Krefjast allt að 400 milljóna fyrir björgun 1. desember 2011 06:45 Flutningaskipið Alma Skipið er 97 metra langt skip, skráð á Kýpur, en eigendur eru frá Úkraínu. Farmurinn var 3.000 tonn af frystu sjávarfangi. Krafa björgunarlauna miðast við 25% af virði skips og farms.mynd/gunnar hlynur Tryggingarféð sem krafist var við kyrrsetningu flutningaskipsins Ölmu í Fáskrúðsfjarðarhöfn er í samræmi við væntanlega kröfu björgunarlauna, eða allt að 400 milljónir króna. Beðið er niðurstöðu úr sjóprófum sem ákvarða áframhald málsins. Það er Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði, áhöfn Hoffells SU 80 og sveitarfélagið Hornafjörður sem eiga tilkall til björgunarlauna eftir að flutningaskipinu Ölmu var komið til hjálpar við innsiglinguna á Hornafirði í byrjun nóvember. Flutningaskipið liggur í Fáskrúðsfjarðarhöfn og enn liggur ekki fyrir hvert skipið verður dregið til viðgerðar. Systurskip Ölmu, Green Lofoten, fór frá Fáskrúðsfirði á sunnudag til Sankti Pétursborgar eftir að þrjú þúsund tonnum af frystum afurðum sem voru um borð í Ölmu hafði verið umskipað. Sýslumaðurinn á Eskifirði kyrrsetti Ölmu í Fáskrúðsfjarðarhöfn 10. nóvember að beiðni Loðnuvinnslunnar. Fyrirtækið og sveitarfélagið fóru fram á að trygging að upphæð 625 milljónir króna yrði lögð fram til að aflétta kyrrsetningunni en útgerð skipsins lagði fram 400 milljónir króna nokkru síðar þegar fyrir lá að mat á verðmæti skipsins var lægra en talið hafði verið. Spurður hvort tryggingarféð gefi hugmynd um kröfu björgunarlauna segir Jón Ögmundsson, lögmaður hjá lögmannsstofunni Advel, sem annast málið fyrir hönd Loðnuvinnslunnar, svo vera enda ljóst að málið verði sótt sem björgun. Tryggingarféð sem krafist var við kyrrsetningu skipsins sé í samræmi við það. Í stuttu máli má skipta skiptareglunum í tvennt, annars vegar þegar um björgun úr sannanlegum háska er að ræða og hins vegar aðstoð við skip. Samningur um aðstoð við skip tekur til mun lægri fjárhæða en björgunar þar sem tekið er tillit til verðmætis þess sem bjargað var við eiginlega björgun en ekki við aðstoð. Um skiptingu björgunarlauna gilda ákvæði 170. grein C í siglingalögum nr. 34/1985 með síðari breytingum, en þar segir að björgunarlaun fari fyrst til að bæta tjón og önnur útgjöld útgerðarinnar sem af björgunarstarfinu leiddi. Því sem þá sé eftir af björgunarlaununum „skal skipt þannig að þrír fimmtu hlutar falli til útgerðarinnar en tveir fimmtu hlutar til áhafnarinnar. Hlut áhafnar skal skipt á þann veg að skipstjóri fái einn þriðja hluta en hin eiginlega skipshöfn tvo þriðju hluta. [...] Hlutur skipstjóra skal þó aldrei vera lægri en tvöfaldur hlutur þess skipverja sem hæst björgunarlaun fær.“ [email protected] Fréttir Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Tryggingarféð sem krafist var við kyrrsetningu flutningaskipsins Ölmu í Fáskrúðsfjarðarhöfn er í samræmi við væntanlega kröfu björgunarlauna, eða allt að 400 milljónir króna. Beðið er niðurstöðu úr sjóprófum sem ákvarða áframhald málsins. Það er Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði, áhöfn Hoffells SU 80 og sveitarfélagið Hornafjörður sem eiga tilkall til björgunarlauna eftir að flutningaskipinu Ölmu var komið til hjálpar við innsiglinguna á Hornafirði í byrjun nóvember. Flutningaskipið liggur í Fáskrúðsfjarðarhöfn og enn liggur ekki fyrir hvert skipið verður dregið til viðgerðar. Systurskip Ölmu, Green Lofoten, fór frá Fáskrúðsfirði á sunnudag til Sankti Pétursborgar eftir að þrjú þúsund tonnum af frystum afurðum sem voru um borð í Ölmu hafði verið umskipað. Sýslumaðurinn á Eskifirði kyrrsetti Ölmu í Fáskrúðsfjarðarhöfn 10. nóvember að beiðni Loðnuvinnslunnar. Fyrirtækið og sveitarfélagið fóru fram á að trygging að upphæð 625 milljónir króna yrði lögð fram til að aflétta kyrrsetningunni en útgerð skipsins lagði fram 400 milljónir króna nokkru síðar þegar fyrir lá að mat á verðmæti skipsins var lægra en talið hafði verið. Spurður hvort tryggingarféð gefi hugmynd um kröfu björgunarlauna segir Jón Ögmundsson, lögmaður hjá lögmannsstofunni Advel, sem annast málið fyrir hönd Loðnuvinnslunnar, svo vera enda ljóst að málið verði sótt sem björgun. Tryggingarféð sem krafist var við kyrrsetningu skipsins sé í samræmi við það. Í stuttu máli má skipta skiptareglunum í tvennt, annars vegar þegar um björgun úr sannanlegum háska er að ræða og hins vegar aðstoð við skip. Samningur um aðstoð við skip tekur til mun lægri fjárhæða en björgunar þar sem tekið er tillit til verðmætis þess sem bjargað var við eiginlega björgun en ekki við aðstoð. Um skiptingu björgunarlauna gilda ákvæði 170. grein C í siglingalögum nr. 34/1985 með síðari breytingum, en þar segir að björgunarlaun fari fyrst til að bæta tjón og önnur útgjöld útgerðarinnar sem af björgunarstarfinu leiddi. Því sem þá sé eftir af björgunarlaununum „skal skipt þannig að þrír fimmtu hlutar falli til útgerðarinnar en tveir fimmtu hlutar til áhafnarinnar. Hlut áhafnar skal skipt á þann veg að skipstjóri fái einn þriðja hluta en hin eiginlega skipshöfn tvo þriðju hluta. [...] Hlutur skipstjóra skal þó aldrei vera lægri en tvöfaldur hlutur þess skipverja sem hæst björgunarlaun fær.“ [email protected]
Fréttir Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira