Ekki niðurlæging að fá mat í poka 16. desember 2011 03:00 Ragnhildur G. Guðmundsdóttir Við viljum helst sjá bros á þeim sem fara frá okkur og reynum að miða við það,“ segir Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar í Reykjavík. Jólin eru annasamasti tíminn hjá hjálparsamtökum eins og Mæðrastyrksnefnd, og jólaúthlutunin er í undirbúningi allt árið um kring. „Við tökum eitt í dag og annað á morgun sem við sjáum að við getum notað í þessa jólasöfnun. Svo hófst þetta fyrir alvöru núna í september. Þá byrjuðum við á því að leita að húsnæði. Við leituðum víða og að lokum kom Landsbankinn inn í myndina og lánaði okkur húsnæði að Fiskislóð 14, sem við erum afskaplega þakklátar fyrir. Þar munum við geta tekið á móti gestum og gangandi, við munum ekki vísa neinum frá. Þarna verður í boði góður jólamatur, jólagjafir, fatnaður og ýmsar smávörur.“ Sjálfboðaliðar vinna bæði í húsakynnum Mæðrastyrksnefndar og í húsnæðinu að Fiskislóð alla daga. Á Fiskislóð er tekið á móti vörum, pakkað og skipulagt, en jólaúthlutunin fer fram í næstu viku. Fjöldi kvenna vinnur sjálfboðastarf allan ársins hring fyrir nefndina, sem hefur eina manneskju á launum, en þeim finnst gott að þurfa ekki að hugsa um laun. Sjö kvenfélög standa að nefndinni og sumar kvennanna hafa staðið vaktina í mörg ár þó að alltaf sé einhver endurnýjun. Ragnhildur segir aðra hópa koma til nefndarinnar nú en áður. „Við erum að sjá fleiri öryrkja, fleiri eldri borgara, fleiri einstæðar mæður og fleiri stærri fjölskyldur. Í einum hópi hefur fækkað og það eru einstæðir karlmenn.“ Margt af því fólki sem leitar til Mæðrastyrksnefndar hefur afskaplega lítið milli handanna, segir Ragnhildur. „Fólk spyr hvernig standi á því. Hér sé góðæri, allir eru að fara til Boston og allir eru að gera þetta og hitt. Hverjir eru þessir allir, er það sem við spyrjum okkur að. Það er nefnilega stór hópur sem hefur verið skilinn eftir og þarna ætla ég að leyfa mér að kenna stjórnvöldum um. Þetta er fólkið sem er að vinna á lægstu launatöxtum. Það er náttúrulega ekki fólki bjóðandi að vinna fyrir 160 þúsund krónur á mánuði og vera einstæð móðir sem þarf að sjá fyrir tveimur börnum. Það segir sig sjálft að það lifir enginn á því. Þessi firring finnst mér vera hjá stjórnmálamönnum, og ég ætla ekki að taka neina sérstaka fyrir, heldur heildina. Þeir átta sig ekki á því að í öllum þjóðfélögum er fólk sem hefur orðið fyrir miklum áföllum í lífinu og á erfitt með að rísa upp aftur.“ Ragnhildur vandar stjórnmálamönnum ekki kveðjurnar. „Það voru sett lög hérna árið 2009 sem við köllum ólög. Þar var lífeyrir eldri borgara skertur verulega og þá var sagt að þetta yrði skammtímaákvörðun og kæmi til baka. Svona ákvarðanir koma aldrei til baka hjá stjórnvöldum ef ég þekki þau rétt.“ Hún segir jafnframt að nú sé nánast skorið inn að beini hjá eldri borgurum í niðurskurði. „Margt eldra fólk er orðið hrætt, það verður óöruggt og því líður illa. Við erum að sjá svona fólk hérna, fólk sem hefur aldrei komið áður.“ „Samfélagið sem slíkt hefur líka ákveðnar skyldur gagnvart þjóðfélagsþegnum. Það eru mannréttindi að geta lifað af þeim launum sem maður vinnur sér inn, en þannig er það ekki núna. Samfélag sem getur ekki séð sínu fólki fyrir lífsviðurværi, það hrynur til grunna. Soltinn maður ræður ekki við lífsbaráttuna.“ Þó að flestir komi til Mæðrastyrksnefndar fyrir jólin er þó fjöldi fólks sem fær aðstoð allt árið um kring. „Við erum með matarúthlutun fjórum sinnum í mánuði og fataúthlutun einu sinni í mánuði. Við afgreiðum um 450 og 550 manns í hverri viku. Þetta er staðreyndin og það sem blasir við. Það þýðir ekkert að segja að þetta sé að minnka, það er bara einfaldlega rangt.“ Ragnhildur segir sjálfboðaliðana gera miklar kröfur til sín. „Við verðum líka að standa okkur og gera þetta á eins þægilegan máta og hægt er fyrir fólkið, þannig að enginn fari leiður í burtu. Við viljum helst sjá bros á þeim sem fara frá okkur og reynum að miða við það. Auðvitað er alltaf eitthvað sem getur komið upp á og veldur misskilningi en við reynum að vinna úr því og gera þannig að enginn verði sár eftir, það skiptir óskaplega miklu máli.“ Mæðrastyrksnefnd sé rekin eins og heimili. „Við reynum að fara rosalega vel með. Við vinnum hér eins og heima hjá okkur.“ Það sem keypt sé inn fáist yfirleitt á góðum magnafslætti og þannig er hægt að gefa meiri mat. „Talað er um að það sé svo voðalega niðurlægjandi að afgreiða mat í poka. Við lítum ekki á það þannig. Við erum að bjóða þetta. Þetta er gjöf til þín, ef þú vilt þiggja hana þá gjörðu svo vel, en þú þarft ekkert að þiggja hana. Þetta er talað svolítið niður.“ Fyrst og fremst sé hugsað til þess að börn fái að borða. „Við vitum að það er misjafn sauður í mörgu fé og gleymum því ekki, en við höfðum hins vegar til hins góða í manninum, það er númer eitt, tvö og þrjú.“ Þannig sé mögulegt að fólk misnoti úrræðið, en þær ráði ekki við það hafi einhverjir smekk fyrir því. Ragnhildur segist þakklát fyrir það mikla traust sem Mæðrastyrksnefnd hafi fengið. „Einstaklingar, fyrirtæki, félagasamtök og það má segja öll íslenska þjóðin hefur stutt þessa starfsemi í gegnum árin. Það segir sig sjálft að þessi góði stuðningur hefur mikið að segja og gerir þetta kleift. Hér eru afskaplega margir sem styðja við þessa starfsemi og vilja láta gott af sér leiða. Í þjóðfélaginu er hópur af fólki sem vill ekki láta nafns síns getið sem leggur reglulega inn á reikninginn okkar og við erum afskaplega þakklátar fyrir það.“ Mæðrastyrksnefnd styður við fólk á fleiri máta. Til dæmis eru sjóðir sem styrkja fermingarbörn og börn til leikjanámskeiða og sumarbúða. Þá geta verðandi mæður fengið barnapakka. Reynt er að koma til móts við fólk og hefur fólk í námi til dæmis fengið að koma á öðrum tímum til að fá mat, þegar það er í frímínútum. „Við styrkjum konur sem eru í námi og eiga erfitt með því að reyna að kalla þær til okkar. Við styrkjum þær ekki með peningum, ekki enn þá allavega. En okkur dettur ýmislegt í hug og það væri gaman að geta styrkt konur til náms, því námið er það sem fleytir fólki áfram í lífsbaráttunni. Nokkrar eru þær ungu stúlkurnar sem hafa komið brosandi til okkar í lok náms og þakkað okkur fyrir hjálpina, því hún hafi gert þeim kleift að klára sitt nám. Það finnst okkur mjög merkilegt. Það gefur okkur tilgang. Hugurinn á bak við allt hjá okkur er fyrst og fremst að reyna að hjálpa til, og við gerum þetta með glöðu geði og brosi á vör.“ Fréttir Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Við viljum helst sjá bros á þeim sem fara frá okkur og reynum að miða við það,“ segir Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar í Reykjavík. Jólin eru annasamasti tíminn hjá hjálparsamtökum eins og Mæðrastyrksnefnd, og jólaúthlutunin er í undirbúningi allt árið um kring. „Við tökum eitt í dag og annað á morgun sem við sjáum að við getum notað í þessa jólasöfnun. Svo hófst þetta fyrir alvöru núna í september. Þá byrjuðum við á því að leita að húsnæði. Við leituðum víða og að lokum kom Landsbankinn inn í myndina og lánaði okkur húsnæði að Fiskislóð 14, sem við erum afskaplega þakklátar fyrir. Þar munum við geta tekið á móti gestum og gangandi, við munum ekki vísa neinum frá. Þarna verður í boði góður jólamatur, jólagjafir, fatnaður og ýmsar smávörur.“ Sjálfboðaliðar vinna bæði í húsakynnum Mæðrastyrksnefndar og í húsnæðinu að Fiskislóð alla daga. Á Fiskislóð er tekið á móti vörum, pakkað og skipulagt, en jólaúthlutunin fer fram í næstu viku. Fjöldi kvenna vinnur sjálfboðastarf allan ársins hring fyrir nefndina, sem hefur eina manneskju á launum, en þeim finnst gott að þurfa ekki að hugsa um laun. Sjö kvenfélög standa að nefndinni og sumar kvennanna hafa staðið vaktina í mörg ár þó að alltaf sé einhver endurnýjun. Ragnhildur segir aðra hópa koma til nefndarinnar nú en áður. „Við erum að sjá fleiri öryrkja, fleiri eldri borgara, fleiri einstæðar mæður og fleiri stærri fjölskyldur. Í einum hópi hefur fækkað og það eru einstæðir karlmenn.“ Margt af því fólki sem leitar til Mæðrastyrksnefndar hefur afskaplega lítið milli handanna, segir Ragnhildur. „Fólk spyr hvernig standi á því. Hér sé góðæri, allir eru að fara til Boston og allir eru að gera þetta og hitt. Hverjir eru þessir allir, er það sem við spyrjum okkur að. Það er nefnilega stór hópur sem hefur verið skilinn eftir og þarna ætla ég að leyfa mér að kenna stjórnvöldum um. Þetta er fólkið sem er að vinna á lægstu launatöxtum. Það er náttúrulega ekki fólki bjóðandi að vinna fyrir 160 þúsund krónur á mánuði og vera einstæð móðir sem þarf að sjá fyrir tveimur börnum. Það segir sig sjálft að það lifir enginn á því. Þessi firring finnst mér vera hjá stjórnmálamönnum, og ég ætla ekki að taka neina sérstaka fyrir, heldur heildina. Þeir átta sig ekki á því að í öllum þjóðfélögum er fólk sem hefur orðið fyrir miklum áföllum í lífinu og á erfitt með að rísa upp aftur.“ Ragnhildur vandar stjórnmálamönnum ekki kveðjurnar. „Það voru sett lög hérna árið 2009 sem við köllum ólög. Þar var lífeyrir eldri borgara skertur verulega og þá var sagt að þetta yrði skammtímaákvörðun og kæmi til baka. Svona ákvarðanir koma aldrei til baka hjá stjórnvöldum ef ég þekki þau rétt.“ Hún segir jafnframt að nú sé nánast skorið inn að beini hjá eldri borgurum í niðurskurði. „Margt eldra fólk er orðið hrætt, það verður óöruggt og því líður illa. Við erum að sjá svona fólk hérna, fólk sem hefur aldrei komið áður.“ „Samfélagið sem slíkt hefur líka ákveðnar skyldur gagnvart þjóðfélagsþegnum. Það eru mannréttindi að geta lifað af þeim launum sem maður vinnur sér inn, en þannig er það ekki núna. Samfélag sem getur ekki séð sínu fólki fyrir lífsviðurværi, það hrynur til grunna. Soltinn maður ræður ekki við lífsbaráttuna.“ Þó að flestir komi til Mæðrastyrksnefndar fyrir jólin er þó fjöldi fólks sem fær aðstoð allt árið um kring. „Við erum með matarúthlutun fjórum sinnum í mánuði og fataúthlutun einu sinni í mánuði. Við afgreiðum um 450 og 550 manns í hverri viku. Þetta er staðreyndin og það sem blasir við. Það þýðir ekkert að segja að þetta sé að minnka, það er bara einfaldlega rangt.“ Ragnhildur segir sjálfboðaliðana gera miklar kröfur til sín. „Við verðum líka að standa okkur og gera þetta á eins þægilegan máta og hægt er fyrir fólkið, þannig að enginn fari leiður í burtu. Við viljum helst sjá bros á þeim sem fara frá okkur og reynum að miða við það. Auðvitað er alltaf eitthvað sem getur komið upp á og veldur misskilningi en við reynum að vinna úr því og gera þannig að enginn verði sár eftir, það skiptir óskaplega miklu máli.“ Mæðrastyrksnefnd sé rekin eins og heimili. „Við reynum að fara rosalega vel með. Við vinnum hér eins og heima hjá okkur.“ Það sem keypt sé inn fáist yfirleitt á góðum magnafslætti og þannig er hægt að gefa meiri mat. „Talað er um að það sé svo voðalega niðurlægjandi að afgreiða mat í poka. Við lítum ekki á það þannig. Við erum að bjóða þetta. Þetta er gjöf til þín, ef þú vilt þiggja hana þá gjörðu svo vel, en þú þarft ekkert að þiggja hana. Þetta er talað svolítið niður.“ Fyrst og fremst sé hugsað til þess að börn fái að borða. „Við vitum að það er misjafn sauður í mörgu fé og gleymum því ekki, en við höfðum hins vegar til hins góða í manninum, það er númer eitt, tvö og þrjú.“ Þannig sé mögulegt að fólk misnoti úrræðið, en þær ráði ekki við það hafi einhverjir smekk fyrir því. Ragnhildur segist þakklát fyrir það mikla traust sem Mæðrastyrksnefnd hafi fengið. „Einstaklingar, fyrirtæki, félagasamtök og það má segja öll íslenska þjóðin hefur stutt þessa starfsemi í gegnum árin. Það segir sig sjálft að þessi góði stuðningur hefur mikið að segja og gerir þetta kleift. Hér eru afskaplega margir sem styðja við þessa starfsemi og vilja láta gott af sér leiða. Í þjóðfélaginu er hópur af fólki sem vill ekki láta nafns síns getið sem leggur reglulega inn á reikninginn okkar og við erum afskaplega þakklátar fyrir það.“ Mæðrastyrksnefnd styður við fólk á fleiri máta. Til dæmis eru sjóðir sem styrkja fermingarbörn og börn til leikjanámskeiða og sumarbúða. Þá geta verðandi mæður fengið barnapakka. Reynt er að koma til móts við fólk og hefur fólk í námi til dæmis fengið að koma á öðrum tímum til að fá mat, þegar það er í frímínútum. „Við styrkjum konur sem eru í námi og eiga erfitt með því að reyna að kalla þær til okkar. Við styrkjum þær ekki með peningum, ekki enn þá allavega. En okkur dettur ýmislegt í hug og það væri gaman að geta styrkt konur til náms, því námið er það sem fleytir fólki áfram í lífsbaráttunni. Nokkrar eru þær ungu stúlkurnar sem hafa komið brosandi til okkar í lok náms og þakkað okkur fyrir hjálpina, því hún hafi gert þeim kleift að klára sitt nám. Það finnst okkur mjög merkilegt. Það gefur okkur tilgang. Hugurinn á bak við allt hjá okkur er fyrst og fremst að reyna að hjálpa til, og við gerum þetta með glöðu geði og brosi á vör.“
Fréttir Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent