast hjá okkur?“ Hann segir að auðvitað sé menntun alltaf góð en spurning sé hversu mikinn kost eigi að gefa fólki á menntun sem muni jafnvel ekki nýtast eða leiða til neins, í það minnsta ekki til útskriftar.
Fréttir Tengdar fréttir Nemendur misvel undirbúnir eftir skólum Nemendur sögðust vera misvel búnir fyrir nám í háskóla eftir því hvaða framhaldsskólum þeir komu úr, samkvæmt könnun sem Háskóli Íslands og Stúdentaráð unnu í fyrra og var fjallað um í Fréttablaðinu. 15. september 2011 05:30 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fleiri fréttir „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Sjá meira
Nemendur misvel undirbúnir eftir skólum Nemendur sögðust vera misvel búnir fyrir nám í háskóla eftir því hvaða framhaldsskólum þeir komu úr, samkvæmt könnun sem Háskóli Íslands og Stúdentaráð unnu í fyrra og var fjallað um í Fréttablaðinu. 15. september 2011 05:30