Deila um dagsektir 8. nóvember 2011 08:00 Brennt Umhverfisstofnun hefur lengi krafist úrbóta í mengunarmálum í Eyjum. Því hefur nú verið mætt undir hótunum um sviptingu starfsleyfis.fréttablaðið/óskar fréttablaðið/óskar Forsvarsmenn Vestmannaeyjabæjar hafna því að sveitarfélaginu beri að greiða háar dagsektir sem Umhverfisstofnun (UMST) hefur lagt á vegna ófullnægjandi mengunarvarna Sorporkustöðvar Vestmannaeyja. Dagsektirnar, á bilinu 25 til 50 þúsund á dag, hafa reiknast síðan 1. júlí. Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar, segir að sveitarfélagið hafi uppfyllt kröfur UMST áður en dagsektir byrjuðu að reiknast. Í ákvörðunarorðum stofnunarinnar í bréfi um dagsektir og takmörkun á starfsleyfi hafi aðeins verið tiltekið að magn ryks í útblæstri skuli vera innan losunarmarka starfsleyfis. Því hafi verið fullnægt. Sektirnar snúi því að mengun í úrgangsvatni sem ekkert sé minnst á í ákvörðunarorðunum þar sem sveitarfélaginu er gert að greiða dagsektir. Tekið skal fram að í sama bréfi UMST er nákvæmlega farið yfir alla mengunarþætti, þar á meðal í niðurstöðukafla um þvingunarúrræði. Annað álitaefni er til hversu margra daga dagsektirnar eigi að ná. Ólafur Þór segir að stöðin sé aðeins í gangi nokkra daga í mánuði og dagsektirnar geti aðeins náð til þeirra. Samkvæmt upplýsingum frá UMST stendur ákvörðun stofnunarinnar um dagsektir, en verið er að yfirfara rök sveitarfélagsins fyrir því að sektirnar skuli falla niður. Haldi rök UMST ber sveitarfélaginu að greiða sekt sem nemur í dag um 4,4 milljónum króna, að því er næst verður komist. Sektarupphæðin er núna 40 þúsund krónur á dag en var lægst 25 þúsund í 61 dag í sumar en hæst 50 þúsund í tíu daga. Sorpbrennslan í Eyjum starfaði árum saman án þess að uppfylla skilyrði starfsleyfis um mengunarvarnir. Allt frá því árið 2004 sýndu mælingar að magn ryks í útblæstri var langt yfir leyfilegum losunarmörkum. Það sama átti við um mengun í úrgangsvatni. Í byrjun árs 2011 sendi UMST Vestmannaeyjabæ bréf um að til stæði að svipta sorpbrennsluna starfsleyfi, enda var bærinn áminntur í maí árið áður og úrbóta krafist. UMST ákvarðaði síðan í maí að leggja dagsektir á sveitarfélagið frá 1. júní [frestað til 1. júlí] til 1. desember. Á undanförnum mánuðum hefur rykmengun náðst niður í skekkjumörk starfsleyfis og því grundvallast dagsektir á mengun í úrgangsvatni. [email protected] Fréttir Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Forsvarsmenn Vestmannaeyjabæjar hafna því að sveitarfélaginu beri að greiða háar dagsektir sem Umhverfisstofnun (UMST) hefur lagt á vegna ófullnægjandi mengunarvarna Sorporkustöðvar Vestmannaeyja. Dagsektirnar, á bilinu 25 til 50 þúsund á dag, hafa reiknast síðan 1. júlí. Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar, segir að sveitarfélagið hafi uppfyllt kröfur UMST áður en dagsektir byrjuðu að reiknast. Í ákvörðunarorðum stofnunarinnar í bréfi um dagsektir og takmörkun á starfsleyfi hafi aðeins verið tiltekið að magn ryks í útblæstri skuli vera innan losunarmarka starfsleyfis. Því hafi verið fullnægt. Sektirnar snúi því að mengun í úrgangsvatni sem ekkert sé minnst á í ákvörðunarorðunum þar sem sveitarfélaginu er gert að greiða dagsektir. Tekið skal fram að í sama bréfi UMST er nákvæmlega farið yfir alla mengunarþætti, þar á meðal í niðurstöðukafla um þvingunarúrræði. Annað álitaefni er til hversu margra daga dagsektirnar eigi að ná. Ólafur Þór segir að stöðin sé aðeins í gangi nokkra daga í mánuði og dagsektirnar geti aðeins náð til þeirra. Samkvæmt upplýsingum frá UMST stendur ákvörðun stofnunarinnar um dagsektir, en verið er að yfirfara rök sveitarfélagsins fyrir því að sektirnar skuli falla niður. Haldi rök UMST ber sveitarfélaginu að greiða sekt sem nemur í dag um 4,4 milljónum króna, að því er næst verður komist. Sektarupphæðin er núna 40 þúsund krónur á dag en var lægst 25 þúsund í 61 dag í sumar en hæst 50 þúsund í tíu daga. Sorpbrennslan í Eyjum starfaði árum saman án þess að uppfylla skilyrði starfsleyfis um mengunarvarnir. Allt frá því árið 2004 sýndu mælingar að magn ryks í útblæstri var langt yfir leyfilegum losunarmörkum. Það sama átti við um mengun í úrgangsvatni. Í byrjun árs 2011 sendi UMST Vestmannaeyjabæ bréf um að til stæði að svipta sorpbrennsluna starfsleyfi, enda var bærinn áminntur í maí árið áður og úrbóta krafist. UMST ákvarðaði síðan í maí að leggja dagsektir á sveitarfélagið frá 1. júní [frestað til 1. júlí] til 1. desember. Á undanförnum mánuðum hefur rykmengun náðst niður í skekkjumörk starfsleyfis og því grundvallast dagsektir á mengun í úrgangsvatni. [email protected]
Fréttir Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira