NFL: New Orleans og Houston áfram | Tveir leikir í kvöld 8. janúar 2012 11:45 Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans, átti stórkostlegan leik í nótt og hann er hér á flugi í leiknum. Úrslitakeppni NFL-deildarinnar hófst í nótt með tveimur leikjum. Hið sjóðheita lið New Orleans Saints þaggaði niður í ljónunum frá Detroit og Houston Texans vann einnig sannfærandi sigur á Cincinnati. Það var búist við miklu skori í leik New Orleans og Detroit enda voru þar að mætast leikstjórnendur sem höfðu farið mikinn í vetur og báðir kastað yfir 5.000 jarda á tímabilinu. Þeir ollu ekki vonbrigðum. Detroit byrjaði leikinn betur og leiddi framan af en New Orleans tók leikinn í sínar hendur í síðari hálfleik og skoraði fimm snertimörk í fimm sóknum. Hinn ungi leikstjórnandi Detroit, Matthew Stafford, var alveg magnaður framan af en þegar á reyndi í síðari hálfleik gerði hann dýrmæt mistök sem hinn reyndi leikstjórnandi New Orleans, Drew Brees, refsaði honum grimmilega fyrir. Brees og sóknarlið Saints nældi í samtals 626 jarda í leiknum sem er NFL-met. Lokatölur 45-28 og New Orleans sækir San Francisco heim um næstu helgi. Houston lagði Cincinnati, 31-10, í sögulegum leik en þetta var í fyrsta skipti sem lið mætast í úrslitakeppninni með nýliða sem leikstjórnendur. Cincinnati gerði of mikið af mistökum og sigur Texans aldrei í hættu. Houston mun mæta Baltimore Ravens í næstu umferð. Í kvöld fara fram tveir leikir. Klukkan 18.00 tekur NY Giants á móti Atlanta Falcons og klukkan 21.30 er komið að Tim Tebow og félögum í Denver Broncos en þeir taka á móti Pittsburgh Steelers. Báðir leikirnir verða í beinni á ESPN America sem má finna á fjölvarpi Digital Ísland. NFL Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Slæmur skellur á móti nágrönnunum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira
Úrslitakeppni NFL-deildarinnar hófst í nótt með tveimur leikjum. Hið sjóðheita lið New Orleans Saints þaggaði niður í ljónunum frá Detroit og Houston Texans vann einnig sannfærandi sigur á Cincinnati. Það var búist við miklu skori í leik New Orleans og Detroit enda voru þar að mætast leikstjórnendur sem höfðu farið mikinn í vetur og báðir kastað yfir 5.000 jarda á tímabilinu. Þeir ollu ekki vonbrigðum. Detroit byrjaði leikinn betur og leiddi framan af en New Orleans tók leikinn í sínar hendur í síðari hálfleik og skoraði fimm snertimörk í fimm sóknum. Hinn ungi leikstjórnandi Detroit, Matthew Stafford, var alveg magnaður framan af en þegar á reyndi í síðari hálfleik gerði hann dýrmæt mistök sem hinn reyndi leikstjórnandi New Orleans, Drew Brees, refsaði honum grimmilega fyrir. Brees og sóknarlið Saints nældi í samtals 626 jarda í leiknum sem er NFL-met. Lokatölur 45-28 og New Orleans sækir San Francisco heim um næstu helgi. Houston lagði Cincinnati, 31-10, í sögulegum leik en þetta var í fyrsta skipti sem lið mætast í úrslitakeppninni með nýliða sem leikstjórnendur. Cincinnati gerði of mikið af mistökum og sigur Texans aldrei í hættu. Houston mun mæta Baltimore Ravens í næstu umferð. Í kvöld fara fram tveir leikir. Klukkan 18.00 tekur NY Giants á móti Atlanta Falcons og klukkan 21.30 er komið að Tim Tebow og félögum í Denver Broncos en þeir taka á móti Pittsburgh Steelers. Báðir leikirnir verða í beinni á ESPN America sem má finna á fjölvarpi Digital Ísland.
NFL Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Slæmur skellur á móti nágrönnunum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira