Burt með réttindi borgaranna 25. október 2011 06:00 Tillaga liggur nú fyrir Alþingi um að veita lögreglunni heimildir til að fylgjast með fólki, án þess að nokkur rökstuðningur liggi fyrir um hvort það hefur framið glæp eða ekki. Slíkt athæfi hefur verið klætt í fagmannlegt og ógagnsætt hugtak undir heitinu forvirkar rannsóknarheimildir, en hið ágæta orð njósnir nær því betur. Heimildir til að fylgjast með og skrifa skýrslur um fólk, sem ekkert hefur til saka unnið. Mögulega hyggur einhver viðkomandi á glæp, en þar sem ekki þarf að fylgja rökstuddur grunur um slíkt er allt eins líklegt að svo sé alls ekki. Eflaust býr góður hugur að baki slíkri tillögu frekar en hnýsni um ferðir samborgaranna. Tillagan gengur hins vegar svo freklega á réttindi borgaranna að undrum sætir að hún sé til umræðu. Að það þurfi ekki einu sinni að rökstyðja fyrir dómara að ætlunin sé að fylgjast með einhverjum er fráleit hugsun. Áttmenningarnir sem leggja tillöguna fram vilja að slíkum njósnum sé beint gegn „atferli sem talið er ógna almenningi, öryggi ríkisins og sjálfstæði þess". Á huldu er hins vegar hver á að skilgreina öryggi ríkisins, hvað þá sjálfstæði þess. Samkvæmt röksemdum margra ESB-andstæðinga næði þetta yfir alla fylgismenn aðildar að Evrópusambandinu. í greinargerðum vegna innkaupa Ríkislögreglustjóra, sem Ríkisendurskoðun gagnrýndi, kom fram að greiningardeild lögreglunnar telur að hér hafi ríkt viðvarandi hættuástand frá falli bankanna. Það ríki enn. Er það nægt hættuástand til að fylgjast með fólki sem ekki hefur enn framið brot? Það veit enginn, verði tillagan samþykkt, því ekki þarf rökstuðning með njósnunum. því miður er tillagan hluti af breyttu hugarfari sem ryður sér æ meira til rúms. Réttindi borgaranna eru vegin, metin og léttvæg fundin og fórnað á altari einhverra óskilgreindra hagsmuna. Eftir árásir á Tvíburaturnana í Bandaríkjunum hefur sú tilhneiging orðið fyrirferðarmeiri að öllu megi fórna á altari öryggis. Skerða megi réttindi fólks, bara ef hægt er að halda því öruggu. Það er svo að sjálfsögðu yfirvaldsins hverju sinni að skilgreina hvað öryggi er. Tillaga sem þessi er stórhættuleg, bæði í sögulegu ljósi sem nútímanum. Stjórnarskrár og mannréttindasáttmálar hafa sérstaklega tiltekið réttindi borgara og tillagan brýtur á þeim. Vald spillir, sérstaklega eftirlitslaust vald. Úr slíku valdi á að draga, ekki að auka það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Kolbeinn Óttarsson Proppé Skoðanir Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Tillaga liggur nú fyrir Alþingi um að veita lögreglunni heimildir til að fylgjast með fólki, án þess að nokkur rökstuðningur liggi fyrir um hvort það hefur framið glæp eða ekki. Slíkt athæfi hefur verið klætt í fagmannlegt og ógagnsætt hugtak undir heitinu forvirkar rannsóknarheimildir, en hið ágæta orð njósnir nær því betur. Heimildir til að fylgjast með og skrifa skýrslur um fólk, sem ekkert hefur til saka unnið. Mögulega hyggur einhver viðkomandi á glæp, en þar sem ekki þarf að fylgja rökstuddur grunur um slíkt er allt eins líklegt að svo sé alls ekki. Eflaust býr góður hugur að baki slíkri tillögu frekar en hnýsni um ferðir samborgaranna. Tillagan gengur hins vegar svo freklega á réttindi borgaranna að undrum sætir að hún sé til umræðu. Að það þurfi ekki einu sinni að rökstyðja fyrir dómara að ætlunin sé að fylgjast með einhverjum er fráleit hugsun. Áttmenningarnir sem leggja tillöguna fram vilja að slíkum njósnum sé beint gegn „atferli sem talið er ógna almenningi, öryggi ríkisins og sjálfstæði þess". Á huldu er hins vegar hver á að skilgreina öryggi ríkisins, hvað þá sjálfstæði þess. Samkvæmt röksemdum margra ESB-andstæðinga næði þetta yfir alla fylgismenn aðildar að Evrópusambandinu. í greinargerðum vegna innkaupa Ríkislögreglustjóra, sem Ríkisendurskoðun gagnrýndi, kom fram að greiningardeild lögreglunnar telur að hér hafi ríkt viðvarandi hættuástand frá falli bankanna. Það ríki enn. Er það nægt hættuástand til að fylgjast með fólki sem ekki hefur enn framið brot? Það veit enginn, verði tillagan samþykkt, því ekki þarf rökstuðning með njósnunum. því miður er tillagan hluti af breyttu hugarfari sem ryður sér æ meira til rúms. Réttindi borgaranna eru vegin, metin og léttvæg fundin og fórnað á altari einhverra óskilgreindra hagsmuna. Eftir árásir á Tvíburaturnana í Bandaríkjunum hefur sú tilhneiging orðið fyrirferðarmeiri að öllu megi fórna á altari öryggis. Skerða megi réttindi fólks, bara ef hægt er að halda því öruggu. Það er svo að sjálfsögðu yfirvaldsins hverju sinni að skilgreina hvað öryggi er. Tillaga sem þessi er stórhættuleg, bæði í sögulegu ljósi sem nútímanum. Stjórnarskrár og mannréttindasáttmálar hafa sérstaklega tiltekið réttindi borgara og tillagan brýtur á þeim. Vald spillir, sérstaklega eftirlitslaust vald. Úr slíku valdi á að draga, ekki að auka það.