Sálmur 78 - Í dag er glatt í döprum hjörtum 1. nóvember 2011 00:01 Valdimar Bríem W.A. Mozart - Sb. 1886 Í DAG er glatt í döprum hjörtum, því Drottins ljóma jól. Í niðamyrkrum nætur svörtum upp náðar rennur sól. Er vetrar geisar stormur stríður, þá stendur hjá oss friðarengill blíður, og þegar ljósið dagsins dvín, oss Drottins birta kringum skín. Oss Drottins birta kringum skín. Oss öllum mikinn fögnuð flytur sá friðarengill skær: Sá Guð, er hæst á himni situr, er hér á jörð oss nær. Sá Guð, er ræður himni háum, hann hvílir nú í dýrastalli lágum, sá Guð, er öll á himins hnoss, varð hold á jörð og býr með oss. Varð hold á jörð og býr með oss. Guðs lýður, vertu' ei lengur hræddur og lát af harmi' og sorg. Í dag er Kristur Drottinn fæddur í Davíðs helgu borg. Hann fjötrum reifa fast er vafinn, í frelsi barna Guðs svo þú sért hafinn. Hann þína tötra tók á sig, að tign Guðs dýrðar skrýði þig. Að tign Guðs dýrðar skrýði þig. Á himni næturljósin ljóma svo ljúft og stillt og rótt, og unaðsraddir engla hljóma þar uppi' um helga nótt. Ó, hvað mun dýrðin himins þýða, og hvað mun syngja englaraustin blíða? Um dýrð Guðs föður, frið á jörð og föðurást á barnahjörð. Og föðurást á barnahjörð. Ó, dýrð sé þér í hæstum hæðum, er hingað komst á jörð. Á meðan lifir líf í æðum, þig lofar öll þín hjörð. Á meðan tungan má sig hræra, á meðan hjartað nokkuð kann sig bæra, hvert andartak, hvert æðarslag Guðs engla syngi dýrðarlag. Guðs engla syngi dýrðarlag. Jólahald Jólatónlist Mest lesið Rafræn jólakort Jólin Jólapakkar hrannast upp Jól Jólatré Gaultiers Jólin Baksýnisspegillinn Jól Bo Hall: Þakklátur fyrir öll jól Jól Uppruni jólablands óþekktur Jól Ansi margt sem getur fylgt inn á heimilin með jólatrjánum Jól Jólin 1891 - eftir Matthías Jochumsson Jól Svona gerirðu graflax Jól Gæludýrin veikjast af jólamat og skrauti Jól
Valdimar Bríem W.A. Mozart - Sb. 1886 Í DAG er glatt í döprum hjörtum, því Drottins ljóma jól. Í niðamyrkrum nætur svörtum upp náðar rennur sól. Er vetrar geisar stormur stríður, þá stendur hjá oss friðarengill blíður, og þegar ljósið dagsins dvín, oss Drottins birta kringum skín. Oss Drottins birta kringum skín. Oss öllum mikinn fögnuð flytur sá friðarengill skær: Sá Guð, er hæst á himni situr, er hér á jörð oss nær. Sá Guð, er ræður himni háum, hann hvílir nú í dýrastalli lágum, sá Guð, er öll á himins hnoss, varð hold á jörð og býr með oss. Varð hold á jörð og býr með oss. Guðs lýður, vertu' ei lengur hræddur og lát af harmi' og sorg. Í dag er Kristur Drottinn fæddur í Davíðs helgu borg. Hann fjötrum reifa fast er vafinn, í frelsi barna Guðs svo þú sért hafinn. Hann þína tötra tók á sig, að tign Guðs dýrðar skrýði þig. Að tign Guðs dýrðar skrýði þig. Á himni næturljósin ljóma svo ljúft og stillt og rótt, og unaðsraddir engla hljóma þar uppi' um helga nótt. Ó, hvað mun dýrðin himins þýða, og hvað mun syngja englaraustin blíða? Um dýrð Guðs föður, frið á jörð og föðurást á barnahjörð. Og föðurást á barnahjörð. Ó, dýrð sé þér í hæstum hæðum, er hingað komst á jörð. Á meðan lifir líf í æðum, þig lofar öll þín hjörð. Á meðan tungan má sig hræra, á meðan hjartað nokkuð kann sig bæra, hvert andartak, hvert æðarslag Guðs engla syngi dýrðarlag. Guðs engla syngi dýrðarlag.
Jólahald Jólatónlist Mest lesið Rafræn jólakort Jólin Jólapakkar hrannast upp Jól Jólatré Gaultiers Jólin Baksýnisspegillinn Jól Bo Hall: Þakklátur fyrir öll jól Jól Uppruni jólablands óþekktur Jól Ansi margt sem getur fylgt inn á heimilin með jólatrjánum Jól Jólin 1891 - eftir Matthías Jochumsson Jól Svona gerirðu graflax Jól Gæludýrin veikjast af jólamat og skrauti Jól