Meiri áhersla á byggðamál 29. nóvember 2011 04:30 Frumvarpsdrög starfshóps Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að fiskveiðistjórnunarlögum hafa sætt gagnrýni fyrir verklag ráðherra, en ekki er að sjá efnislegar grundvallarbreytingar frá „Stóra kvótafrumvarpinu“ sem lagt var fram síðasta vor. Þó eru þættir tengdir byggðasjónarmiðum fyrirferðarmeiri í nýju drögunum. Stóra kvótafrumvarpið fékk óblíðar viðtökur eftir að það var lagt fram í vor, þar sem hagsmunaaðilar eins og sjómenn, útgerðarmenn og aðilar vinnumarkaðarins lýstu yfir efasemdum um ágæti þeirra breytinga sem þar komu fram. Þá töldu hagfræðingar sem gerðu úttekt á frumvarpinu, sýnt að hagræn áhrif þess gætu orðið neikvæð á margan hátt. Var því svarað til, meðal annars af þáverandi formanni sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, að einnig ætti að horfa til byggðasjónarmiða í lögum um fiskveiðistjórnunarkerfið. Hugmyndir starfshóps Jóns Bjarnasonar, sem settar voru á vef sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis á laugardag, eru einmitt frábrugðnar fyrra frumvarpi að því leyti að byggðasjónarmiðum er gert hærra undir höfði. Helstu málin sem deilt var á í fyrra frumvarpinu lutu að nýtingartíma, veiðigjaldi, takmörkunum á heildaraflahlutdeild og framsali. Auk þess var sett út á hversu mikill hluti aflaheimilda var settur í svokallaða potta, ráðherra til ráðstöfunar. Ekki er að sjá að nýju hugmyndirnar taki stór skref til að svara gagnrýninni. Nýtingartíminn er þó rýmkaður frá því sem áður var. Drögin gera ráð fyrir 20 ára nýtingartíma, en hann er mögulegt að framlengja um 15 ár. Í frumvarpinu í vor var hins vegar gert ráð fyrir 15 ára nýtingartíma og möguleika á átta ára framlengingu. Einnig sætti gagnrýni fyrirhuguð ráðstöfun á aflaheimildum færu þær umfram ákveðið mark. Færu heimildir í þorski til dæmis upp fyrir 160 þúsund tonn, færi um helmingur af aukaheimildum í pottakerfi, en í drögunum að þessu sinni er miðað við 202 þúsund tonn. Sú aukning átti að hluta til að fara í strandveiðar, en einnig til ráðstöfunar til aðgerða í byggðamálum og loks í leigu á markaði. Nýju drögin slá hins vegar út strandveiðiákvæðið og skipta heimildum jafnt niður milli byggðamála og í útleigu. Þá gera drögin ráð fyrir að sveitarfélögin fái í sinn hlut 40% af innheimtum veiðigjöldum, en frumvarpið gerði ráð fyrir 30%. Spurningunni um veiðigjald er þó ekki svarað, en á meðan frumvarpið gerði ráð fyrir 19% gjaldi á framlegð fyrirtækja, segir í athugasemdum með nýju drögunum að þar sem ráðuneytin vinni að heildarútfærslu á skattlagningu á sjávarútveginn sé ekki tímabært að ákveða gjald að sinni. Ein helsta breytingin felst mögulega í stofnum kvótaþings Fiskistofu sem mun hafa yfirsjón með kaupum og leigu á kvóta, en nokkrar undanþágur verða þó á því. Miðað við viðbrögð samherja Jóns í ríkisstjórn er ekki að sjá að þessi drög verði undirstaða að endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu, en það gefur þó innsýn í stefnu ráðherra að byggðasjónarmið verði veigamikil, muni hann koma að því ferli yfirhöfuð. Fréttir Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Frumvarpsdrög starfshóps Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að fiskveiðistjórnunarlögum hafa sætt gagnrýni fyrir verklag ráðherra, en ekki er að sjá efnislegar grundvallarbreytingar frá „Stóra kvótafrumvarpinu“ sem lagt var fram síðasta vor. Þó eru þættir tengdir byggðasjónarmiðum fyrirferðarmeiri í nýju drögunum. Stóra kvótafrumvarpið fékk óblíðar viðtökur eftir að það var lagt fram í vor, þar sem hagsmunaaðilar eins og sjómenn, útgerðarmenn og aðilar vinnumarkaðarins lýstu yfir efasemdum um ágæti þeirra breytinga sem þar komu fram. Þá töldu hagfræðingar sem gerðu úttekt á frumvarpinu, sýnt að hagræn áhrif þess gætu orðið neikvæð á margan hátt. Var því svarað til, meðal annars af þáverandi formanni sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, að einnig ætti að horfa til byggðasjónarmiða í lögum um fiskveiðistjórnunarkerfið. Hugmyndir starfshóps Jóns Bjarnasonar, sem settar voru á vef sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis á laugardag, eru einmitt frábrugðnar fyrra frumvarpi að því leyti að byggðasjónarmiðum er gert hærra undir höfði. Helstu málin sem deilt var á í fyrra frumvarpinu lutu að nýtingartíma, veiðigjaldi, takmörkunum á heildaraflahlutdeild og framsali. Auk þess var sett út á hversu mikill hluti aflaheimilda var settur í svokallaða potta, ráðherra til ráðstöfunar. Ekki er að sjá að nýju hugmyndirnar taki stór skref til að svara gagnrýninni. Nýtingartíminn er þó rýmkaður frá því sem áður var. Drögin gera ráð fyrir 20 ára nýtingartíma, en hann er mögulegt að framlengja um 15 ár. Í frumvarpinu í vor var hins vegar gert ráð fyrir 15 ára nýtingartíma og möguleika á átta ára framlengingu. Einnig sætti gagnrýni fyrirhuguð ráðstöfun á aflaheimildum færu þær umfram ákveðið mark. Færu heimildir í þorski til dæmis upp fyrir 160 þúsund tonn, færi um helmingur af aukaheimildum í pottakerfi, en í drögunum að þessu sinni er miðað við 202 þúsund tonn. Sú aukning átti að hluta til að fara í strandveiðar, en einnig til ráðstöfunar til aðgerða í byggðamálum og loks í leigu á markaði. Nýju drögin slá hins vegar út strandveiðiákvæðið og skipta heimildum jafnt niður milli byggðamála og í útleigu. Þá gera drögin ráð fyrir að sveitarfélögin fái í sinn hlut 40% af innheimtum veiðigjöldum, en frumvarpið gerði ráð fyrir 30%. Spurningunni um veiðigjald er þó ekki svarað, en á meðan frumvarpið gerði ráð fyrir 19% gjaldi á framlegð fyrirtækja, segir í athugasemdum með nýju drögunum að þar sem ráðuneytin vinni að heildarútfærslu á skattlagningu á sjávarútveginn sé ekki tímabært að ákveða gjald að sinni. Ein helsta breytingin felst mögulega í stofnum kvótaþings Fiskistofu sem mun hafa yfirsjón með kaupum og leigu á kvóta, en nokkrar undanþágur verða þó á því. Miðað við viðbrögð samherja Jóns í ríkisstjórn er ekki að sjá að þessi drög verði undirstaða að endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu, en það gefur þó innsýn í stefnu ráðherra að byggðasjónarmið verði veigamikil, muni hann koma að því ferli yfirhöfuð.
Fréttir Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira