Duttu í Airwaves-lukkupott 13. október 2011 10:30 yacht Bandaríska hljómsveitin Yacht hefur mikinn áhuga á yfirskilvitlegum hlutum.fréttablaðið/stefán caged animals Fyrsta plata hljómsveitarinnar er væntanleg í næsta mánuði. fréttablaðið/Stefán Þrjár bandaríska hljómsveitir unnu samkeppni um að spila á hátíðinni Iceland Airwaves. Þær dvelja hér á landi í heila viku og verður allur kostnaður þeirra greiddur. Þrjár bandarískar hljómsveitir, Yacht, Young Magic og Caged Animals, unnu samkeppni á vegum Reyka Vodka um að spila á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Keppnin kallaðist Breakthrough at Airwaves og og sendu 170 flytjendur inn umsóknir. Þessar þrjár útvöldu hljómsveitir unnu vikuferð til Íslands þar sem allur kostnaður verður greiddur og koma þær fram á hátíðinni ásamt Björk, Beach House, Agent Fresco, John Grant og fleiri spennandi listamönnum. Vincent Cacchione, söngvari og gítarleikari Caged Animals, er hæstánægður með að hafa komist til Íslands. „Ég tek eiginlega aldrei þátt í neinum samkeppnum því ég hef það alltaf á tilfinningunni að ég muni tapa en af einhverjum ástæðum sýndi vinur minn mér tölvupóst um þessa samkeppni. Ég hafði góða tilfinningu fyrir henni og sendi inn þrjú lög. Tveimur mánuðum síðar var haft samband við okkur og þá kom í ljós að við höfðum unnið. Það var alveg frábært, eitt það svalasta sem við höfum lent í,“ segir Cacchione. Indípoppsveitin Caged Animals er hugarfóstur Cacchione, sem byrjaði fyrir einu og hálfu ári að taka upp lög heima hjá sér. Hann setti nokkur þeirra á netið og þá byrjaði boltinn að rúlla. Tónlistarbloggarar tóku við sér og eftir það samdi hann við breska útgáfufyrirtækið Lucky Number Music. Í framhaldinu safnaði hann saman í hljómsveit fyrir sjö mánuðum og byrjaði að spila opinberlega. Fyrsta platan, Caged Animals Eat Their Own, er væntanleg í byrjun nóvember. Meðal áhrifavalda sveitarinnar eru The Velvet Underground, plötur Phils Spector frá sjöunda áratugnum og doowop-plötur frá sjötta áratugnum. Jona Bechtolt og Claire L. Evans skipa hljómsveitina Yacht, sem spilar dansvænt stuðpopp. „Við erum mjög spennt yfir því að vera hérna. Okkur hefur langað til að taka þátt í þessari hátíð síðan við fréttum fyrst af henni fyrir mörgum árum,“ segja þau í símaspjalli við blaðamann. Yacht var stofnuð árið 2002 sem sólóverkefni Bechtolt en síðan hafa fleiri bæst í hópinn, þar á meðal Evans. Yacht hefur gefið út fimm plötur á ferli sínum og nefnist sú síðasta Shangri-La. Spurð um áhrifavalda sína segjast þau ekki líta til annarra hljómsveita í þeim efnum heldur frekar til eigin lífsreynslu og yfirskilvitlegra hluta. „Síðustu tvær plöturnar voru að mestu teknar upp í borginni Marfa í Texas. Þar er að finna yfirskilvitlegan hlut sem kallast leyndardómsfulla Marfa-ljósið. Því svipar að einhverju leyti til norðurljósanna en á sér enga vísindalega skýringu,“ segja þau og bæta við að mjög gaman sé að dvelja í borginni. Yacht og Caged Animals spila báðar á Airwaves í kvöld. Yacht verður á Nasa en Caged Animals í Iðnó. Young Magic verður svo á Nasa annað kvöld. [email protected] Lífið Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
caged animals Fyrsta plata hljómsveitarinnar er væntanleg í næsta mánuði. fréttablaðið/Stefán Þrjár bandaríska hljómsveitir unnu samkeppni um að spila á hátíðinni Iceland Airwaves. Þær dvelja hér á landi í heila viku og verður allur kostnaður þeirra greiddur. Þrjár bandarískar hljómsveitir, Yacht, Young Magic og Caged Animals, unnu samkeppni á vegum Reyka Vodka um að spila á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Keppnin kallaðist Breakthrough at Airwaves og og sendu 170 flytjendur inn umsóknir. Þessar þrjár útvöldu hljómsveitir unnu vikuferð til Íslands þar sem allur kostnaður verður greiddur og koma þær fram á hátíðinni ásamt Björk, Beach House, Agent Fresco, John Grant og fleiri spennandi listamönnum. Vincent Cacchione, söngvari og gítarleikari Caged Animals, er hæstánægður með að hafa komist til Íslands. „Ég tek eiginlega aldrei þátt í neinum samkeppnum því ég hef það alltaf á tilfinningunni að ég muni tapa en af einhverjum ástæðum sýndi vinur minn mér tölvupóst um þessa samkeppni. Ég hafði góða tilfinningu fyrir henni og sendi inn þrjú lög. Tveimur mánuðum síðar var haft samband við okkur og þá kom í ljós að við höfðum unnið. Það var alveg frábært, eitt það svalasta sem við höfum lent í,“ segir Cacchione. Indípoppsveitin Caged Animals er hugarfóstur Cacchione, sem byrjaði fyrir einu og hálfu ári að taka upp lög heima hjá sér. Hann setti nokkur þeirra á netið og þá byrjaði boltinn að rúlla. Tónlistarbloggarar tóku við sér og eftir það samdi hann við breska útgáfufyrirtækið Lucky Number Music. Í framhaldinu safnaði hann saman í hljómsveit fyrir sjö mánuðum og byrjaði að spila opinberlega. Fyrsta platan, Caged Animals Eat Their Own, er væntanleg í byrjun nóvember. Meðal áhrifavalda sveitarinnar eru The Velvet Underground, plötur Phils Spector frá sjöunda áratugnum og doowop-plötur frá sjötta áratugnum. Jona Bechtolt og Claire L. Evans skipa hljómsveitina Yacht, sem spilar dansvænt stuðpopp. „Við erum mjög spennt yfir því að vera hérna. Okkur hefur langað til að taka þátt í þessari hátíð síðan við fréttum fyrst af henni fyrir mörgum árum,“ segja þau í símaspjalli við blaðamann. Yacht var stofnuð árið 2002 sem sólóverkefni Bechtolt en síðan hafa fleiri bæst í hópinn, þar á meðal Evans. Yacht hefur gefið út fimm plötur á ferli sínum og nefnist sú síðasta Shangri-La. Spurð um áhrifavalda sína segjast þau ekki líta til annarra hljómsveita í þeim efnum heldur frekar til eigin lífsreynslu og yfirskilvitlegra hluta. „Síðustu tvær plöturnar voru að mestu teknar upp í borginni Marfa í Texas. Þar er að finna yfirskilvitlegan hlut sem kallast leyndardómsfulla Marfa-ljósið. Því svipar að einhverju leyti til norðurljósanna en á sér enga vísindalega skýringu,“ segja þau og bæta við að mjög gaman sé að dvelja í borginni. Yacht og Caged Animals spila báðar á Airwaves í kvöld. Yacht verður á Nasa en Caged Animals í Iðnó. Young Magic verður svo á Nasa annað kvöld. [email protected]
Lífið Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp