Fæstar friðlýsingar eru á náttúruverndaráætlun 29. desember 2011 05:00 dimmuborgir Eitt þeirra sjö svæða sem friðlýst var á árinu 2011 eru Dimmuborgir, en það var að beiðni Landgræðslu ríkisins. mynd/umhverfisstofnun Sjö svæði voru friðlýst á árinu 2011. Aðeins tvö þeirra voru á náttúruverndaráætlun sem samþykkt er af Alþingi. Sveitarfélög og landeigendur eiga frumkvæði að öðrum friðlýsingum. Til skoðunar er að breyta ferli friðlýsinga. Fæst þeirra náttúrusvæða sem friðlýst eru er að finna á náttúruverndaráætlun. Slík áætlun er samþykkt af Alþingi og í henni er að finna stefnumótun í slíkum málum. Nokkurs konar óskalista þingsins um svæði sem það vill sjá friðlýst. Það er ekki sjálfgefið að svæði sem Alþingi samþykkir á náttúruverndaráætlun njóti á endanum friðlýsingar. Til þess að svo verði þurfa samningar við eigendur landsins að ganga upp og sú er ekki alltaf raunin. „Við eigum svæði á náttúruverndaráætlun sem eru strand og ekki hefur tekist að hreyfa við. Stundum er það vegna andstöðu viðkomandi sveitarfélags og stundum landeiganda. Sú staða getur komið upp að einn landeigandi af mörgum sé andsnúinn og þá er málið komið í hnút," segir Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra. Tillögur um friðlýsinguÍ upphafi árs var ráðinn sérfræðingur á Umhverfisstofnun sem unnið hefur að málefnum friðlýsinga og þykir það hafa styrkt þá vinnu mjög og aukið skilvirkni. Lögð hefur verið áhersla á breytt vinnubrögð og ýtt undir frumkvæði sveitarfélaga og annarra aðila. Grunnforsenda þess að ferlið við friðlýsingu gangi vel er að samvinna náist með öllum aðilum. Sveitarfélögin fara með skipulagsvaldið og því er aðkoma þeirra að ferlinu mikil. Þegar frumkvæði að friðlýsingu kemur frá sveitarfélaginu auðveldar það því vinnuna að miklu leyti. Náttúruverndaráætlun er viljayfirlýsing Alþingis og umhverfisráðherra. Ráðherra getur einnig gert tillögur um sérstök svæði, oftar en ekki eftir ábendingar. Dæmi um slíkt er Kalmanshellir, en bæði landeigendur og sveitarfélagið óskuðu eftir friðlýsingu hans. Friðlýst svæði við Andakíl var stækkað á árinu, að tillögu umhverfisráðuneytis. Þá eru einnig dæmi um að stofnanir leggi til friðlýsingu, líkt og varðandi Dimmuborgir, en tillaga að friðlýsingu þeirra kom frá Landgræðslu ríkisins. Umhverfisstofnun lagði svo til friðlýsingu Hverfjalls, svo eitthvað sé nefnt. Veik náttúruverndaráætlunSvandís segir að umhverfi þessara mála sé í skoðun. Horft sé til þess hve veik náttúruverndaráætlun sé í raun og veru. „Við erum kannski með 12 til 14 svæði á henni ætluð til friðlýsingar, en tekst kannski ekki að klára nema fjögur. Það er kannski eitthvað að því hvernig þetta ferli hefst," segir Svandís. Þar vísar hún til þess að tillögurnar séu samþykktar af Alþingi og í raun skorti oft á samráði við eigendur og forsvarsmenn svæðanna sem eigi að friðlýsa. Betra sé að það sé gert strax. Nú séu forsendur friðlýsinga fyrst og fremst vísindalegar. „Við erum fyrst og fremst núna á forsendum náttúrufarsins, en ekki á samfélagslegum forsendum. Þú getur kannski náð sama árangri á öðru svæði þar sem sveitarstjórnin er jákvæðari, eða á þjóðlendu en ekki landi í einkaeign. Við höfum verið að skoða þetta og um þetta er heilmikill kafli í Hvítbókinni." Þar er vísað til Hvítbókar um náttúruvernd sem kom út í haust, en verður grundvöllur að nýjum náttúruverndarlögum. Fjölga flokkumLengi vel voru friðlýsingar frekar tilviljunarkenndar en í tveimur síðustu náttúruverndaráætlunum hefur verið reynt að innleiða þá hugmyndafræði að vernda á grunni vísindalegrar þekkingar og beita viðurkenndum aðferðum við mat á verndargildi náttúruminja. Á þetta verður lögð sérstök áhersla og í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands vill nefndin sem vann að Hvítbókinni, að skipulega verði unnið að því að mynda net verndarsvæða hér á landi og í hafinu umhverfis landið. Það ætti að tryggja nægjanlega vernd til þess að viðhalda líffræðilegri fjölbreytni landsins og á sama hátt ætti slíkt svæðanet að tryggja skipulega vernd landslags og jarðmyndana. Þá vill hún að friðlýsingarflokkum verði fjölgað og endurspegli með skýrari hætti tilgang og markmið friðlýsinga. Heimild til eignarnámsÞað hefur verið stefna stjórnvalda að friðlýsa ekki svæði í andstöðu við landeigendur og viðkomandi sveitarfélög þrátt fyrir heimildir til þess. Þannig hafa hagsmunir heildarinnar og náttúrunnar þurft að víkja ef landeigandi eða viðkomandi sveitarstjórn eru mótfallin friðlýsingu. Þar sem skipulagsvaldið er í höndum sveitarfélaga hafa einstaka sveitarfélög getað staðið gegn friðlýsingu, jafnvel á landi ríkisins. Svandís bendir á að ráðherra skuli leita umsagna sinna stofnana. Sé ráðherrann hins vegar býsna brattur og ákveði að friðlýsa, hverjar sem umsagnir stofnana væru, gæti ráðherra farið í eignarnám og friðlýst þvert á vilja landeiganda og sveitarfélaga. „Ákvæðið er í náttúruverndarlögum en þetta hefur bara aldrei verið gert. Lagaheimildin er samt til staðar og fyrir kæmu þær bætur sem eigandinn gæti sýnt fram á, rétt eins og þegar um er að ræða orkuframkvæmdir eða vegagerð." Fréttir Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Sjö svæði voru friðlýst á árinu 2011. Aðeins tvö þeirra voru á náttúruverndaráætlun sem samþykkt er af Alþingi. Sveitarfélög og landeigendur eiga frumkvæði að öðrum friðlýsingum. Til skoðunar er að breyta ferli friðlýsinga. Fæst þeirra náttúrusvæða sem friðlýst eru er að finna á náttúruverndaráætlun. Slík áætlun er samþykkt af Alþingi og í henni er að finna stefnumótun í slíkum málum. Nokkurs konar óskalista þingsins um svæði sem það vill sjá friðlýst. Það er ekki sjálfgefið að svæði sem Alþingi samþykkir á náttúruverndaráætlun njóti á endanum friðlýsingar. Til þess að svo verði þurfa samningar við eigendur landsins að ganga upp og sú er ekki alltaf raunin. „Við eigum svæði á náttúruverndaráætlun sem eru strand og ekki hefur tekist að hreyfa við. Stundum er það vegna andstöðu viðkomandi sveitarfélags og stundum landeiganda. Sú staða getur komið upp að einn landeigandi af mörgum sé andsnúinn og þá er málið komið í hnút," segir Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra. Tillögur um friðlýsinguÍ upphafi árs var ráðinn sérfræðingur á Umhverfisstofnun sem unnið hefur að málefnum friðlýsinga og þykir það hafa styrkt þá vinnu mjög og aukið skilvirkni. Lögð hefur verið áhersla á breytt vinnubrögð og ýtt undir frumkvæði sveitarfélaga og annarra aðila. Grunnforsenda þess að ferlið við friðlýsingu gangi vel er að samvinna náist með öllum aðilum. Sveitarfélögin fara með skipulagsvaldið og því er aðkoma þeirra að ferlinu mikil. Þegar frumkvæði að friðlýsingu kemur frá sveitarfélaginu auðveldar það því vinnuna að miklu leyti. Náttúruverndaráætlun er viljayfirlýsing Alþingis og umhverfisráðherra. Ráðherra getur einnig gert tillögur um sérstök svæði, oftar en ekki eftir ábendingar. Dæmi um slíkt er Kalmanshellir, en bæði landeigendur og sveitarfélagið óskuðu eftir friðlýsingu hans. Friðlýst svæði við Andakíl var stækkað á árinu, að tillögu umhverfisráðuneytis. Þá eru einnig dæmi um að stofnanir leggi til friðlýsingu, líkt og varðandi Dimmuborgir, en tillaga að friðlýsingu þeirra kom frá Landgræðslu ríkisins. Umhverfisstofnun lagði svo til friðlýsingu Hverfjalls, svo eitthvað sé nefnt. Veik náttúruverndaráætlunSvandís segir að umhverfi þessara mála sé í skoðun. Horft sé til þess hve veik náttúruverndaráætlun sé í raun og veru. „Við erum kannski með 12 til 14 svæði á henni ætluð til friðlýsingar, en tekst kannski ekki að klára nema fjögur. Það er kannski eitthvað að því hvernig þetta ferli hefst," segir Svandís. Þar vísar hún til þess að tillögurnar séu samþykktar af Alþingi og í raun skorti oft á samráði við eigendur og forsvarsmenn svæðanna sem eigi að friðlýsa. Betra sé að það sé gert strax. Nú séu forsendur friðlýsinga fyrst og fremst vísindalegar. „Við erum fyrst og fremst núna á forsendum náttúrufarsins, en ekki á samfélagslegum forsendum. Þú getur kannski náð sama árangri á öðru svæði þar sem sveitarstjórnin er jákvæðari, eða á þjóðlendu en ekki landi í einkaeign. Við höfum verið að skoða þetta og um þetta er heilmikill kafli í Hvítbókinni." Þar er vísað til Hvítbókar um náttúruvernd sem kom út í haust, en verður grundvöllur að nýjum náttúruverndarlögum. Fjölga flokkumLengi vel voru friðlýsingar frekar tilviljunarkenndar en í tveimur síðustu náttúruverndaráætlunum hefur verið reynt að innleiða þá hugmyndafræði að vernda á grunni vísindalegrar þekkingar og beita viðurkenndum aðferðum við mat á verndargildi náttúruminja. Á þetta verður lögð sérstök áhersla og í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands vill nefndin sem vann að Hvítbókinni, að skipulega verði unnið að því að mynda net verndarsvæða hér á landi og í hafinu umhverfis landið. Það ætti að tryggja nægjanlega vernd til þess að viðhalda líffræðilegri fjölbreytni landsins og á sama hátt ætti slíkt svæðanet að tryggja skipulega vernd landslags og jarðmyndana. Þá vill hún að friðlýsingarflokkum verði fjölgað og endurspegli með skýrari hætti tilgang og markmið friðlýsinga. Heimild til eignarnámsÞað hefur verið stefna stjórnvalda að friðlýsa ekki svæði í andstöðu við landeigendur og viðkomandi sveitarfélög þrátt fyrir heimildir til þess. Þannig hafa hagsmunir heildarinnar og náttúrunnar þurft að víkja ef landeigandi eða viðkomandi sveitarstjórn eru mótfallin friðlýsingu. Þar sem skipulagsvaldið er í höndum sveitarfélaga hafa einstaka sveitarfélög getað staðið gegn friðlýsingu, jafnvel á landi ríkisins. Svandís bendir á að ráðherra skuli leita umsagna sinna stofnana. Sé ráðherrann hins vegar býsna brattur og ákveði að friðlýsa, hverjar sem umsagnir stofnana væru, gæti ráðherra farið í eignarnám og friðlýst þvert á vilja landeiganda og sveitarfélaga. „Ákvæðið er í náttúruverndarlögum en þetta hefur bara aldrei verið gert. Lagaheimildin er samt til staðar og fyrir kæmu þær bætur sem eigandinn gæti sýnt fram á, rétt eins og þegar um er að ræða orkuframkvæmdir eða vegagerð."
Fréttir Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira