Augljóst að bjóða bar út kaup lögreglunnar 28. september 2011 04:00 Sveinn Arason Viðskipti löggæslustofnana upp á 91,3 milljónir króna við fjögur félög í eigu lögreglumanna eða venslamanna þeirra eru gagnrýnd í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar sem vill að innanríkisráðuneytið segi til um hvort það samrýmist störfum lögreglumanna að eiga eða starfa hjá fyrirtækjum í viðskiptum við löggæslustofnanir. Ríkisendurskoðun rannsakaði innkaup lögreglunnar á árunum 2008 og 2011 vegna ábendingar sem barst utan frá. Aðallega er um að ræða kaup á búnaði og vörum á borð við gasgrímur, piparúða, óeirðabúninga og kylfur. Eitt félagið heitir Trademark ehf. Það er í eigu eiginkonu lögreglumanns hjá ríkislögreglustjóra. Viðskiptin við Trademark námu 39 milljónum. 30,4 milljónir voru greiddar til Landsstjörnunnar ehf. sem er í eigu foreldra manns sem starfaði hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þegar stærstur hluti viðskiptanna fór fram. Félagið Hiss ehf. er í eigu lögreglumanns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Viðskipti Hiss við lögregluna og Lögregluskólann námu samtals 20,8 milljónum. Þá námu ýmis smá viðskipti við félagið Hindrun ehf. 1,1 milljón króna. Hindrun er í eigu eiginkonu yfirlögregluþjóns á Akranesi. Stærstu innkaupin voru á vegum ríkislögreglustjóra, Lögregluskólans, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögreglunnar á Suðurnesjum. Árin 2008 til 2011 námu viðskipti þessara aðila við félögin samtals 82 milljónum króna. Ríkisendurskoðun segir að í desember 2009 hafi Ríkislögreglustjóri keypt búnað fyrir óeirðalögreglu af Trademark ehf. fyrir 12,9 milljónir króna. Bjóða eigi út innkaup fyrir meira en 6,2 milljónir. Ríkislögreglustjóri hafi skipt viðskiptunum í þrjá hluta og telji því þau ekki útboðsskyld. Ríkisendurskoðun segir hins vegar að samkvæmt lögum um opinber innkaup sé „óheimilt að skipta viðskiptum upp í því skyni að að þau verði undir viðmiðunarmörkum útboðsskyldu".Haraldur JohannessenÞví er þannig hafnað að um hafi verið að ræða þrenn viðskipti við Trademark. Allur búnaðurinn sé í sama flokki og teljist því ein vara. „Í samræmi við þetta telur Ríkisendurskoðun augljóst að Ríkislögreglustjóra bar að bjóða kaupin út." Í yfirlýsingu frá Ríkislögreglustjóra segir að innkaup á gasi og öðrum óeirðabúnaði fyrir lögregluna hafi verið „skyndiinnkaup vegna neyðarástands sem skapaðist í kjölfar efnahagshrunsins" og að „ómögulegt" hafi verið „að láta útboð fara fram undir þeim kringumstæðum sem þá ríktu í þjóðfélaginu". Haft hafi verið samráð um málið við dómsmálaráðherra. Fram kemur hjá Ríkisendurskoðun að stofnanir hafi vísað í tilmæli frá ríkislögreglustjóra um val á söluaðilum. Lögregluskólinn hafi í desember 2010 greitt 12,7 milljónir króna fyrir búnað frá Trademark. Meðal annars hafi skólinn keypt sams konar kylfur og ríkislögreglustjóri keypti af fyrirtækinu mánuði fyrr. Skólinn hafi borgað 30 prósentum hærra verð fyrir grímurnar. [email protected] Fréttir Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Viðskipti löggæslustofnana upp á 91,3 milljónir króna við fjögur félög í eigu lögreglumanna eða venslamanna þeirra eru gagnrýnd í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar sem vill að innanríkisráðuneytið segi til um hvort það samrýmist störfum lögreglumanna að eiga eða starfa hjá fyrirtækjum í viðskiptum við löggæslustofnanir. Ríkisendurskoðun rannsakaði innkaup lögreglunnar á árunum 2008 og 2011 vegna ábendingar sem barst utan frá. Aðallega er um að ræða kaup á búnaði og vörum á borð við gasgrímur, piparúða, óeirðabúninga og kylfur. Eitt félagið heitir Trademark ehf. Það er í eigu eiginkonu lögreglumanns hjá ríkislögreglustjóra. Viðskiptin við Trademark námu 39 milljónum. 30,4 milljónir voru greiddar til Landsstjörnunnar ehf. sem er í eigu foreldra manns sem starfaði hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þegar stærstur hluti viðskiptanna fór fram. Félagið Hiss ehf. er í eigu lögreglumanns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Viðskipti Hiss við lögregluna og Lögregluskólann námu samtals 20,8 milljónum. Þá námu ýmis smá viðskipti við félagið Hindrun ehf. 1,1 milljón króna. Hindrun er í eigu eiginkonu yfirlögregluþjóns á Akranesi. Stærstu innkaupin voru á vegum ríkislögreglustjóra, Lögregluskólans, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögreglunnar á Suðurnesjum. Árin 2008 til 2011 námu viðskipti þessara aðila við félögin samtals 82 milljónum króna. Ríkisendurskoðun segir að í desember 2009 hafi Ríkislögreglustjóri keypt búnað fyrir óeirðalögreglu af Trademark ehf. fyrir 12,9 milljónir króna. Bjóða eigi út innkaup fyrir meira en 6,2 milljónir. Ríkislögreglustjóri hafi skipt viðskiptunum í þrjá hluta og telji því þau ekki útboðsskyld. Ríkisendurskoðun segir hins vegar að samkvæmt lögum um opinber innkaup sé „óheimilt að skipta viðskiptum upp í því skyni að að þau verði undir viðmiðunarmörkum útboðsskyldu".Haraldur JohannessenÞví er þannig hafnað að um hafi verið að ræða þrenn viðskipti við Trademark. Allur búnaðurinn sé í sama flokki og teljist því ein vara. „Í samræmi við þetta telur Ríkisendurskoðun augljóst að Ríkislögreglustjóra bar að bjóða kaupin út." Í yfirlýsingu frá Ríkislögreglustjóra segir að innkaup á gasi og öðrum óeirðabúnaði fyrir lögregluna hafi verið „skyndiinnkaup vegna neyðarástands sem skapaðist í kjölfar efnahagshrunsins" og að „ómögulegt" hafi verið „að láta útboð fara fram undir þeim kringumstæðum sem þá ríktu í þjóðfélaginu". Haft hafi verið samráð um málið við dómsmálaráðherra. Fram kemur hjá Ríkisendurskoðun að stofnanir hafi vísað í tilmæli frá ríkislögreglustjóra um val á söluaðilum. Lögregluskólinn hafi í desember 2010 greitt 12,7 milljónir króna fyrir búnað frá Trademark. Meðal annars hafi skólinn keypt sams konar kylfur og ríkislögreglustjóri keypti af fyrirtækinu mánuði fyrr. Skólinn hafi borgað 30 prósentum hærra verð fyrir grímurnar. [email protected]
Fréttir Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira