Brynjar Már frumsýnir rosalega græju á Oliver 29. september 2011 22:00 Brynjar Már, útvarpsmaður, tónlistarmaður og plötusnúður lætur ársgamlan draum sinn rætast á föstudaginn á skemmtistaðnum Oliver þegar hann frumsýnir glænýja DJ-græju sem er eins og klippt út úr framtíðarmynd. „Ég sá þetta á YouTube fyrir ári þegar hönnuður forritsins var að kynna þetta og varð alveg heillaður," segir Brynjar Már Valdimarsson, tónlistarmaður, útvarpsmaður og plötusnúður. Á föstudagskvöld verður frumsýnd ein dýrasta og jafnframt flottasta plötusnúðagræja landsins þegar svokallaður Emulator kemur fyrir augu dansþyrstra gesta veitingastaðarins Oliver í fyrsta sinn. Græjan kostar 1,5 milljónir og er Brynjar því með tæki og tól fyrir DJ-mennskuna upp á tvær milljónir ef tölva, hljóðkort og forrit eru tekin með í reikninginn. Ísland er eitt af fyrstu löndunum til að taka þátt í þessari „byltingu". Brynjar á heiðurinn af innflutningi græjunnar sem er, satt að segja, einstök og eiga orð erfitt með að lýsa því sem fyrir augu ber. Hún á því vafalítið eftir að stela senunni um helgina í miðbæ Reykjavíkur. Brynjar gerir engu að síður heiðarlega tilraun til að útskýra hvað áðurnefndur Emulator er. „Ég nota DJ-forrit sem heitir Traktor og er eitt það öflugasta í þessum bransa. Emulator-inn breytir skjánum í þessa græju og þannig verður allt sem ég þarf að nota sýnilegt öðrum á þessum skjá," útskýrir Brynjar Már. „Ofan á allt get ég verið á Facebook, skrifað á skjáinn og fólkið sem er að dansa getur séð hvaða lög þú ert að fara að spila," bætir Brynjar við og telur að þetta tæki eigi eftir að breyta allri DJ-mennsku. „Hún verður sýnilegri og færir hana nær fólkinu. Hlutverk plötusnúðarins verður miklu meira en bara að ýta á „spila"." Brynjar segist sjálfur ekki geta beðið eftir því að sjá hvernig þetta eigi eftir að koma út. „Fyrir utan alla kostina þá er tækið náttúrlega gríðarlega töff, skjárinn er 47 tommu og þegar fólk sá mynd af því þá varð allt tryllt." Það má því búast við mikilli stemningu á föstudagskvöldið þegar Brynjar tryllir lýðinn með nýja tækinu… eins og honum einum er lagið. [email protected] Lífið Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
Brynjar Már, útvarpsmaður, tónlistarmaður og plötusnúður lætur ársgamlan draum sinn rætast á föstudaginn á skemmtistaðnum Oliver þegar hann frumsýnir glænýja DJ-græju sem er eins og klippt út úr framtíðarmynd. „Ég sá þetta á YouTube fyrir ári þegar hönnuður forritsins var að kynna þetta og varð alveg heillaður," segir Brynjar Már Valdimarsson, tónlistarmaður, útvarpsmaður og plötusnúður. Á föstudagskvöld verður frumsýnd ein dýrasta og jafnframt flottasta plötusnúðagræja landsins þegar svokallaður Emulator kemur fyrir augu dansþyrstra gesta veitingastaðarins Oliver í fyrsta sinn. Græjan kostar 1,5 milljónir og er Brynjar því með tæki og tól fyrir DJ-mennskuna upp á tvær milljónir ef tölva, hljóðkort og forrit eru tekin með í reikninginn. Ísland er eitt af fyrstu löndunum til að taka þátt í þessari „byltingu". Brynjar á heiðurinn af innflutningi græjunnar sem er, satt að segja, einstök og eiga orð erfitt með að lýsa því sem fyrir augu ber. Hún á því vafalítið eftir að stela senunni um helgina í miðbæ Reykjavíkur. Brynjar gerir engu að síður heiðarlega tilraun til að útskýra hvað áðurnefndur Emulator er. „Ég nota DJ-forrit sem heitir Traktor og er eitt það öflugasta í þessum bransa. Emulator-inn breytir skjánum í þessa græju og þannig verður allt sem ég þarf að nota sýnilegt öðrum á þessum skjá," útskýrir Brynjar Már. „Ofan á allt get ég verið á Facebook, skrifað á skjáinn og fólkið sem er að dansa getur séð hvaða lög þú ert að fara að spila," bætir Brynjar við og telur að þetta tæki eigi eftir að breyta allri DJ-mennsku. „Hún verður sýnilegri og færir hana nær fólkinu. Hlutverk plötusnúðarins verður miklu meira en bara að ýta á „spila"." Brynjar segist sjálfur ekki geta beðið eftir því að sjá hvernig þetta eigi eftir að koma út. „Fyrir utan alla kostina þá er tækið náttúrlega gríðarlega töff, skjárinn er 47 tommu og þegar fólk sá mynd af því þá varð allt tryllt." Það má því búast við mikilli stemningu á föstudagskvöldið þegar Brynjar tryllir lýðinn með nýja tækinu… eins og honum einum er lagið. [email protected]
Lífið Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp