Drukkið úr Cruise í 30 ár 15. desember 2011 16:30 Endless Love: 1981; Risky Business: 1983; Top Gun: 1986; Rain Man: 1988; Tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir Born on the Fourth July (1990); Far and away: 1992; The Firm: 1993; Mission:Impossible: 1996; Tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir Jerry Maguire (1996); Mission:Impossible II: 2000; Tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir Magnolia (2000); Minority report: 2002; War of the Worlds: 2005; Hoppar á sófanum hjá Opruh og lætur öllum illum látum (2005); Mission:Impossible III: 2006; Knight and Day: 2010 Tom Cruise er stærsta kvikmyndastjarna í heimi; hvort sem maður skellti hurðum eftir væmna ástarjátningu í Jerry Maguire eða tók á flótta eftir vandræðalegar slagsmálasenur í Far and Away. Nú er komið að nýjustu Cruise-myndinni, leikarinn snýr aftur sem Ethan Hunt í fjórða sinn. Mission Impossible: Ghost Protocol er merkileg fyrir margar sakir. Fæstir vita um hvað myndin er fyrir utan stikluna sem hefur verið sýnd í kvikmyndahúsum að undanförnu og er myndinni leikstýrt af Brad Bird. Bird þessi er fyrst og fremst þekktur fyrir verk sín á teiknimyndasviðinu, gerði meðal annars Ratatouille og hina stórkostlegu The Incredibles. Stóra stjarnan er hins vegar Tom Cruise. Hann verður fimmtugur á næsta ári, hefur verið á hvíta tjaldinu í þrjátíu ár og rakað inn milljörðum í miðasölu (auðævi hans eru metin á 250 milljónir dollara eða um þrjátíu milljarða). Cruise er umdeildur í Hollywood, hann er öflugur talsmaður hinnar dularfullu Vísindakirkju, hefur látið hafa eftir sér ótrúleg ummæli um lyfjanotkun og komst merkilega nálægt því að rústa eigin ferli með sérkennilegum uppátækjum á því herrans ári 2005 þegar hann varð, í bókstaflegri merkingu, brjálæðislega ástfanginn af Katie Holmes, núverandi eiginkonu, (einkalíf herra Cruise er reyndar kapítuli út af yfir sig, samband hans við Nicole Kidman, orðrómur um samkynhneigð og svona mætti lengi telja). Engum dylst hins vegar að Cruise er listamaður og hæfileikaríkur sem slíkur; hann sýndi það og sannaði í kvikmyndum á borð við Interview with the Vampire og Magnolia, einu eftirminnilegasta hlutverki sínu á hvíta tjaldinu. Þrátt fyrir brotsjóinn sem Cruise fékk á sig fyrir sex árum virðist leikarinn vera að rétta skipið af og Mission Impossible: Ghost Protocol gæti komið honum aftur á fleygiferð. [email protected] Lífið Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Les þeim sem „hata gleðina“ páskaeggjapistilinn Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Sjá meira
Tom Cruise er stærsta kvikmyndastjarna í heimi; hvort sem maður skellti hurðum eftir væmna ástarjátningu í Jerry Maguire eða tók á flótta eftir vandræðalegar slagsmálasenur í Far and Away. Nú er komið að nýjustu Cruise-myndinni, leikarinn snýr aftur sem Ethan Hunt í fjórða sinn. Mission Impossible: Ghost Protocol er merkileg fyrir margar sakir. Fæstir vita um hvað myndin er fyrir utan stikluna sem hefur verið sýnd í kvikmyndahúsum að undanförnu og er myndinni leikstýrt af Brad Bird. Bird þessi er fyrst og fremst þekktur fyrir verk sín á teiknimyndasviðinu, gerði meðal annars Ratatouille og hina stórkostlegu The Incredibles. Stóra stjarnan er hins vegar Tom Cruise. Hann verður fimmtugur á næsta ári, hefur verið á hvíta tjaldinu í þrjátíu ár og rakað inn milljörðum í miðasölu (auðævi hans eru metin á 250 milljónir dollara eða um þrjátíu milljarða). Cruise er umdeildur í Hollywood, hann er öflugur talsmaður hinnar dularfullu Vísindakirkju, hefur látið hafa eftir sér ótrúleg ummæli um lyfjanotkun og komst merkilega nálægt því að rústa eigin ferli með sérkennilegum uppátækjum á því herrans ári 2005 þegar hann varð, í bókstaflegri merkingu, brjálæðislega ástfanginn af Katie Holmes, núverandi eiginkonu, (einkalíf herra Cruise er reyndar kapítuli út af yfir sig, samband hans við Nicole Kidman, orðrómur um samkynhneigð og svona mætti lengi telja). Engum dylst hins vegar að Cruise er listamaður og hæfileikaríkur sem slíkur; hann sýndi það og sannaði í kvikmyndum á borð við Interview with the Vampire og Magnolia, einu eftirminnilegasta hlutverki sínu á hvíta tjaldinu. Þrátt fyrir brotsjóinn sem Cruise fékk á sig fyrir sex árum virðist leikarinn vera að rétta skipið af og Mission Impossible: Ghost Protocol gæti komið honum aftur á fleygiferð. [email protected]
Lífið Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Les þeim sem „hata gleðina“ páskaeggjapistilinn Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp