Hæstaréttardómari tjáir sig ekki um kæru 13. október 2011 06:00 Árni Kolbeinsson „Hann veitir ekki viðtal,“ voru skilaboðin sem starfsmaður Hæstaréttar bar Fréttablaðinu eftir að það hafði ítrekað falast eftir viðtali við Árna Kolbeinsson hæstaréttardómara. Tilefnið var að leita viðbragða hans við kæru á hendur honum sem borist hefur frá varðstjóra lögreglunnar á Selfossi til embættis ríkissaksóknara. Varðstjórinn, Svanur Kristinsson, kærir Árna fyrir rangar sakargiftir. Eins og Fréttablaðið greindi frá var Svanur sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands eftir að Árni hafði kært hann fyrir afglöp í starfi. Tilefni kærunnar var að lögregla hafði ekið ölvuðum pilti, sem hafði ítrekað ónáðað lögreglumenn, af útihátíðarsvæði í Galtalæk sumarið 2010 og skilið hann eftir. Pilturinn fór heim að sumarbústað Árna og bankaði þar og sparkaði í hurðir. Árni hringdi í lögreglu, sem sótti piltinn. Svanur varðstjóri var annar tveggja lögreglumanna sem það gerðu. Þessa tvo lögreglumenn kærði Árni, þar sem þeir hefðu farið frá bústaðnum án þess að athuga hvort fleiri ofbeldismenn væru á staðnum, rannsaka vettvanginn og líðan þeirra sem þar voru og skilja manninn síðan eftir illa klæddan að næturlagi á fáförnum vegi. Pilturinn umræddi lagði ekki fram kæru í þessu máli. Fréttavefurinn DV.is hafði eftir Árna, skömmu eftir að fréttin birtist í Fréttablaðinu, að hann teldi kæru Svans alveg fráleita. Árni kvaðst ekki skilja málið, enda hefði kæra hans aldrei beinst að varðstjóranum. Hann hefði aldrei haft nein samskipti við hann né hitt hann. Hins vegar hefðu tveir lögregluþjónar komið fram við sig með ákveðnum hætti sumarið 2010 og hefði hann beint kæru sinni að þeim. Eins og fram kemur að framan var Svanur Kristinsson annar þessara tveggja lögreglumanna og fór mál gegn honum fyrir dóm, þar sem Árni mætti til skýrslugjafar ásamt fleirum.- jss Fréttir Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
„Hann veitir ekki viðtal,“ voru skilaboðin sem starfsmaður Hæstaréttar bar Fréttablaðinu eftir að það hafði ítrekað falast eftir viðtali við Árna Kolbeinsson hæstaréttardómara. Tilefnið var að leita viðbragða hans við kæru á hendur honum sem borist hefur frá varðstjóra lögreglunnar á Selfossi til embættis ríkissaksóknara. Varðstjórinn, Svanur Kristinsson, kærir Árna fyrir rangar sakargiftir. Eins og Fréttablaðið greindi frá var Svanur sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands eftir að Árni hafði kært hann fyrir afglöp í starfi. Tilefni kærunnar var að lögregla hafði ekið ölvuðum pilti, sem hafði ítrekað ónáðað lögreglumenn, af útihátíðarsvæði í Galtalæk sumarið 2010 og skilið hann eftir. Pilturinn fór heim að sumarbústað Árna og bankaði þar og sparkaði í hurðir. Árni hringdi í lögreglu, sem sótti piltinn. Svanur varðstjóri var annar tveggja lögreglumanna sem það gerðu. Þessa tvo lögreglumenn kærði Árni, þar sem þeir hefðu farið frá bústaðnum án þess að athuga hvort fleiri ofbeldismenn væru á staðnum, rannsaka vettvanginn og líðan þeirra sem þar voru og skilja manninn síðan eftir illa klæddan að næturlagi á fáförnum vegi. Pilturinn umræddi lagði ekki fram kæru í þessu máli. Fréttavefurinn DV.is hafði eftir Árna, skömmu eftir að fréttin birtist í Fréttablaðinu, að hann teldi kæru Svans alveg fráleita. Árni kvaðst ekki skilja málið, enda hefði kæra hans aldrei beinst að varðstjóranum. Hann hefði aldrei haft nein samskipti við hann né hitt hann. Hins vegar hefðu tveir lögregluþjónar komið fram við sig með ákveðnum hætti sumarið 2010 og hefði hann beint kæru sinni að þeim. Eins og fram kemur að framan var Svanur Kristinsson annar þessara tveggja lögreglumanna og fór mál gegn honum fyrir dóm, þar sem Árni mætti til skýrslugjafar ásamt fleirum.- jss
Fréttir Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira