Gæti gegnt mikilvægu ráðgjafarhlutverki 25. október 2011 04:30 Mikilvægi Íslands Paul Collier segir þróunarlönd geta lært mikið af uppgangi Íslands úr fátækt til velmegunar. Fréttablaðið/Vilhelm Hagfræðingurinn Paul Collier, sem hefur helgað sig rannsóknum á þróunarríkjum og þróunaraðstoð, segir Ísland geta gegnt mikilvægu hlutverki á sviði þróunaraðstoðar. Collier hélt vel sóttan fyrirlestur í Öskju fyrir helgi, sem var í tilefni af 40 ára afmæli íslenskrar þróunarsamvinnu. Eftir fundinn sagði hann í viðtali við Fréttablaðið að mörg þróunarlandanna bæru svipuð einkenni og Ísland á árum áður. „Þau eru mörg hver smá, afskekkt, hafa gengið í gegnum efnahagsáföll og eru oftar en ekki auðug af náttúruauðlindum. Ég hefði þess vegna getað verið að lýsa Íslandi, en munurinn er að þið hafið barist frá fátækt upp í velmegun, andstætt hinum löndunum. Það gefur ykkur trúverðuga rödd í samskiptum við þessi ríki,“ sagði Collier. Við það bætist, að sögn Colliers, að þau ríki sem helst standa höllum fæti, en eru að reyna að vinna sig upp, leita síður til stærri ríkja á alþjóðasviðinu. „Löndin á botninum eru mun viljugri til að læra af ykkur en frá fyrrverandi nýlenduveldum eða risaveldunum á heimsvísu. Til dæmis hafa fimmtíu þróunarlönd leitað til Noregs vegna ráðgjafar um umsýslu alþjóðlegra eigna. Það er miklu ásættanlegra en að leita til Bandaríkjanna um svipuð mál. Þess vegna gæti Ísland með öllum sínum kostum og göllum verið góð fyrirmynd fyrir mörg lönd sem hafa nýlega öðlast meiri velmegun.“ - þj Fréttir Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira
Hagfræðingurinn Paul Collier, sem hefur helgað sig rannsóknum á þróunarríkjum og þróunaraðstoð, segir Ísland geta gegnt mikilvægu hlutverki á sviði þróunaraðstoðar. Collier hélt vel sóttan fyrirlestur í Öskju fyrir helgi, sem var í tilefni af 40 ára afmæli íslenskrar þróunarsamvinnu. Eftir fundinn sagði hann í viðtali við Fréttablaðið að mörg þróunarlandanna bæru svipuð einkenni og Ísland á árum áður. „Þau eru mörg hver smá, afskekkt, hafa gengið í gegnum efnahagsáföll og eru oftar en ekki auðug af náttúruauðlindum. Ég hefði þess vegna getað verið að lýsa Íslandi, en munurinn er að þið hafið barist frá fátækt upp í velmegun, andstætt hinum löndunum. Það gefur ykkur trúverðuga rödd í samskiptum við þessi ríki,“ sagði Collier. Við það bætist, að sögn Colliers, að þau ríki sem helst standa höllum fæti, en eru að reyna að vinna sig upp, leita síður til stærri ríkja á alþjóðasviðinu. „Löndin á botninum eru mun viljugri til að læra af ykkur en frá fyrrverandi nýlenduveldum eða risaveldunum á heimsvísu. Til dæmis hafa fimmtíu þróunarlönd leitað til Noregs vegna ráðgjafar um umsýslu alþjóðlegra eigna. Það er miklu ásættanlegra en að leita til Bandaríkjanna um svipuð mál. Þess vegna gæti Ísland með öllum sínum kostum og göllum verið góð fyrirmynd fyrir mörg lönd sem hafa nýlega öðlast meiri velmegun.“ - þj
Fréttir Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira