Sænski herinn telur öryggi áfátt á Íslandi 14. október 2011 06:00 Heræfing á Keflavíkurflugvelli Brotthvarf Bandaríkjahers hefur skilið öryggismál á Íslandi eftir í nokkurri óvissu, að mati sænska hersins.fréttablaðið/GVA Kreppurnar á Íslandi eru þrjár: efnahagskreppa, stjórnmálakreppa og varnarmálakreppa. Stjórnmálakreppan torveldar lausnir, bæði á efnahagskreppunni og varnarmálakreppunni. Þetta fullyrðir rannsóknarstofnun sænska hersins, FOI, í nýrri skýrslu um ástand öryggismála á Íslandi. Í skýrslunni er farið vítt yfir sviðið, stöðu efnahagsmála lýst og helstu átakalínur stjórnmálanna kannaðar. Varnarmálakreppan er sögð hafa komið í kjölfar einhliða brotthvarfs bandaríska hersins frá Íslandi árið 2006, sem sagt er hafa leitt af sér biturleika meðal þáverandi ráðamanna íslenskra öryggismála en fögnuð meðal þeirra sem telja Ísland ekki þurfa neinar hervarnir. Ferðir erlendra herskipa og rússneskra herþota vekja, að mati skýrsluhöfunda, upp spurningar um það hvort núverandi stefna Íslands í öryggismálum sé í takt við þróun öryggismála í okkar heimshluta. „Meðan NATO-ríkin efla fjölþjóðasamstarf um heræfingar í þessum heimshluta, þá sjást engin merki þess að endurskoðun verði gerð á stöðu Íslands sem hins „óvopnaða aðildarríkis NATO“,“ segir í skýrslunni. „Pólitísk sundrung, ósamkomulag og vantraust er ráðandi milli ráðamanna og almennings á Íslandi,“ skrifa höfundarnir og taka fram að íslensk stjórnmál séu frábrugðin því sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum, að því leyti að minni áhersla er lögð á að ná samstöðu um þau mál, sem deilt er um. „Þetta hefur áhrif á það hvernig tekið er á kreppum og gerir mönnum erfiðara að finna víðtækar úrlausnir til lengri tíma.“ Kreppurnar hafa þannig gagnkvæm áhrif hver á aðra og á meðan verða heimspólitískar breytingar á mikilvægi norðurskautsins, sem ekki er tekist á við af þeim krafti sem þurfa þyrfti. Lokaorð skýrslu sænska hersins um Ísland eru eftirfarandi: „Ef Íslandi tekst að komast upp úr kreppunum og þróast smám saman yfir í eitthvað nýtt með stöðugleika til lengri tíma – til þess eru góðar grunnforsendur – þá væri mikið unnið bæði fyrir Íslendinga sjálfa og fyrir umheiminn. Ef ekki, þá eiga menn á hættu að enda eins og Guðbjartur Jónsson, aðalpersónan í skáldsögu Halldórs Laxness, Sjálfstæðu fólki: „Annarra manna brauð er það versta eitur sem frjáls og sjálfstæður maður getur étið.“ Þrjóskuleg barátta Guðbjarts fyrir algjöru sjálfstæði og frelsi endaði í fátækt og harmleik.“ [email protected] Fréttir Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Kreppurnar á Íslandi eru þrjár: efnahagskreppa, stjórnmálakreppa og varnarmálakreppa. Stjórnmálakreppan torveldar lausnir, bæði á efnahagskreppunni og varnarmálakreppunni. Þetta fullyrðir rannsóknarstofnun sænska hersins, FOI, í nýrri skýrslu um ástand öryggismála á Íslandi. Í skýrslunni er farið vítt yfir sviðið, stöðu efnahagsmála lýst og helstu átakalínur stjórnmálanna kannaðar. Varnarmálakreppan er sögð hafa komið í kjölfar einhliða brotthvarfs bandaríska hersins frá Íslandi árið 2006, sem sagt er hafa leitt af sér biturleika meðal þáverandi ráðamanna íslenskra öryggismála en fögnuð meðal þeirra sem telja Ísland ekki þurfa neinar hervarnir. Ferðir erlendra herskipa og rússneskra herþota vekja, að mati skýrsluhöfunda, upp spurningar um það hvort núverandi stefna Íslands í öryggismálum sé í takt við þróun öryggismála í okkar heimshluta. „Meðan NATO-ríkin efla fjölþjóðasamstarf um heræfingar í þessum heimshluta, þá sjást engin merki þess að endurskoðun verði gerð á stöðu Íslands sem hins „óvopnaða aðildarríkis NATO“,“ segir í skýrslunni. „Pólitísk sundrung, ósamkomulag og vantraust er ráðandi milli ráðamanna og almennings á Íslandi,“ skrifa höfundarnir og taka fram að íslensk stjórnmál séu frábrugðin því sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum, að því leyti að minni áhersla er lögð á að ná samstöðu um þau mál, sem deilt er um. „Þetta hefur áhrif á það hvernig tekið er á kreppum og gerir mönnum erfiðara að finna víðtækar úrlausnir til lengri tíma.“ Kreppurnar hafa þannig gagnkvæm áhrif hver á aðra og á meðan verða heimspólitískar breytingar á mikilvægi norðurskautsins, sem ekki er tekist á við af þeim krafti sem þurfa þyrfti. Lokaorð skýrslu sænska hersins um Ísland eru eftirfarandi: „Ef Íslandi tekst að komast upp úr kreppunum og þróast smám saman yfir í eitthvað nýtt með stöðugleika til lengri tíma – til þess eru góðar grunnforsendur – þá væri mikið unnið bæði fyrir Íslendinga sjálfa og fyrir umheiminn. Ef ekki, þá eiga menn á hættu að enda eins og Guðbjartur Jónsson, aðalpersónan í skáldsögu Halldórs Laxness, Sjálfstæðu fólki: „Annarra manna brauð er það versta eitur sem frjáls og sjálfstæður maður getur étið.“ Þrjóskuleg barátta Guðbjarts fyrir algjöru sjálfstæði og frelsi endaði í fátækt og harmleik.“ [email protected]
Fréttir Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira